Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 13:01 Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir marga starfsmenn ferðaþjónustunnar horfa fram á kjararýrnun og launalækkun. Vísir/Vilhelm ASÍ gaf út ályktun á dögunum um það að tími til þess að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér hafi ekki verið nýttur. Því væru uppi áhyggjur um aukna gerviverktöku, lægri laun og minni réttindum. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það hafi ekki verið launungamál að samtökin hafi verið að skoða brotastarfsemi innan Íslensks vinnumarkaðar, þar hafi hún frekar liðist í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Við vitum til þess til dæmis í hópi leiðsögumanna hefur fólki sem áður var launafólk verið boðið að koma til baka sem verktakar án þess að álag þar sé nóg til að þeir gætu staðið undir sínum skuldbindingum. Það þýðir ekkert annað en kjararýrnun og launalækkun,“ sagði Halla. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa orðið hissa á því að fólk skuli segja að ástandið innan ferðaþjónustunnar sé skelfilegt og að hún ætli að halda áfram frá þeim stað sem frá var horfið. „Ég get ekki séð að það hafi verið einhver skelfileg staða í greininni þegar hún skall í lás fyrir rúmu ári síðan,“ sagði Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Ég var líka hissa að sjá fulltrúa ASÍ vara við því sem hugsanlega gæti gerst varðandi brotastarfsemi. Þetta hefur verið áberandi söngur hjá ASÍ síðustu ár, að það sé mikil brotastarfsemi og óvenjulega mikil í ferðaþjónustu.“ Hún segir ASÍ hafa viðurkennt að um sé að ræða aðeins lítið brot fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því sé óþarfi að smætta stéttina og segja hana undirlagða brotastarfsemi. Halla segir afstöðu ASÍ ekki byggjast á einhverri tilfinningu heldur ítrekuðum dæmum um brotastarfsemi. „Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum en það er rétt að þetta er ekki fjöldinn heldur hinir fáu og þeir setja svartan blett á ferðaþjónustuna.“ sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00 Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það hafi ekki verið launungamál að samtökin hafi verið að skoða brotastarfsemi innan Íslensks vinnumarkaðar, þar hafi hún frekar liðist í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Við vitum til þess til dæmis í hópi leiðsögumanna hefur fólki sem áður var launafólk verið boðið að koma til baka sem verktakar án þess að álag þar sé nóg til að þeir gætu staðið undir sínum skuldbindingum. Það þýðir ekkert annað en kjararýrnun og launalækkun,“ sagði Halla. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa orðið hissa á því að fólk skuli segja að ástandið innan ferðaþjónustunnar sé skelfilegt og að hún ætli að halda áfram frá þeim stað sem frá var horfið. „Ég get ekki séð að það hafi verið einhver skelfileg staða í greininni þegar hún skall í lás fyrir rúmu ári síðan,“ sagði Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Ég var líka hissa að sjá fulltrúa ASÍ vara við því sem hugsanlega gæti gerst varðandi brotastarfsemi. Þetta hefur verið áberandi söngur hjá ASÍ síðustu ár, að það sé mikil brotastarfsemi og óvenjulega mikil í ferðaþjónustu.“ Hún segir ASÍ hafa viðurkennt að um sé að ræða aðeins lítið brot fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því sé óþarfi að smætta stéttina og segja hana undirlagða brotastarfsemi. Halla segir afstöðu ASÍ ekki byggjast á einhverri tilfinningu heldur ítrekuðum dæmum um brotastarfsemi. „Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum en það er rétt að þetta er ekki fjöldinn heldur hinir fáu og þeir setja svartan blett á ferðaþjónustuna.“ sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00 Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38
Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00
Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11