Sektað um milljón evra fyrir að njósna um starfsfólk Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2021 09:35 Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Getty Dómstóll í Frakklandi hefur gert IKEA þar í landi að greiða eina milljón evra í sekt, um 150 milljónir króna, fyrir að hafa njósnað um starfsfólk á um tuttugu ára tímabili. Fyrrverandi forstjóri IKEA í Frakklandi, Jean-Louis Baillot, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu 50 þúsund evra í miskabætur. Í dómi kemur meðal annars fram að forsvarsmenn IKEA í Frakklandi hafi ráðið einkaspæjara og lögreglumenn til að safna saman persónulegum upplýsingum um starfsfólk fyrirtækisins. Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Eftir að upp komst um málið voru fjórir framkvæmdastjórar reknir frá fyrirtækinu og ráðist í gerð nýrra siðareglna fyrir fyrirtækið. Sigldu undir fölsku flaggi Réttarhöld hófust í málinu í mars, en alls voru fimmtán manns á sakabekk í morgun, þeirra á meðal æðstu stjórnendur IKEA í Frakklandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar einstakra verslana. Þar að auki var réttað yfir fjórum lögreglumönnum fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum til stjórnenda IKEA. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur IKEA hafi meðal annars fylgst með bankareikningum starfsfólks og notast við starfsmenn sem sigldu undir fölsku flaggi til að safna upplýsingum um aðra starfsmenn. Frakkland IKEA Tengdar fréttir Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri IKEA í Frakklandi, Jean-Louis Baillot, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu 50 þúsund evra í miskabætur. Í dómi kemur meðal annars fram að forsvarsmenn IKEA í Frakklandi hafi ráðið einkaspæjara og lögreglumenn til að safna saman persónulegum upplýsingum um starfsfólk fyrirtækisins. Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Eftir að upp komst um málið voru fjórir framkvæmdastjórar reknir frá fyrirtækinu og ráðist í gerð nýrra siðareglna fyrir fyrirtækið. Sigldu undir fölsku flaggi Réttarhöld hófust í málinu í mars, en alls voru fimmtán manns á sakabekk í morgun, þeirra á meðal æðstu stjórnendur IKEA í Frakklandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar einstakra verslana. Þar að auki var réttað yfir fjórum lögreglumönnum fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum til stjórnenda IKEA. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur IKEA hafi meðal annars fylgst með bankareikningum starfsfólks og notast við starfsmenn sem sigldu undir fölsku flaggi til að safna upplýsingum um aðra starfsmenn.
Frakkland IKEA Tengdar fréttir Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16