Eriksen brosandi og þakklátur í nýrri kveðju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 08:01 Christian Eriksen leit vel út á myndinni sem hann lét fylgja með kveðjunni. Twitter/@DBUfodbold Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er enn á sjúkrahúsi að jafna sig eftir að hafa verið lífgaður við á fótboltavellinum á laugardaginn var. Hann vildi þakka öllum fyrir stuðninginn og sendi frá sér mynd og kveðju á samfélagsmiðlum. Christian Eriksen er þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og sendi öllum kveðju í gegnum Twitter síðu danska knattspyrnusambandsins. Þar sést Eriksen brosandi og með þumalinn upp sem er hughreystandi fyrir alla þá sem höfðu áhyggjur af honum. A message from @ChrisEriksen8. pic.twitter.com/WDTHjqE94w— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) June 15, 2021 „Hæ allir. Ég vill þakka fyrir ánægjulegar og yndislegar kveðjur alls staðar að úr heiminun. Þær skipta miklu máli fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er góður miðað við aðstæður. Ég þarf að fara í gegnum frekari rannsóknir á sjúkrahúsinu en mér líður ágætlega. Núna mun ég hvetja strákana í danska landsliðinu í næstu leikjum. Spilið fyrir alla Danmörku. Bestu kveðjur Christian,“ segir í kveðjunni sem sjá má hér fyrir ofan. Eriksen hafði áður sent liðsfélögum sínum myndband með kveðju. Pierre-Emile Hojbjerg, leikmaður danska landsliðsins, sagði frá myndbandinu þegar hann hitti blaðamenn. Eriksen tók upp kveðju þar sem hann hvatti liðsfélaga sína áfram og sagði þeim að einbeita sér að næsta leik á EM sem er á móti Belgum á fimmtudaginn. "I do not have the words for it, but it was fantastic." Pierre-Emile Hojbjerg reveals the #DEN team have FaceTimed Christian Eriksen following his cardiac arrest pic.twitter.com/cOll78vTrm— Football Daily (@footballdaily) June 14, 2021 Eriksen sagðist ekki muna mikið eftir því sem gerðist en hafði þeim mun meiri áhyggjur af því hvernig það var fyrir leikmenn danska landsliðsins að horfa upp á svona óhugnanlegan atburð. UEFA pressaði danska liðið aftur á völlinn seinna um daginn þar sem Danir töpuðu 1-0 á móti Finnum. Martin Schoots, umboðsmaður Eriksen, segir að leikmaðurinn sé að gangast undir ítarlegar rannsóknir. Hojbjerg couldn t join the wall. Every player backed the paramedics cos they couldn t watch them perform CPR except Captain Kjaer and Schmeichel. One of the scariest sights in football. Prayers up for Christian Eriksen. pic.twitter.com/T1UJ9TvwZD— E (@iamOkon) June 12, 2021 „Við viljum öll átta okkur á því hvað gerðist fyrir hann og hann sjálfur auðvitað líka. Læknarnir eru að skoða hann mjög nákvæmlega og það tekur tíma,“ sagði Martin Schoots við Gazzetta dello Sport. Schoots segir að fjöldi kveðja og skilaboða alls staðar að úr heiminum hafi hjálpað Eriksen. „Hann var ánægður að vita af allri þessari ást í kringum hann. Hann fékk skilaboð alls staðar að úr heiminum. Hálfur heimurinn hefur haft samband og allir eru áhyggjufullir. Núna þarf hann bara að hvíla sig. Konan hans og foreldrar hans eru með honum. Hann vill samt hvetja liðsfélaga sína áfram í Belgíuleiknum,“ sagði Schoots. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Christian Eriksen er þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og sendi öllum kveðju í gegnum Twitter síðu danska knattspyrnusambandsins. Þar sést Eriksen brosandi og með þumalinn upp sem er hughreystandi fyrir alla þá sem höfðu áhyggjur af honum. A message from @ChrisEriksen8. pic.twitter.com/WDTHjqE94w— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) June 15, 2021 „Hæ allir. Ég vill þakka fyrir ánægjulegar og yndislegar kveðjur alls staðar að úr heiminun. Þær skipta miklu máli fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er góður miðað við aðstæður. Ég þarf að fara í gegnum frekari rannsóknir á sjúkrahúsinu en mér líður ágætlega. Núna mun ég hvetja strákana í danska landsliðinu í næstu leikjum. Spilið fyrir alla Danmörku. Bestu kveðjur Christian,“ segir í kveðjunni sem sjá má hér fyrir ofan. Eriksen hafði áður sent liðsfélögum sínum myndband með kveðju. Pierre-Emile Hojbjerg, leikmaður danska landsliðsins, sagði frá myndbandinu þegar hann hitti blaðamenn. Eriksen tók upp kveðju þar sem hann hvatti liðsfélaga sína áfram og sagði þeim að einbeita sér að næsta leik á EM sem er á móti Belgum á fimmtudaginn. "I do not have the words for it, but it was fantastic." Pierre-Emile Hojbjerg reveals the #DEN team have FaceTimed Christian Eriksen following his cardiac arrest pic.twitter.com/cOll78vTrm— Football Daily (@footballdaily) June 14, 2021 Eriksen sagðist ekki muna mikið eftir því sem gerðist en hafði þeim mun meiri áhyggjur af því hvernig það var fyrir leikmenn danska landsliðsins að horfa upp á svona óhugnanlegan atburð. UEFA pressaði danska liðið aftur á völlinn seinna um daginn þar sem Danir töpuðu 1-0 á móti Finnum. Martin Schoots, umboðsmaður Eriksen, segir að leikmaðurinn sé að gangast undir ítarlegar rannsóknir. Hojbjerg couldn t join the wall. Every player backed the paramedics cos they couldn t watch them perform CPR except Captain Kjaer and Schmeichel. One of the scariest sights in football. Prayers up for Christian Eriksen. pic.twitter.com/T1UJ9TvwZD— E (@iamOkon) June 12, 2021 „Við viljum öll átta okkur á því hvað gerðist fyrir hann og hann sjálfur auðvitað líka. Læknarnir eru að skoða hann mjög nákvæmlega og það tekur tíma,“ sagði Martin Schoots við Gazzetta dello Sport. Schoots segir að fjöldi kveðja og skilaboða alls staðar að úr heiminum hafi hjálpað Eriksen. „Hann var ánægður að vita af allri þessari ást í kringum hann. Hann fékk skilaboð alls staðar að úr heiminum. Hálfur heimurinn hefur haft samband og allir eru áhyggjufullir. Núna þarf hann bara að hvíla sig. Konan hans og foreldrar hans eru með honum. Hann vill samt hvetja liðsfélaga sína áfram í Belgíuleiknum,“ sagði Schoots.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira