Ronaldo fjarlægði kókið og hvatti fólk til að drekka vatn Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 13:00 Cristiano Ronaldo á blaðamannafundinum í Búdapest í gær, aðeins með vatnsflösku fyrir framan sig. Getty Cristiano Ronaldo var ekki hrifinn af því að sjá tvær kókflöskur á borðinu fyrir framan sig þegar hann settist niður til að svara spurningum á blaðamannafundi Portúgals á EM í gær. Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu hefja keppni á EM í dag með leik við Íslandsbanana í ungverska landsliðinu, í dauðariðlinum svokallaða. Þar mætast svo Frakkland og Þýskaland í stórleik í kvöld. Ronaldo var mættur ásamt þjálfaranum Fernando Santos á blaðamannafund í gær enda skyldar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, þátttökuþjóðirnar á EM til að senda þjálfara og fulltrúa leikmanna á slíka fundi degi fyrir hvern leik. Á þessum fundum má sjá auglýsingar frá bakhjörlum Evrópumótsins og meðal annars flöskur af Coca Cola. Þegar Ronaldo hafði fengið sér sæti var hann fljótur til að taka kókflöskurnar og reyna að koma þeim úr mynd. Hann tók svo upp vatnsflösku og hvatti fólk til að neyta frekar vatns, eins og sjá má: Klippa: Ronaldo fjarlægði gosið Ronaldo, sem er orðinn 36 ára gamall og hefur fimm sinnum hreppt Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims, fylgir sjálfur ströngu mataræði og hefur áður sagst helst aðeins drekka vatn. Hann leyfi sér þó stöku sinnum að fá sér safa með morgunmatnum eða vín með kvöldmatnum. Það var létt yfir Ronaldo á blaðamannafundi í gær fyrir fyrsta leik á EM sem er við Ungverja í dag kl. 16.Getty/Alex Livesey Portúgalinn hefur áður lýst vanþóknun sinni á gosdrykkjum og ruslfæði. „Ég er strangur við son minn,“ sagði Ronaldo við fjölmiðla á verðlaunaafhendingu í vetur. „Stundum drekkur hann Coca Cola og Fanta og borðar flögur, og hann veit að ég kann illa við það.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Gosdrykkir Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu hefja keppni á EM í dag með leik við Íslandsbanana í ungverska landsliðinu, í dauðariðlinum svokallaða. Þar mætast svo Frakkland og Þýskaland í stórleik í kvöld. Ronaldo var mættur ásamt þjálfaranum Fernando Santos á blaðamannafund í gær enda skyldar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, þátttökuþjóðirnar á EM til að senda þjálfara og fulltrúa leikmanna á slíka fundi degi fyrir hvern leik. Á þessum fundum má sjá auglýsingar frá bakhjörlum Evrópumótsins og meðal annars flöskur af Coca Cola. Þegar Ronaldo hafði fengið sér sæti var hann fljótur til að taka kókflöskurnar og reyna að koma þeim úr mynd. Hann tók svo upp vatnsflösku og hvatti fólk til að neyta frekar vatns, eins og sjá má: Klippa: Ronaldo fjarlægði gosið Ronaldo, sem er orðinn 36 ára gamall og hefur fimm sinnum hreppt Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims, fylgir sjálfur ströngu mataræði og hefur áður sagst helst aðeins drekka vatn. Hann leyfi sér þó stöku sinnum að fá sér safa með morgunmatnum eða vín með kvöldmatnum. Það var létt yfir Ronaldo á blaðamannafundi í gær fyrir fyrsta leik á EM sem er við Ungverja í dag kl. 16.Getty/Alex Livesey Portúgalinn hefur áður lýst vanþóknun sinni á gosdrykkjum og ruslfæði. „Ég er strangur við son minn,“ sagði Ronaldo við fjölmiðla á verðlaunaafhendingu í vetur. „Stundum drekkur hann Coca Cola og Fanta og borðar flögur, og hann veit að ég kann illa við það.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Gosdrykkir Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira