Ríkið gefur ríkum karli hús Gunnar Smári Egilsson skrifar 14. júní 2021 10:20 Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið? Svarið er: Það er ekki hægt. Í öllum tilfellum er það hagkvæmara fyrir ríkið að eiga sínar eigin húseignir. Það segir sig sjálft. Ríkiseignir hafna nú, fyrir hönd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar og svo Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi. Um er að ræða samning til þrjátíu ára með framlengingarákvæði en húsnæðið er rúmlega 11.700 fermetrar. Þessi húsakynni er ætlað að hýsa Skattinn og Fjársýslu ríkisins. Íþaka sem leigir skattinum reiknar það út að leigutekjur standi undir öllum framkvæmda- og rekstrarkostnaði við húsið á þessum árum og gott betur; félagið mun fá góðar tekjur af Ríkisskattstjóra á leigutímanum og eiga svo þetta hús skuldlaust við lok þessa samnings. Þá mun Ríkisskattstjóri annað hvort leigja áfram og gefa Íþöku stórar upphæðir mánaðarlega, fé sem stofnunin þyrfti engum að greiða ef hún hefði byggt sitt eigið hús, eða fara til næsta gæðings stjórnmálanna og gefa þeim nýtt hús með jafn vitlausum samningi. Eigandi Íþöku er Pétur Guðmundsson í Eykt sem rekur fasteignafélög sem hafa skilað 1,5 til 2,5 milljörðum í hagnað á undanförnum árum. Pétur hagnaðist gríðarlega þegar Reykjavíkurborg ákvað að leigja af honum í Borgartúni í stað þess að byggja sjálf yfir skrifstofur sínar, sem er alltaf og ætíð skynsamlegra af opinberum aðilum sem eru að leita að framtíðarhúsnæði fyrir stofnanir sínar. Á móti þessari alkunnu skynsemi stillir stjórnmálafólk öfgatrú sinni um að hlutverk stjórnmálanna sé fyrst og síðast að flytja fé úr almannasjóðum til hinna fáu ríku. Þetta stjórnmálafólk þykist trúa því að þar eigi féð heima; að almenningur sé dauðinn og allar eignir, auðlindir og sjóðir skemmist undir honum en lifni hins vegar við og blómstri ef hinum ríku sé fært þetta á silfurfati. Þetta er auðvitað klikkað. En klikkaðasta af öllu er að þið látið þetta yfir ykkur ganga. Enginn frétt í fjölmiðlunum segir í dag: Með leigusamningi sínum fyrir skattinn gefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur einhverjum Pétri Guðmundssyni heilt hús að gjöf frá almenningi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Fasteignamarkaður Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið? Svarið er: Það er ekki hægt. Í öllum tilfellum er það hagkvæmara fyrir ríkið að eiga sínar eigin húseignir. Það segir sig sjálft. Ríkiseignir hafna nú, fyrir hönd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar og svo Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi. Um er að ræða samning til þrjátíu ára með framlengingarákvæði en húsnæðið er rúmlega 11.700 fermetrar. Þessi húsakynni er ætlað að hýsa Skattinn og Fjársýslu ríkisins. Íþaka sem leigir skattinum reiknar það út að leigutekjur standi undir öllum framkvæmda- og rekstrarkostnaði við húsið á þessum árum og gott betur; félagið mun fá góðar tekjur af Ríkisskattstjóra á leigutímanum og eiga svo þetta hús skuldlaust við lok þessa samnings. Þá mun Ríkisskattstjóri annað hvort leigja áfram og gefa Íþöku stórar upphæðir mánaðarlega, fé sem stofnunin þyrfti engum að greiða ef hún hefði byggt sitt eigið hús, eða fara til næsta gæðings stjórnmálanna og gefa þeim nýtt hús með jafn vitlausum samningi. Eigandi Íþöku er Pétur Guðmundsson í Eykt sem rekur fasteignafélög sem hafa skilað 1,5 til 2,5 milljörðum í hagnað á undanförnum árum. Pétur hagnaðist gríðarlega þegar Reykjavíkurborg ákvað að leigja af honum í Borgartúni í stað þess að byggja sjálf yfir skrifstofur sínar, sem er alltaf og ætíð skynsamlegra af opinberum aðilum sem eru að leita að framtíðarhúsnæði fyrir stofnanir sínar. Á móti þessari alkunnu skynsemi stillir stjórnmálafólk öfgatrú sinni um að hlutverk stjórnmálanna sé fyrst og síðast að flytja fé úr almannasjóðum til hinna fáu ríku. Þetta stjórnmálafólk þykist trúa því að þar eigi féð heima; að almenningur sé dauðinn og allar eignir, auðlindir og sjóðir skemmist undir honum en lifni hins vegar við og blómstri ef hinum ríku sé fært þetta á silfurfati. Þetta er auðvitað klikkað. En klikkaðasta af öllu er að þið látið þetta yfir ykkur ganga. Enginn frétt í fjölmiðlunum segir í dag: Með leigusamningi sínum fyrir skattinn gefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur einhverjum Pétri Guðmundssyni heilt hús að gjöf frá almenningi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun