Fréttastofu barst ábending um málið og áætlaði viðmælandi fréttastofu að bílaröðin næði frá mislægum gatnamótum við Elliðaárdal og langleiðina að Skeifunni.
Á vef Vegagerðarinnar er aðeins að finna eina nýlega tilkynningu varðandi framkvæmdir á Miklubraut. Þar kemur fram að í kvöld og nótt, frá klukkan átta til eitt, sé stefnt að því að fræsa akrein á Miklubraut til vesturs, frá gatnamótum við Sæbraut og framyfir gatnamót við Skeiðarvog.
Í samtali við fréttastofu kunni G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, ekki beina skýringu á töfunum. Hann teldi þó líklegt að um væri að ræða einfaldar framkvæmdir þar sem verið væri að fræsa eina akrein.
