Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 2-0 | Tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu sigurinn Árni Konráð Árnason skrifar 15. júní 2021 18:55 Berglind Björg fagnar marki sínu í dag. Karólína Lea sem sést hér fagna með henni skoraði síðara mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið mætti því írska á Laugardalsvelli í annað sinn á fjórum dögum. Íslenska liðið hélt hreinu og lauk leiknum 2-0 Íslandi í vil þar sem þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerðu mörk Íslenska liðsins. Það er rosaleg breidd í leikmannahóp Íslands þar sem að Þorsteinn gerði fimm breytingar á liði sínu í dag frá fyrri leik liðanna. Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Elín Metta Jensen og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrjuðu á bekknum í dag. Reynsluboltarnir Hallbera Guðný Gísladóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir ásamt þeim Sveindísi Jane Jónsdóttir, Hafrúnu Rakel Halldórsdóttir og Cecilíu Rán Rúnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið. Þær áttu allar mjög góðan leik í dag og það er víst að Þorsteinn á erfitt verkefni fyrir höndum sér að velja sitt byrjunarlið. Leikurinn byrjaði rólega og var lítið um færi í fyrri hálfleik. Á 14. mínútu leiksins átti Sveindís langt innkast inn í teig Íra þar sem að minnstu mátti muna að boltinn hefði endað í netinu. Á 36. Mínútu slapp Berglind Björg ein inn fyrir vörn Íra og átti skot sem að Courtney Brosnan, markvörður Írlands, varði. Það var síðan á 39. mínútu sem að Megan Connolly átti skot langt fyrir utan teig, hún smellhitti boltann en Cecilía Rán gerði vel í markinu og náði að verja fast og hnitmiðað skot í horn. Stelpurnar okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og voru í stöðugri sókn. Sveindís Jane klúðraði dauðafæri á 48. mínútu síðari hálfleiks þegar að Berglind Björg gaf boltann fyrir markið. Sveindís, sem að var stödd á markteig hefði hæglega getað potað þessum inn en Courtney Brosnan mætti og lokaði markinu vel. Íslenska liðið hélt áfram að sækja og það skilaði marki á 54. mínútu leiksins þegar að Berglind Björg setti boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá fyrrum liðsfélaga sínum hjá Breiðabliki, Andreu Rán. Berglind var nálægt því að bæta við öðru marki á 78. mínútu leiksins þegar að fyrirgjöf frá Karólínu kom beint fyrir framan markið. Það munaði hársbreidd á því að Berglind hafi náð að pota boltanum inn. Það var síðan Karólína Lea sem að kom Íslandi í 2-0 þegar að hún fékk boltann hægra megin á vellinum þar sem að hún átti fast og hnitmiðað skot með hægri, beint í fjærhornið. Einstaklega vel gert hjá þessum efnilega leikmanni. Fleiri voru mörkin ekki og endaði leikurinn með 2-0 sigri Íslands. Ísland vann góðan 2-0 sigur í dag.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Ísland? Íslenska liðið spilaði einstaklega vel og gaf fá færi á sér. Þær spiluðu boltanum afar vel sín á milli en áttu í erfiðleikum með að komast í góð færi í fyrri hálfleik. Það var allt annað að sjá þær í þeim síðari og virðist Þorsteinn hafa leiðbeint leikmönnum vel í hálfleikshléinu. Innköstin frá Sveindísi er afar hættulegt vopn sem að við munum geta nýtt í undankeppninni. Hverjar stóðu upp úr? Sveindís Jane minnti vel á sig í leiknum. Hún var með flotta takta í leiknum og mikla vinnusemi. Innköstin frá henni eru alltaf hættuleg sem og hún getur keyrt á varnarmenn óhrædd enda miklir hæfileikar hjá þessum unga leikmanni. Sveindís Jane í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Heilt yfir var liðið í heild sinni vel spilandi og óhræddar við að sækja fram. Hvað gekk illa? Íslandi gekk ekkert sérstaklega vel að skapa færi í fyrri hálfleik, það vantaði eitthvað. Þorsteinn var þó fljótur að sjá það og fór greinilega vel yfir málin með liðinu í hálfleik. Hvað gerist næst? Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli 20. September næstkomandi í undankeppni HM. Vantaði flæði í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét „Ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur ekkert sérstakur,“ sagði Þorsteinn, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Liðinu gekk illa að skapa almennileg færi í fyrri hálfleik en Þorsteinn segist hafa farið yfir hvaða villur liðið var að gera í leikhléinu og skilaði það tveimur mörkum í seinni hálfleik. Búinn að fá öll svör fyrir haustleikina? „Það kemur í ljós, ég ætla að vona það, að ég geti stillt upp góðu liði í haust. Við eigum frábæran leik í september á móti Hollandi og það er það sem þetta snýst um í dag og vonandi verðum við bara komnir inn á eitthvað lið sem að mun vinna Holland“ sagði Þorsteinn. Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli þann 20. september. Fannst við betri í fyrri leiknum Dagný Brynjarsdóttir sést hér hæst allra að fagna öðru af mörkum Íslands.Vísir/Hulda Margrét Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, fannst þær vera betri í fyrri leik liðanna. „Mér fannst við betri í fyrri leiknum. Við vorum undan í alla bolta og náðum að halda boltanum. Í dag fannst mér við aðeins þyngri. Í fyrri hálfleik fannst mér pressan aðeins klikka. Vorum að gera smá villur í pressunni en fórum aðeins yfir það í hálfleik, þannig að það gekk aðeins betur í seinni hálfleik. Írarnir virtust frískari. Það er samt ekki allt það sem að telur, við skoruðum 2 mörk og það er það sem að telur.“ „í fyrri leiknum náðum við að skapa meira en við náðum að halda betur í boltann seinast og það var aðeins betra flæði. Írarnir voru eiginlega bara betri í dag, en mörkin telja samt,“ sagði Dagný. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi
Íslenska kvennalandsliðið mætti því írska á Laugardalsvelli í annað sinn á fjórum dögum. Íslenska liðið hélt hreinu og lauk leiknum 2-0 Íslandi í vil þar sem þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerðu mörk Íslenska liðsins. Það er rosaleg breidd í leikmannahóp Íslands þar sem að Þorsteinn gerði fimm breytingar á liði sínu í dag frá fyrri leik liðanna. Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Elín Metta Jensen og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrjuðu á bekknum í dag. Reynsluboltarnir Hallbera Guðný Gísladóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir ásamt þeim Sveindísi Jane Jónsdóttir, Hafrúnu Rakel Halldórsdóttir og Cecilíu Rán Rúnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið. Þær áttu allar mjög góðan leik í dag og það er víst að Þorsteinn á erfitt verkefni fyrir höndum sér að velja sitt byrjunarlið. Leikurinn byrjaði rólega og var lítið um færi í fyrri hálfleik. Á 14. mínútu leiksins átti Sveindís langt innkast inn í teig Íra þar sem að minnstu mátti muna að boltinn hefði endað í netinu. Á 36. Mínútu slapp Berglind Björg ein inn fyrir vörn Íra og átti skot sem að Courtney Brosnan, markvörður Írlands, varði. Það var síðan á 39. mínútu sem að Megan Connolly átti skot langt fyrir utan teig, hún smellhitti boltann en Cecilía Rán gerði vel í markinu og náði að verja fast og hnitmiðað skot í horn. Stelpurnar okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og voru í stöðugri sókn. Sveindís Jane klúðraði dauðafæri á 48. mínútu síðari hálfleiks þegar að Berglind Björg gaf boltann fyrir markið. Sveindís, sem að var stödd á markteig hefði hæglega getað potað þessum inn en Courtney Brosnan mætti og lokaði markinu vel. Íslenska liðið hélt áfram að sækja og það skilaði marki á 54. mínútu leiksins þegar að Berglind Björg setti boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá fyrrum liðsfélaga sínum hjá Breiðabliki, Andreu Rán. Berglind var nálægt því að bæta við öðru marki á 78. mínútu leiksins þegar að fyrirgjöf frá Karólínu kom beint fyrir framan markið. Það munaði hársbreidd á því að Berglind hafi náð að pota boltanum inn. Það var síðan Karólína Lea sem að kom Íslandi í 2-0 þegar að hún fékk boltann hægra megin á vellinum þar sem að hún átti fast og hnitmiðað skot með hægri, beint í fjærhornið. Einstaklega vel gert hjá þessum efnilega leikmanni. Fleiri voru mörkin ekki og endaði leikurinn með 2-0 sigri Íslands. Ísland vann góðan 2-0 sigur í dag.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Ísland? Íslenska liðið spilaði einstaklega vel og gaf fá færi á sér. Þær spiluðu boltanum afar vel sín á milli en áttu í erfiðleikum með að komast í góð færi í fyrri hálfleik. Það var allt annað að sjá þær í þeim síðari og virðist Þorsteinn hafa leiðbeint leikmönnum vel í hálfleikshléinu. Innköstin frá Sveindísi er afar hættulegt vopn sem að við munum geta nýtt í undankeppninni. Hverjar stóðu upp úr? Sveindís Jane minnti vel á sig í leiknum. Hún var með flotta takta í leiknum og mikla vinnusemi. Innköstin frá henni eru alltaf hættuleg sem og hún getur keyrt á varnarmenn óhrædd enda miklir hæfileikar hjá þessum unga leikmanni. Sveindís Jane í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Heilt yfir var liðið í heild sinni vel spilandi og óhræddar við að sækja fram. Hvað gekk illa? Íslandi gekk ekkert sérstaklega vel að skapa færi í fyrri hálfleik, það vantaði eitthvað. Þorsteinn var þó fljótur að sjá það og fór greinilega vel yfir málin með liðinu í hálfleik. Hvað gerist næst? Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli 20. September næstkomandi í undankeppni HM. Vantaði flæði í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Vísir/Hulda Margrét „Ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur ekkert sérstakur,“ sagði Þorsteinn, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Liðinu gekk illa að skapa almennileg færi í fyrri hálfleik en Þorsteinn segist hafa farið yfir hvaða villur liðið var að gera í leikhléinu og skilaði það tveimur mörkum í seinni hálfleik. Búinn að fá öll svör fyrir haustleikina? „Það kemur í ljós, ég ætla að vona það, að ég geti stillt upp góðu liði í haust. Við eigum frábæran leik í september á móti Hollandi og það er það sem þetta snýst um í dag og vonandi verðum við bara komnir inn á eitthvað lið sem að mun vinna Holland“ sagði Þorsteinn. Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli þann 20. september. Fannst við betri í fyrri leiknum Dagný Brynjarsdóttir sést hér hæst allra að fagna öðru af mörkum Íslands.Vísir/Hulda Margrét Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, fannst þær vera betri í fyrri leik liðanna. „Mér fannst við betri í fyrri leiknum. Við vorum undan í alla bolta og náðum að halda boltanum. Í dag fannst mér við aðeins þyngri. Í fyrri hálfleik fannst mér pressan aðeins klikka. Vorum að gera smá villur í pressunni en fórum aðeins yfir það í hálfleik, þannig að það gekk aðeins betur í seinni hálfleik. Írarnir virtust frískari. Það er samt ekki allt það sem að telur, við skoruðum 2 mörk og það er það sem að telur.“ „í fyrri leiknum náðum við að skapa meira en við náðum að halda betur í boltann seinast og það var aðeins betra flæði. Írarnir voru eiginlega bara betri í dag, en mörkin telja samt,“ sagði Dagný.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti