Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason skrifar 15. júní 2021 07:00 Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun