„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2021 20:38 Birgir Gunnarsson er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. vísir/vilhelm Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“ Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Ég er búinn að líta yfir farinn veg og ég get í rauninni ekki séð hvað við hefðum getað gert öðruvísi. Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir en það var reynt að vinna þetta eins faglega og eins hlutlaust og hægt var,“ segir Birgir í samtali við Vísi í dag. Spurður hvort bæjarfélagið hafi ákveðið hvort það muni verða við bótakröfu Sifjar segir hann: „Nei, nei, þessi yfirlýsing kom bara í gær þannig við erum enn að reyna að átta okkur á stöðunni.“ Hann vonar að málið hljóti farsælan endi þó það sé nú sannkallað „leiðindamál“ að hans sögn. „Það er bara þannig.“ Ekki lögð í einelti sem bæjarfulltrúi heldur framkvæmdastjóri Sif Huld sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagðist hafa látið af störfum sem bæjarfulltrúi á Ísafirði vegna eineltis starfsmanns sveitarfélagsins gegn sér. Hún hefur setið í meirihluta bæjarstjórnar sem einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi viðbrögð sveitarfélagsins við kvörtun sinni og sagðist hafa gert bótakröfu á það. Bærinn fékk formlega tilkynningu um málið um miðjan desember síðastliðinn og var þá ákveðið að fá ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka málið. Málið heyrir þó undir tvo vinnuveitendur, Ísafjarðarbæ og stjórn byggðasamlags um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, því eineltið sem Sif varð fyrir átti sér stað í störfum hennar sem framkvæmdastjóri þessa byggðasamlags en ekki sem bæjarfulltrúi. Sá sem beitti hana einelti er hins vegar starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Attentus kynnti síðan niðurstöður rannsóknar sinnar í mars og sagði ljóst að um einelti væri að ræða. „Í skýrslunni var einnig niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi,“ sagði Sif Huld í tilkynningu sinni í gær. Staða sem enginn óskaði sér Birgir segist ekki getað tjáð sig um smáatriði málsins vegna trúnaðar sem ríkir. Hann sér þó ekki hvernig hefði verið hægt að taka betur á málinu. „Þetta var sameiginlegt verkefni Ísafjarðarbæjar og stjórnarinnar að setja málið í þetta ferli sem það var sett í,“ segir hann. Og ítrekar svo: „Við höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er fram að þessu. Og vonandi verður hægt að finna einhverja lendingu í málinu.“ Spurður hvernig stemmningin sé innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarstjórn þegar bæjarfulltrúi meirihlutans segir af sér og gerir bótakröfu á bæinn segir hann: „Ég svo sem veit það ekki. En auðvitað þykir mönnum bara leitt að málið skuli fara í þennan farveg. Þetta er eitthvað sem enginn óskar sér og þetta eru alltaf erfið mál og vandmeðfarin.“
Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira