Lífið

Jákvæð líkamsímynd með Ernulandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni.
Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni.

Í kvöld verður streymt hér á Vísi frá námskeiði Ernu Kristínar um líkamsvirðingu. Viðburðurinn fer fram klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði en beina útsendingu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan eftir að fyrirlesturinn hefst.

Erna Kristín er þekkt fyrir fræðslu sína um líkamsvirðingu og sjálfsást. Hún er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. 

Uppfært 21:35

Útsendingunni frá fyrirlestrinum er lokið. Hægt er að horfa á upptökuna í spilaranum hér fyrir neðan. 

Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn sem haldinn er í samstarfi við Dove og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist.

Á fyrirlestrinum verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. 

„Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú,“ sagði Erna í síðustu viku í samtali við Vísi.

„Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.