„Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2021 09:00 McConnell hefur ekki reynst samkvæmur sjálfum sér hvað varðar skipan hæstaréttardómara. epa/Jim Lo Scalzo Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. McConnell sagði í útvarpsviðtali í gær að reyndar myndu hvorki repúblikanar né demókratar leyfa forseta úr hinum flokknum að skipa hæstaréttardómara í aðdraganda forsetakosninga. Þess ber að geta að McConnell kom í vegn fyrir að Barack Obama skipaði Merrick Garland, núverandi dómsmálaráðherra, í hæstarétt í stað Antonin Scalia árið 2016. Hann hafði áður lýst því yfir að forseti ætti ekki að skipa hæstaréttadómara skömmu fyrir kosningar en reyndist ekki sjálfum sér samkvæmur þegar hann studdi Donald Trump í að fylla sæti Ruth Bader Ginsburg tvemur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Spurður að því hvað myndi gerast ef sæti losnaði árið 2023, að því gefnu að repúblikanar hefðu aftur náð meirihluta, sagði McConnell það þurfa að koma í ljós. Nú er svo komið að íhaldssamir dómarar við dómstólinn eru sex en frjálslyndir þrír. Sú staðreynd kann að hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarísk samfélag, þar sem dómstóllinn mun á næstunni taka fyrir umdeild mál er varða meðgöngurof og takmarkanir á skotvopnaeign. Stephen Breyer er 82 ára. Í útvarpsviðtalinu sagði McConnell að það afrek hans að halda sæti Scalia tómu fram yfir kosningar, þannig að það féll í hlut Trump að fylla það, væri það mikilvægasta sem hann hefði gert sem leiðtogi meirihlutans. Viðbrögð við ummælum McConnell hafa ekki látið á sér standa og nú eykst þrýstingurinn á hæstaréttardómarann Stephen Breyer að láta af störfum á meðan demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni. Margir á vinstrivængnum eru enn sárir Ginsburg fyrir að hafa ekki hætt á meðan Obama var forseti en þannig hefði mátt tryggja frjálslyndari arftaka en þann sem Trump skipaði. Bandaríkin Mannréttindi Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
McConnell sagði í útvarpsviðtali í gær að reyndar myndu hvorki repúblikanar né demókratar leyfa forseta úr hinum flokknum að skipa hæstaréttardómara í aðdraganda forsetakosninga. Þess ber að geta að McConnell kom í vegn fyrir að Barack Obama skipaði Merrick Garland, núverandi dómsmálaráðherra, í hæstarétt í stað Antonin Scalia árið 2016. Hann hafði áður lýst því yfir að forseti ætti ekki að skipa hæstaréttadómara skömmu fyrir kosningar en reyndist ekki sjálfum sér samkvæmur þegar hann studdi Donald Trump í að fylla sæti Ruth Bader Ginsburg tvemur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Spurður að því hvað myndi gerast ef sæti losnaði árið 2023, að því gefnu að repúblikanar hefðu aftur náð meirihluta, sagði McConnell það þurfa að koma í ljós. Nú er svo komið að íhaldssamir dómarar við dómstólinn eru sex en frjálslyndir þrír. Sú staðreynd kann að hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarísk samfélag, þar sem dómstóllinn mun á næstunni taka fyrir umdeild mál er varða meðgöngurof og takmarkanir á skotvopnaeign. Stephen Breyer er 82 ára. Í útvarpsviðtalinu sagði McConnell að það afrek hans að halda sæti Scalia tómu fram yfir kosningar, þannig að það féll í hlut Trump að fylla það, væri það mikilvægasta sem hann hefði gert sem leiðtogi meirihlutans. Viðbrögð við ummælum McConnell hafa ekki látið á sér standa og nú eykst þrýstingurinn á hæstaréttardómarann Stephen Breyer að láta af störfum á meðan demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni. Margir á vinstrivængnum eru enn sárir Ginsburg fyrir að hafa ekki hætt á meðan Obama var forseti en þannig hefði mátt tryggja frjálslyndari arftaka en þann sem Trump skipaði.
Bandaríkin Mannréttindi Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira