Leikmaður ársins fyrst rekinn út úr húsi og svo sópað í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 07:31 Devin Booker lét Nikola Jokic heyra það eftir brotið sem á endanum kallaði á annars stiga ásetningsvillu á Jokic og snemmbúna ferð í sturtu. AP/David Zalubowski Tímabilinu er lokið hjá Nikola Jokic og félögum hans í Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta eftir að þeir töpuðu fjórða leiknum í röð á móti Phoenix Suns í nótt. Suns er þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum deildanna. Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum