Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 13:06 Loftlagsaðgerðarsinnar í kröfugöngu í St. Ives. William Dax/Getty Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. Hundruðir mótmælenda tóku þátt í kröfugöngu í sjávarþorpinu St. Ives í Cornwall í gær. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga sjö öflugustu iðnríkja heims á loftlagsváni. Skipuleggjendur mótmælanna, Extinction Rebellion, skilgreina sig sem samtök um friðsæla borgaralega óhlýðni. Yfirskrift mótmælanna var „Hringið bjöllunum!“ en forsprakkar þeirra hvöttu mótmælendur til að hafa eins mikil læti og þeir mögulega gátu. Mótmælendur beittu meðal annars trommum og lúðrum til að hafa hávaða. Skýr skilaboð til heimsleiðtoga „Þetta þarf að segja hátt og skýrt. Við erum að hringja viðvörunarbjöllum af því við sjáum fram á stórslys, vistfræðilegt- og veðurfarslegt hrun," sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ bætti hún við. Kröfugöngunni lauk við hlið hótelsins hvar leiðtogarnir halda til meðan á fundinum stendur. Hópur aðgerðarsinna kom þá skilaboðum, frá íbúum landa sem loftslagsbreytingar hafa haft slæm áhrif á, til leiðtoganna. Mikill viðbúnaður lögreglu Lögreglan í Cornwall og Devon hefur aldrei tekist á við verkefni af sömu stærðargráðu og leiðtogafundurinn. Í tilefni fundarins voru um 6.500 lögreglumenn fluttir til Cornwall víðs vegar að af Bretlandi. Alison Hernandez, lögreglustjóri í Cornwall og umhverfi, segir lögregluna búna undir ofbeldisfull mótmæli. „Við erum með óeirðalögreglumenn á hliðarlínunum ef ske kynni að komi til óeirða. Við vonum að ekki komi til þess,“ segir hún við DW. Búist er við fjölmörgum mótmælum í tengslum við leiðtogafundinn og hefur lögreglan komið upp fjórum sérstökum mótmælasvæðum. Þegar hafa ein samtök aðgerðasinna tilkynnt að þau muni virða tilmæli lögreglu, um staðsetningu mótmæla, að vettugi. Loftslagsmál Bretland England Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Hundruðir mótmælenda tóku þátt í kröfugöngu í sjávarþorpinu St. Ives í Cornwall í gær. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga sjö öflugustu iðnríkja heims á loftlagsváni. Skipuleggjendur mótmælanna, Extinction Rebellion, skilgreina sig sem samtök um friðsæla borgaralega óhlýðni. Yfirskrift mótmælanna var „Hringið bjöllunum!“ en forsprakkar þeirra hvöttu mótmælendur til að hafa eins mikil læti og þeir mögulega gátu. Mótmælendur beittu meðal annars trommum og lúðrum til að hafa hávaða. Skýr skilaboð til heimsleiðtoga „Þetta þarf að segja hátt og skýrt. Við erum að hringja viðvörunarbjöllum af því við sjáum fram á stórslys, vistfræðilegt- og veðurfarslegt hrun," sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ bætti hún við. Kröfugöngunni lauk við hlið hótelsins hvar leiðtogarnir halda til meðan á fundinum stendur. Hópur aðgerðarsinna kom þá skilaboðum, frá íbúum landa sem loftslagsbreytingar hafa haft slæm áhrif á, til leiðtoganna. Mikill viðbúnaður lögreglu Lögreglan í Cornwall og Devon hefur aldrei tekist á við verkefni af sömu stærðargráðu og leiðtogafundurinn. Í tilefni fundarins voru um 6.500 lögreglumenn fluttir til Cornwall víðs vegar að af Bretlandi. Alison Hernandez, lögreglustjóri í Cornwall og umhverfi, segir lögregluna búna undir ofbeldisfull mótmæli. „Við erum með óeirðalögreglumenn á hliðarlínunum ef ske kynni að komi til óeirða. Við vonum að ekki komi til þess,“ segir hún við DW. Búist er við fjölmörgum mótmælum í tengslum við leiðtogafundinn og hefur lögreglan komið upp fjórum sérstökum mótmælasvæðum. Þegar hafa ein samtök aðgerðasinna tilkynnt að þau muni virða tilmæli lögreglu, um staðsetningu mótmæla, að vettugi.
Loftslagsmál Bretland England Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira