Ástarflækjur Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. júní 2021 08:01 Í þessari viku eru 19 ár síðan ég og konan mín kynntust og 12 ár síðan við giftum okkur. Ég var heppinn, ekki bara af því að þar fann ég minn sálufélaga, heldur af því að hún var rétt eins og ég Íslendingur. Ef ég hefði hins vegar gert þau „mistök,“ í augum hins opinbera, að verða ástfanginn af konu sem væri ekki Evrópubúi, þá hefðu ég og hún þurft endalaust að berjast fyrir ást okkar. Það er nefnilega þannig í dag að ástin tekur ekki tillit til landamæra og landamærin taka ekki tillit til ástarinnar. Nú þegar vegalengdirnar hafa styst þegar kemur að ferðalögum og eru horfnar þegar kemur að samskiptum á netinu, þá er það sífellt algengara að fólk frá ólíkum löndum verði ástfangið, giftist og eignist saman börn. En við sem erum gift öðrum Íslending gerum okkur ekki grein fyrir því hversu flókið það er að fá slíka ást viðurkennda af íslenskum yfirvöldum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið er af þjóðernis- og forræðishyggju í þeim hindrunum sem fólk þarf að yfirstíga. Flækjur á flækjur ofan Fyrsta flækjustigið er að fá vegabréfsáritun fyrir viðkomandi til Íslands. Flókið regluverk fyrir aðila utan Schengen og takmarkaður fjöldi sendiráða Íslands utan Evrópu gerir það oft erfitt að yfirstíga þetta fyrsta skref í að kynna viðkomandi fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Ef ástin svo blómstrar og þú vilt fá viðkomandi til Íslands í lengri tíma en vegabréfsáritun gildir, þá flækist málið. Dvalarleyfi til sambúðarmaka krefst þess nefnilega að þið hafið búið saman í sambúð í eitt ár, áður en dvalarleyfið er veitt. Með öðrum orðum, ef þú gerir þau „mistök“ að elska „ranga“ manneskju þá þarft þú fyrst að flytja þangað sem viðkomandi býr og vera í sambúð þar í heilt ár. Gerðu líka ráð fyrir því að Útlendingastofnun muni véfengja þau skjöl sem þú kemur með til að staðfesta þetta ár erlendis og að þið séuð beðin um að afhenda þeim myndir sem sýna að þið hafið eitt öllum tímanum saman. Reglulega þarftu svo að endurnýja þetta dvalarleyfi, sína fram á að ýmsum skilyrðum sé enn uppfyllt, meðal annars að þú hafir ekki ferðast of mikið erlendis á tímabilinu og svo er auðvitað alveg bannað að ferðast í þá þrjá mánuði sem endurnýjun dvalarleyfis tekur að fara í gegnum kerfið, því þá getur þú fyrirgert réttinum til að endurnýja dvalarleyfið, algjörlega óháð því hvort brýn nauðsyn var fyrir ferð þinni erlendis eða ekki. Veigra sér við ferlið Litlu virðist skipta hvort þið ákveðið að gifta ykkur, flækjustigið fyrir dvalarleyfi er alveg jafn flókið og biðtíminn eftir afgreiðslu er álíka langur. En eftir að þið giftuð ykkur, þá opnast samt eftir 4 ár fyrir næsta skrefið í því að tryggja að ástin þín fái öll þau sömu réttindi og þú. Ef þið hafið haldið út að vera gift, þrátt fyrir allar þessar hindranir, í fjögur ár, þá má nefnilega sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir makann þinn. Maður hefði haldið að þá væru nú verðlaun í boði fyrir þá sem hafa haldið út að búa á þessu skeri í fjögur ár, en nei, þá hefst 18 mánaða tímabil þar sem „umsóknin þín er tekin fyrir.“ Reyndar færðu sjaldnast svör við umsókninni fyrr en eftir 17 mánuði og þá er líklegt að þér sé bent á að það vanti eitthvað fylgiskjal, sem bætt var við sem nýrri kröfu um fylgiskjöl síðan þú sendir inn þína umsókn. Mjög flóknar og oft íþyngjandi kröfur eru gerðar fyrir þá sem sækja um ríkisborgararétt og veit ég til þess að margir útlendingar veigra sér við að fara í þetta ferli sökum þess hversu óvingjarnlegt það er. Opnum fyrir ástina Hægt er að geta sér til að þessar kröfur og þetta ferli sé gert erfitt og ómanneskjulegt til þess að hindra það að ekki sé um „plat-hjónabönd“ að ræða, hjónabönd sem einfaldlega er stofnað til svo að hinn aðilinn fái aðsetur á Íslandi. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að refsa öllum þeim sem verða ástfangin af útlendingum fyrir þau örfáu tilvik á ári sem kannski kæmu upp af plat-hjónaböndum. Það er kominn tími til að við afnemum þessi þjóðernis- og fordæmishyggjulegu vinnubrögð og gefum fólki á að vera ástfangið óháð landamærum. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku eru 19 ár síðan ég og konan mín kynntust og 12 ár síðan við giftum okkur. Ég var heppinn, ekki bara af því að þar fann ég minn sálufélaga, heldur af því að hún var rétt eins og ég Íslendingur. Ef ég hefði hins vegar gert þau „mistök,“ í augum hins opinbera, að verða ástfanginn af konu sem væri ekki Evrópubúi, þá hefðu ég og hún þurft endalaust að berjast fyrir ást okkar. Það er nefnilega þannig í dag að ástin tekur ekki tillit til landamæra og landamærin taka ekki tillit til ástarinnar. Nú þegar vegalengdirnar hafa styst þegar kemur að ferðalögum og eru horfnar þegar kemur að samskiptum á netinu, þá er það sífellt algengara að fólk frá ólíkum löndum verði ástfangið, giftist og eignist saman börn. En við sem erum gift öðrum Íslending gerum okkur ekki grein fyrir því hversu flókið það er að fá slíka ást viðurkennda af íslenskum yfirvöldum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið er af þjóðernis- og forræðishyggju í þeim hindrunum sem fólk þarf að yfirstíga. Flækjur á flækjur ofan Fyrsta flækjustigið er að fá vegabréfsáritun fyrir viðkomandi til Íslands. Flókið regluverk fyrir aðila utan Schengen og takmarkaður fjöldi sendiráða Íslands utan Evrópu gerir það oft erfitt að yfirstíga þetta fyrsta skref í að kynna viðkomandi fyrir fjölskyldunni á Íslandi. Ef ástin svo blómstrar og þú vilt fá viðkomandi til Íslands í lengri tíma en vegabréfsáritun gildir, þá flækist málið. Dvalarleyfi til sambúðarmaka krefst þess nefnilega að þið hafið búið saman í sambúð í eitt ár, áður en dvalarleyfið er veitt. Með öðrum orðum, ef þú gerir þau „mistök“ að elska „ranga“ manneskju þá þarft þú fyrst að flytja þangað sem viðkomandi býr og vera í sambúð þar í heilt ár. Gerðu líka ráð fyrir því að Útlendingastofnun muni véfengja þau skjöl sem þú kemur með til að staðfesta þetta ár erlendis og að þið séuð beðin um að afhenda þeim myndir sem sýna að þið hafið eitt öllum tímanum saman. Reglulega þarftu svo að endurnýja þetta dvalarleyfi, sína fram á að ýmsum skilyrðum sé enn uppfyllt, meðal annars að þú hafir ekki ferðast of mikið erlendis á tímabilinu og svo er auðvitað alveg bannað að ferðast í þá þrjá mánuði sem endurnýjun dvalarleyfis tekur að fara í gegnum kerfið, því þá getur þú fyrirgert réttinum til að endurnýja dvalarleyfið, algjörlega óháð því hvort brýn nauðsyn var fyrir ferð þinni erlendis eða ekki. Veigra sér við ferlið Litlu virðist skipta hvort þið ákveðið að gifta ykkur, flækjustigið fyrir dvalarleyfi er alveg jafn flókið og biðtíminn eftir afgreiðslu er álíka langur. En eftir að þið giftuð ykkur, þá opnast samt eftir 4 ár fyrir næsta skrefið í því að tryggja að ástin þín fái öll þau sömu réttindi og þú. Ef þið hafið haldið út að vera gift, þrátt fyrir allar þessar hindranir, í fjögur ár, þá má nefnilega sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir makann þinn. Maður hefði haldið að þá væru nú verðlaun í boði fyrir þá sem hafa haldið út að búa á þessu skeri í fjögur ár, en nei, þá hefst 18 mánaða tímabil þar sem „umsóknin þín er tekin fyrir.“ Reyndar færðu sjaldnast svör við umsókninni fyrr en eftir 17 mánuði og þá er líklegt að þér sé bent á að það vanti eitthvað fylgiskjal, sem bætt var við sem nýrri kröfu um fylgiskjöl síðan þú sendir inn þína umsókn. Mjög flóknar og oft íþyngjandi kröfur eru gerðar fyrir þá sem sækja um ríkisborgararétt og veit ég til þess að margir útlendingar veigra sér við að fara í þetta ferli sökum þess hversu óvingjarnlegt það er. Opnum fyrir ástina Hægt er að geta sér til að þessar kröfur og þetta ferli sé gert erfitt og ómanneskjulegt til þess að hindra það að ekki sé um „plat-hjónabönd“ að ræða, hjónabönd sem einfaldlega er stofnað til svo að hinn aðilinn fái aðsetur á Íslandi. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að refsa öllum þeim sem verða ástfangin af útlendingum fyrir þau örfáu tilvik á ári sem kannski kæmu upp af plat-hjónaböndum. Það er kominn tími til að við afnemum þessi þjóðernis- og fordæmishyggjulegu vinnubrögð og gefum fólki á að vera ástfangið óháð landamærum. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun