Raðsvik ríkisstjórnarinnar! Vilhjálmur Birgisson skrifar 14. júní 2021 12:31 Nú liggur fyrir að Alþingi er komið í sumarfrí og ljóst að enn og aftur víla stjórnvöld ekki fyrir sér að svíkja verkalýðshreyfinguna gróflega. Svikin núna byggjast á því að við undirritun á lífskjarasamningnum 3. apríl 2019 lofaði ríkisstjórnin í yfirlýsingu að styðja við lífskjarasamninginn m.a. með því að stíga markviss skref til afnáms verðtryggingar. Ég tel mikilvægt að upplýsa hvernig stjórnvöld hika ekki við að svíkja skýr loforð en það kom í minn hlut sem fyrsti varaforseti ASÍ á þessum tíma að fá stjórnvöld til að styðja við lífskjarasamninginn hvað afnám verðtryggingar varðar. En rétt er að geta þess að þing ASÍ hefur samþykkt að verkalýðshreyfingin vinni að því með stjórnvöldum að afnema fjárskuldbindingar heimilanna, enda hefur verðtrygging leikið íslensk heimili skelfilega og nægir í því samhengi að rifja upp að verðtryggðar skuldir heimilanna stökkbreyttust á einni nóttu í bankahruninu um 400 milljarða. Afleiðingarnar þekkja allir en tugþúsundir fjölskyldna misstu heimili sín í kjölfarið. Á þessum forsendum hefur verkalýðshreyfingin viljað koma í veg fyrir að fortíðarvandi verði að framtíðarvanda með því að berjast fyrir afnámi verðtryggingar á fjárskuldbindingum heimilanna en allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið eins og t.d. sem Hagsmunasamtök hemilanna hafa framkvæmt sýna að uppundir 90% landsmanna vill að verðtrygging verði afnumin af skuldum heimilanna. Ég sem fyrsti varaforseti ASÍ vann með stjórnvöldum að yfirlýsingu til að styðja við lífskjarasamninginn sem laut að því að ríkisstjórnin lofaði að stíga markviss skref til afnáms verðtryggingar. Ég átti samtöl við fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra sem leiddu til þess að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í sex liðum. Þar var m.a. lofað að frá og með ársbyrjun 2020 yrði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Í þessari yfirlýsingu var því einnig lofað að fyrir lok árs 2020 myndi liggja fyrir ákvörðun um frekari takmarkanir við veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána að gefnum forsendum um stöðugleika og vaxtastig. Því var einnig lofað að leitað yrði leiða til að stemma stigu við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru og þjónustu og skammtímasamninga. Slíkar sjálfvirkar hækkanir kynda undir verðbólgu og hækka þar af leiðandi verðtryggðar skuldir með beinum hætti og óverðtryggðrar skuldir með óbeinum hætti. Samkvæmt könnun frá 2015 er um helmingur innlendra samninga og aðfanga tengdur við vísitölur. Mjög vel gekk að vinna með stjórnvöldum að þessari yfirlýsingu, enda voru þessi atriði inni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar enda hefur Framsóknarflokkurinn ítrekað lofað kjósendum sínum fyrir kosningar að verðtrygging á fjárskuldbindingum heimilanna verði afnumdar. En orðrétt kom fram í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar: „Ríkisstjórnin mun taka markviss skref á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum en samhliða þeim verður ráðist í mótvægisaðgerðir til að standa vörð um möguleika ungs fólks og tekjulágra til að eignast húsnæði. Sérstök áhersla verður lögð á að gæta efnahagslegs stöðugleika. Ríkisstjórnin vill enn fremur skapa hvata og stuðning til þess að heimili sem það kjósa geti breytt verðtryggðum lánum í óverðtryggð“ Eins og áður sagði þá hefur núna komið í ljós að enn og aftur svíkja stjórnvöld verkalýðshreyfinguna með því að standa ekki við yfirlýsingu um að styðja við lífskjarasamningin og ekki bara það heldur kemur Framsóknarflokkurinn enn og aftur fram með loforð fyrir kosningar sem þeir svíkja blygðunarlaust en í síðustu tveimur kosningum hefur flokkurinn verðið með afnám verðtryggingar sem eitt af sínum aðalkosningaloforðum. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem mynduðu ríkisstjórn 2013 lofuðu afnámi verðtryggingar enda vann Framsóknarflokkurinn stórsigur vegna þessa loforðs í þeim kosningum. Strax eftir kosningar 2013 var skipaður sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar sem hafði það hlutverk að koma með útfærðar tillögur um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum heimilanna. Hann skilaði ítarlegri skýrslu um að banna þyrfti strax lánveitingu á verðtryggðum 40 ára jafngreiðslulánum enda væru slík lán baneitraður kokteill eins og fram kom í kynningu frá sérfæðingahópnum. Þrátt fyrir þessa ítarlegu skýrslu um skaðsemi verðtryggðra jafngreiðslulána var þetta svikið og aftur núna þrátt fyrir yfirlýsingu samhliða undirritun á lífskjarasamningum og loforð um marksviss skref um afnám verðtryggingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Já, Framsóknarflokkurinn og ríkisstjórnin í heild sinni blikkar ekki auga þegar þau framkvæma raðsvik bæði gagnvart kjósendum sem og verkalýðshreyfingunni. Svo koma stjórnmálamenn sem tilheyra stjórnarsamstarfinu og segja að verkalýðshreyfingin sé óalandi og ekki traustsins verð og sýni ekki ábyrgð í sínu starfi. Ég held að stjórnvöld ættu að líta sér nær því þau hafa svikið loforð ekki einu sinni, ekki tvisvar sinnum heldur slag í slag. Ekki munu kjósendur þurfa að bíða lengi í viðbót þar til kosningaflaumur loforða fyrir komandi kosningar mun streyma yfir þá. Ég hef tamið mér það í mínum störfum sem formaður í stéttarfélagi að standa ætíð við það sem ég sem um við mína viðsemjendur, enda byggist samstarf milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda á trausti og að staðið sé við það sem samið er um. Hjá stjórnvöldum er það greinilega algert aukaatriði enda orðnir Íslandsmeistarar í að svíkja kjósendur og það sem samið er um við verkalýðshreyfinguna. Það er ömurlegt að sjá það óréttlæti sem verðtryggingin er og sem dæmi þá hafa verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað á síðustu 12 mánuðum um 64 milljarða og þessi lán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25 árin sem þau eru tekin eins og fram kom í skýrslu áðurnefnds sérfræðingahóps. Þetta lánafyrirkomulag sem verðtrygging er þekkist ekki í neinu siðmenntuðu landi, enda dettur ekki nokkurri þjóð að níðast svona á þegnum sínum eins og hefur líðst hefur hér allt frá árinu 1979. Nei, stjórnvöld hafa enn og aftur sýnt að þeim er alls ekki treystandi og allt samstarf við þau í aðdraganda kjarasamninga er í fullkomnu uppnámi en eins og ég hef áður sagt þá er eitt mesta hagsmunamál skuldsettra heimila að þau búi við sambærilegt vaxtaumhverfi og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En raðsvikararnir hafa enn og aftur sýnt það í verki að þeir slá skjaldborg um fjármálaelítuna á kostnað launafólks og skuldsettra heimila. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að Alþingi er komið í sumarfrí og ljóst að enn og aftur víla stjórnvöld ekki fyrir sér að svíkja verkalýðshreyfinguna gróflega. Svikin núna byggjast á því að við undirritun á lífskjarasamningnum 3. apríl 2019 lofaði ríkisstjórnin í yfirlýsingu að styðja við lífskjarasamninginn m.a. með því að stíga markviss skref til afnáms verðtryggingar. Ég tel mikilvægt að upplýsa hvernig stjórnvöld hika ekki við að svíkja skýr loforð en það kom í minn hlut sem fyrsti varaforseti ASÍ á þessum tíma að fá stjórnvöld til að styðja við lífskjarasamninginn hvað afnám verðtryggingar varðar. En rétt er að geta þess að þing ASÍ hefur samþykkt að verkalýðshreyfingin vinni að því með stjórnvöldum að afnema fjárskuldbindingar heimilanna, enda hefur verðtrygging leikið íslensk heimili skelfilega og nægir í því samhengi að rifja upp að verðtryggðar skuldir heimilanna stökkbreyttust á einni nóttu í bankahruninu um 400 milljarða. Afleiðingarnar þekkja allir en tugþúsundir fjölskyldna misstu heimili sín í kjölfarið. Á þessum forsendum hefur verkalýðshreyfingin viljað koma í veg fyrir að fortíðarvandi verði að framtíðarvanda með því að berjast fyrir afnámi verðtryggingar á fjárskuldbindingum heimilanna en allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið eins og t.d. sem Hagsmunasamtök hemilanna hafa framkvæmt sýna að uppundir 90% landsmanna vill að verðtrygging verði afnumin af skuldum heimilanna. Ég sem fyrsti varaforseti ASÍ vann með stjórnvöldum að yfirlýsingu til að styðja við lífskjarasamninginn sem laut að því að ríkisstjórnin lofaði að stíga markviss skref til afnáms verðtryggingar. Ég átti samtöl við fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra sem leiddu til þess að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í sex liðum. Þar var m.a. lofað að frá og með ársbyrjun 2020 yrði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Í þessari yfirlýsingu var því einnig lofað að fyrir lok árs 2020 myndi liggja fyrir ákvörðun um frekari takmarkanir við veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána að gefnum forsendum um stöðugleika og vaxtastig. Því var einnig lofað að leitað yrði leiða til að stemma stigu við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru og þjónustu og skammtímasamninga. Slíkar sjálfvirkar hækkanir kynda undir verðbólgu og hækka þar af leiðandi verðtryggðar skuldir með beinum hætti og óverðtryggðrar skuldir með óbeinum hætti. Samkvæmt könnun frá 2015 er um helmingur innlendra samninga og aðfanga tengdur við vísitölur. Mjög vel gekk að vinna með stjórnvöldum að þessari yfirlýsingu, enda voru þessi atriði inni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar enda hefur Framsóknarflokkurinn ítrekað lofað kjósendum sínum fyrir kosningar að verðtrygging á fjárskuldbindingum heimilanna verði afnumdar. En orðrétt kom fram í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar: „Ríkisstjórnin mun taka markviss skref á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum en samhliða þeim verður ráðist í mótvægisaðgerðir til að standa vörð um möguleika ungs fólks og tekjulágra til að eignast húsnæði. Sérstök áhersla verður lögð á að gæta efnahagslegs stöðugleika. Ríkisstjórnin vill enn fremur skapa hvata og stuðning til þess að heimili sem það kjósa geti breytt verðtryggðum lánum í óverðtryggð“ Eins og áður sagði þá hefur núna komið í ljós að enn og aftur svíkja stjórnvöld verkalýðshreyfinguna með því að standa ekki við yfirlýsingu um að styðja við lífskjarasamningin og ekki bara það heldur kemur Framsóknarflokkurinn enn og aftur fram með loforð fyrir kosningar sem þeir svíkja blygðunarlaust en í síðustu tveimur kosningum hefur flokkurinn verðið með afnám verðtryggingar sem eitt af sínum aðalkosningaloforðum. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem mynduðu ríkisstjórn 2013 lofuðu afnámi verðtryggingar enda vann Framsóknarflokkurinn stórsigur vegna þessa loforðs í þeim kosningum. Strax eftir kosningar 2013 var skipaður sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar sem hafði það hlutverk að koma með útfærðar tillögur um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum heimilanna. Hann skilaði ítarlegri skýrslu um að banna þyrfti strax lánveitingu á verðtryggðum 40 ára jafngreiðslulánum enda væru slík lán baneitraður kokteill eins og fram kom í kynningu frá sérfæðingahópnum. Þrátt fyrir þessa ítarlegu skýrslu um skaðsemi verðtryggðra jafngreiðslulána var þetta svikið og aftur núna þrátt fyrir yfirlýsingu samhliða undirritun á lífskjarasamningum og loforð um marksviss skref um afnám verðtryggingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Já, Framsóknarflokkurinn og ríkisstjórnin í heild sinni blikkar ekki auga þegar þau framkvæma raðsvik bæði gagnvart kjósendum sem og verkalýðshreyfingunni. Svo koma stjórnmálamenn sem tilheyra stjórnarsamstarfinu og segja að verkalýðshreyfingin sé óalandi og ekki traustsins verð og sýni ekki ábyrgð í sínu starfi. Ég held að stjórnvöld ættu að líta sér nær því þau hafa svikið loforð ekki einu sinni, ekki tvisvar sinnum heldur slag í slag. Ekki munu kjósendur þurfa að bíða lengi í viðbót þar til kosningaflaumur loforða fyrir komandi kosningar mun streyma yfir þá. Ég hef tamið mér það í mínum störfum sem formaður í stéttarfélagi að standa ætíð við það sem ég sem um við mína viðsemjendur, enda byggist samstarf milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda á trausti og að staðið sé við það sem samið er um. Hjá stjórnvöldum er það greinilega algert aukaatriði enda orðnir Íslandsmeistarar í að svíkja kjósendur og það sem samið er um við verkalýðshreyfinguna. Það er ömurlegt að sjá það óréttlæti sem verðtryggingin er og sem dæmi þá hafa verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað á síðustu 12 mánuðum um 64 milljarða og þessi lán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25 árin sem þau eru tekin eins og fram kom í skýrslu áðurnefnds sérfræðingahóps. Þetta lánafyrirkomulag sem verðtrygging er þekkist ekki í neinu siðmenntuðu landi, enda dettur ekki nokkurri þjóð að níðast svona á þegnum sínum eins og hefur líðst hefur hér allt frá árinu 1979. Nei, stjórnvöld hafa enn og aftur sýnt að þeim er alls ekki treystandi og allt samstarf við þau í aðdraganda kjarasamninga er í fullkomnu uppnámi en eins og ég hef áður sagt þá er eitt mesta hagsmunamál skuldsettra heimila að þau búi við sambærilegt vaxtaumhverfi og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En raðsvikararnir hafa enn og aftur sýnt það í verki að þeir slá skjaldborg um fjármálaelítuna á kostnað launafólks og skuldsettra heimila. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun