Suu Kyi dregin fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 11:58 Aung San Suu Kyi var leidd fyrir dómara í morgun. Herforingjastjórnin sakar hana um ýmsa glæpi, allt frá því að brjóta sóttvarnareglur til þess að flytja inn talstöðvar fyrir lífverði sína. AP/Peter Dejong Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. Herinn rændi völdum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í febrúar og hélt því fram að brögð hefðu verið í tafli í kosningum sem fóru fram í fyrra. Alþjóðlegir eftirlitsmenn töldu kosningarnar þó hafa farið vel fram. Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi síðan þá. Fleiri leiðtogar stjórnar hennar voru handteknir. Réttarhöldin yfir Suu Kyi, sem er 75 ára gömul, eru lokuð. Hún er ákærð fyrir að hafa flutt ólöglega inn talstöðvar fyrir lífverði sína, dreifa upplýsingum sem gætu valdið uppnámi á meðal almennings og að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í kosningabaráttunni í fyrra. Mannréttindavaktin segir að ákærurnar á hendur Suu Kyi séu „falsaðar“ og að þær eigi sér pólitískar rætur. Ætlun herforingjastjórnarinnar sé að ógilda sigur hennar í kosningunum í fyrra og koma í veg fyrir að hún geti boðið sig fram aftur. Nýlega lagði herforingjastjórnin fram enn alvarlegri ásakanir um að Suu Kyi hefði brotið lög um ríkisleyndarmál og þegið mútur. Yrði hún sakfelld í því máli gæti hún átt yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Réttar verður sérstaklega í því máli síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn heldur því fram að hann ætli að boða til nýrra kosninga á næstu tveimur árum. Löng saga er fyrir því að herforingjastjórn landsins lofi kosningum en standi ekki við þau loforð, að sögn AP-fréttastofunnar. Suu Kyi sat meðal anars í stofufangelsi í fimmtán ár eftir misheppnaða uppreisn gegn herforingjastjórninni árið 1988. Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar eru taldar hafa drepið fleiri en átta hundruð manns og handtekið nærri því fimm þúsund manns í tengslum við mótmæli í landinu eftir valdaránið í febrúar. Mjanmar Tengdar fréttir Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Herinn rændi völdum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í febrúar og hélt því fram að brögð hefðu verið í tafli í kosningum sem fóru fram í fyrra. Alþjóðlegir eftirlitsmenn töldu kosningarnar þó hafa farið vel fram. Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi síðan þá. Fleiri leiðtogar stjórnar hennar voru handteknir. Réttarhöldin yfir Suu Kyi, sem er 75 ára gömul, eru lokuð. Hún er ákærð fyrir að hafa flutt ólöglega inn talstöðvar fyrir lífverði sína, dreifa upplýsingum sem gætu valdið uppnámi á meðal almennings og að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í kosningabaráttunni í fyrra. Mannréttindavaktin segir að ákærurnar á hendur Suu Kyi séu „falsaðar“ og að þær eigi sér pólitískar rætur. Ætlun herforingjastjórnarinnar sé að ógilda sigur hennar í kosningunum í fyrra og koma í veg fyrir að hún geti boðið sig fram aftur. Nýlega lagði herforingjastjórnin fram enn alvarlegri ásakanir um að Suu Kyi hefði brotið lög um ríkisleyndarmál og þegið mútur. Yrði hún sakfelld í því máli gæti hún átt yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Réttar verður sérstaklega í því máli síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn heldur því fram að hann ætli að boða til nýrra kosninga á næstu tveimur árum. Löng saga er fyrir því að herforingjastjórn landsins lofi kosningum en standi ekki við þau loforð, að sögn AP-fréttastofunnar. Suu Kyi sat meðal anars í stofufangelsi í fimmtán ár eftir misheppnaða uppreisn gegn herforingjastjórninni árið 1988. Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar eru taldar hafa drepið fleiri en átta hundruð manns og handtekið nærri því fimm þúsund manns í tengslum við mótmæli í landinu eftir valdaránið í febrúar.
Mjanmar Tengdar fréttir Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37