Saka Umhverfisstofnun um að verðlauna sérstaklega brotastarfsemi Arnarlax Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2021 13:16 Stjórnarformaður hjá Arnarlaxi er Kjartan Ólafsson en umsvif fyrirtækisins eru þyrnir í augum Jóns Kaldals, framkvæmdastjóra IWF sem segir starfsemina mengandi iðnað sem skaði lífríkið við Íslandsstrendur. Landvernd og Icelandic Wild Live Fund krefjast skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun hefur veitt Arnarlaxi þrátt fyrir brot á starfsleyfi með notkun koparoxíð í sjókvíum sínum. „Við furðum okkar á þessum vinnubrögðum Umhverfisstofnunar. Þegar upp komst að Arnarlax hafði um árabil brotið með einbeittum hætti gegn starfsleyfi sínu sætti fyrirtækið engum viðurlögum. Og nú hefur Umhverfisstofnun gefið út leyfi fyrir þessari brotastarfsemi án þess að fari fram mat á umhverfisáhrifum eins og Hafrannsóknastofnun mælir með að verði gert,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Engin refsiákvæði við brot á starfsleyfi Bæði IWF og Landvernd hafa gert athugasemdir við starfsleyfið en í bréfi sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisstofnun og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra eru gerðar alvarlegar athugasemdir við breytt starfsleyfi Arnarlax ehf í Patreks- og Tálknafirði. Þar kemur fram að breytingin feli í sér að Arnarlax fær heimild til notkunar á eldisnótum með svokölluðum ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. En áætuvarnir eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að gróður og lífverur geti sest á netin. Landvernd hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem krafist er skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti Arnarlaxi ehf.vísir/vilhelm Í bréfi Landverndar kemur fram að Arnarlax varð við eftirlit Umhverfisstofnunar í nóvember 2018 uppvíst af brotum á starfleyfi, nefnilega því að hafa notað koparoxíð án heimildar. Umhverfistofnun greip ekki til neinna refsiákvæða. „En verðlaunar nú fyrirtæki sem er uppvíst að refsiverðri háttsemi með því að heimila það sama athæfi,“ segir í bréfi Auðar. Jón segir að sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður sem skaðar lífríkið og er afdráttarlaus: „Fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi eiga ekki að fá minnsta afslátt frá því að virða þau skilyrði sem þau hafa gengist undir við útgáfu á starfs- og rekstrarleyfum.“ Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisverndarstofnun og umhverfisráðherra bréf þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi til handa Arnarlaxi. Koparoxíðmengun vandamál við strendur Noregs Að sögn Jóns er Arnarlax er ekki eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem hefur brotið með þessum hætti gegn starfsleyfi sínu. Sama brotastarfsemi er í gangi hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði sem er með koparoxíðhúðaða netapoka þar í sjó. „Við viljum fá svör frá eftirlitsstofnunum af hverju þessi fyrirtæki eru ekki látin fjarlægja búnað sem liggur skýrt fyrir að þau mega ekki nota.“ Þá segir Jón að í nýlegri úttekt norsku Hafrannsóknastofnuninni er bent á að ef fyrirtæki með starfsemin á landi verða uppvís að því að losa umfram tvö kíló af kopar í umhverfið á ári er þeim lokað af yfirvöldum. Sjókvíaeldið losar 1.700 kíló á ári í sjó við Noreg. Þar kemur líka fram að rannsóknir sýna að um 80 prósent af kopar, sem er að finna í ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð, losnar í hafið. Fiskeldi Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Tilkynnir um lækkun vaxta nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Sjá meira
„Við furðum okkar á þessum vinnubrögðum Umhverfisstofnunar. Þegar upp komst að Arnarlax hafði um árabil brotið með einbeittum hætti gegn starfsleyfi sínu sætti fyrirtækið engum viðurlögum. Og nú hefur Umhverfisstofnun gefið út leyfi fyrir þessari brotastarfsemi án þess að fari fram mat á umhverfisáhrifum eins og Hafrannsóknastofnun mælir með að verði gert,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Engin refsiákvæði við brot á starfsleyfi Bæði IWF og Landvernd hafa gert athugasemdir við starfsleyfið en í bréfi sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisstofnun og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra eru gerðar alvarlegar athugasemdir við breytt starfsleyfi Arnarlax ehf í Patreks- og Tálknafirði. Þar kemur fram að breytingin feli í sér að Arnarlax fær heimild til notkunar á eldisnótum með svokölluðum ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. En áætuvarnir eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að gróður og lífverur geti sest á netin. Landvernd hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem krafist er skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti Arnarlaxi ehf.vísir/vilhelm Í bréfi Landverndar kemur fram að Arnarlax varð við eftirlit Umhverfisstofnunar í nóvember 2018 uppvíst af brotum á starfleyfi, nefnilega því að hafa notað koparoxíð án heimildar. Umhverfistofnun greip ekki til neinna refsiákvæða. „En verðlaunar nú fyrirtæki sem er uppvíst að refsiverðri háttsemi með því að heimila það sama athæfi,“ segir í bréfi Auðar. Jón segir að sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður sem skaðar lífríkið og er afdráttarlaus: „Fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi eiga ekki að fá minnsta afslátt frá því að virða þau skilyrði sem þau hafa gengist undir við útgáfu á starfs- og rekstrarleyfum.“ Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisverndarstofnun og umhverfisráðherra bréf þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi til handa Arnarlaxi. Koparoxíðmengun vandamál við strendur Noregs Að sögn Jóns er Arnarlax er ekki eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem hefur brotið með þessum hætti gegn starfsleyfi sínu. Sama brotastarfsemi er í gangi hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði sem er með koparoxíðhúðaða netapoka þar í sjó. „Við viljum fá svör frá eftirlitsstofnunum af hverju þessi fyrirtæki eru ekki látin fjarlægja búnað sem liggur skýrt fyrir að þau mega ekki nota.“ Þá segir Jón að í nýlegri úttekt norsku Hafrannsóknastofnuninni er bent á að ef fyrirtæki með starfsemin á landi verða uppvís að því að losa umfram tvö kíló af kopar í umhverfið á ári er þeim lokað af yfirvöldum. Sjókvíaeldið losar 1.700 kíló á ári í sjó við Noreg. Þar kemur líka fram að rannsóknir sýna að um 80 prósent af kopar, sem er að finna í ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð, losnar í hafið.
Fiskeldi Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Tilkynnir um lækkun vaxta nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Sjá meira