Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 13:40 Biden Bandaríkjaforseti (t.v.) ræðir við Norðmanninn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, í Brussel í dag. AP/Stephanie Lecocq Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar.
NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira