Siðmenntað fólk pissar ekki úti Þórarinn Hjartarson skrifar 14. júní 2021 09:00 Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. Til þeirra getum við leitað þegar fólk misstígur eða mismælir sig. Þetta fólk hefur aldrei misstígið sig og er því betur í stakk búið til þess að útskýra fyrir okkur hin hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þau útskýra fyrir okkur hvenær megi mynda kynfæri fólks, án þeirra vitundar, og hvenær ekki. Þau geyma sannleika þess hvernig samskipti kynjanna skuli vera og því er mikilvægt að vera vel á varðbergi ef fólki verður á. Við erum með hið fullkomna tæki í vasanum til þess að sinna þessari samfélagsskyldu. Það er mikilvægt að ná upptökum af fólki sem telur sig vera að eiga einkasamræður þar sem siðgæðisvörðunum hugnast ekki umræðuefnið. Það er mikilvægt að við náum gerendum á myndband þegar það verður uppvíst af því að kasta af sér þvagi utandyra eða við annað ófyrirgefanlegt athæfi. Enginn á að vera óhultur á þessum byltingarkenndu tímum. Viljum við búa í samfélagi þar sem fólk sem misstígur sig fær að halda í vinnu? Hvernig losnum við við þetta mein ef við erum ekki tilbúin til þess að takast á við það af hörku? Við höfum ekki tíma í rökræður. Siðgæðisverðirnir hafa komist að niðurstöðu og hverskyns samtal því ólíklegt til árangurs. Dómstólar eru óþarfir þegar við höfum í okkar röðum fólk sem er laust við allan breyskleika. Gerendur geta ekki falið sig lengur bakvið klisjukenndar afsakanir á borð við að „öllum verði á“ og „að gera mannleg mistök.“ Okkar samfélag er ekki fullkomið en saman getum við skapað það. Stöndum saman. Verum gott fólk. Siðmenntað samfélag skaffar slæmu fólki ekki vinnu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar KSÍ Þórarinn Hjartarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. Til þeirra getum við leitað þegar fólk misstígur eða mismælir sig. Þetta fólk hefur aldrei misstígið sig og er því betur í stakk búið til þess að útskýra fyrir okkur hin hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þau útskýra fyrir okkur hvenær megi mynda kynfæri fólks, án þeirra vitundar, og hvenær ekki. Þau geyma sannleika þess hvernig samskipti kynjanna skuli vera og því er mikilvægt að vera vel á varðbergi ef fólki verður á. Við erum með hið fullkomna tæki í vasanum til þess að sinna þessari samfélagsskyldu. Það er mikilvægt að ná upptökum af fólki sem telur sig vera að eiga einkasamræður þar sem siðgæðisvörðunum hugnast ekki umræðuefnið. Það er mikilvægt að við náum gerendum á myndband þegar það verður uppvíst af því að kasta af sér þvagi utandyra eða við annað ófyrirgefanlegt athæfi. Enginn á að vera óhultur á þessum byltingarkenndu tímum. Viljum við búa í samfélagi þar sem fólk sem misstígur sig fær að halda í vinnu? Hvernig losnum við við þetta mein ef við erum ekki tilbúin til þess að takast á við það af hörku? Við höfum ekki tíma í rökræður. Siðgæðisverðirnir hafa komist að niðurstöðu og hverskyns samtal því ólíklegt til árangurs. Dómstólar eru óþarfir þegar við höfum í okkar röðum fólk sem er laust við allan breyskleika. Gerendur geta ekki falið sig lengur bakvið klisjukenndar afsakanir á borð við að „öllum verði á“ og „að gera mannleg mistök.“ Okkar samfélag er ekki fullkomið en saman getum við skapað það. Stöndum saman. Verum gott fólk. Siðmenntað samfélag skaffar slæmu fólki ekki vinnu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar