Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu í einvíginu eftir frábæran útisigur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2021 22:40 Þórsarar eru að spila frábærlega í Keflavík. Vísir/Bára Dröfn Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. Varnarleikur Þórs í fyrri hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Þeir héldu Keflvíkingum í 30 stigum fyrir hlé með Ragnar Örn Bragason fremstan í flokki en hann hélt Herði Axel Vilhjálmssyni, lykilmanni Keflavíkur, algjörlega í skefjum. Staðan í hálfleik 45-30 Þór í vil. Í þriðja leikhluta voru Þórsarar svo með skotsýningu. Þeir hittu úr sjö af tíu þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum og náðu mest 26 stiga forskoti. Eftir það var í raun formsatriði að klára leikinn. Þó svo að körfubolti sé leikur áhlaupa þá var bara svo afskaplega lítið sem Keflvíkingar voru að gera vel til þess að sigri Þórs væri ógnað að ráði. Heimamenn náðu muninum mest niður í þrettán stig en Þórsarar svöruðu alltaf. Þór tekur því forystuna í einvíginu en liðin mætast næst á laugardagskvöld í Þorlákshöfn. Styrmir Snær og Davíð Arnar.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Þór? Þeir spiluðu mun betur en heimamenn í Keflavík í kvöld. Þór leiddi í tæpar 38 mínútur af 40 í kvöld og áttu þennan sigur algjörlega skilið. Varnarleikur Þórs virtist koma Keflvíkingum í opna skjöldu og það var algjört lykilatriði fyrir Þórsara hversu vel þeim tókst að beisla Hörð Axel. Keflvíkingar hittu mjög illa í fyrri hálfleiknum og Þórsarar hittu ekkert sérstaklega vel heldur. Í þriðja leikhluta skutu hins vegar gestirnir heimamenn í kaf og settu sjö þrista úr tíu skotum. Þessi byrjun gestanna á þriðja leikhluta rotaði Keflvíkinga endanlega sem áttu ekki möguleika eftir það. Þessir stóðu upp úr: Hjá Þór var Ragnar Örn Bragason frábær. Hann spilaði mjög góða vörn eins og áður hefur komið fram og skoraði þar að auki 22 stig. Adomas Drungilas var sömuleiðis frábær og barðist eins og ljón allan leikinn. Ragnar Örn BragasonVísir/Bára Dröfn Í raun spilaði allt byrjunarlið Þórsara vel bæði í vörn og sókn. Hjá Keflavík voru Dominykas Milka og CJ Burks þeir einu sem komust nokkuð vel frá leiknum. Aðrir þurfa að stíga upp á laugardaginn. Hvað gekk illa? Keflvíkingar áttu fá svör við varnarleik Þórsara. Þeir náðu ekki að koma Herði Axel inn í leikinn og hann hitti ekki vel enda yfirleitt með varnarmann í andlitinu á sér. Hörður Axel Vilhjálmsson og Ragnar Örn Bragason.Vísir/Bára Dröfn Þá er spurning hvort taugar heimamanna hafa verið of þandar. Þeir byrjuðu leikinn á að klikka á hverju vítinu á fætur öðru og létu svo mótlætið fara ansi mikið í taugarnar á sér þegar líða tók á leikinn. Hvað gerist næst? Þrátt fyrir þennan örugga sigur Þórsara í kvöld þá telur hann ekkert meira en ef þeir hefðu unnið með einu stigi. Staðan í einvíginu er 1-0 og eins og Lárus þjálfari sagði í viðtali eftir leik þá telur þessi sigur ekkert nema þeir verji sinn heimavöll. Við ætlum á eftir þessum titli Hjalti brúnaþungur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur var eðlilega ekki ánægður með leik sinna manna í kvöld og sagðist ekki geta tekið mikið jákvætt úr leiknum. „Mjög lítið, við vorum ekki góðir í dag. Þórsarar mega eiga það að þeir voru að berja á okkur og láta okkur finna fyrir því á meðan við vorum ekki tilbúnir að taka á móti þeim. Það var í raun munurinn á þessum liðum í dag,“ sagði Hjalti við Vísi að leik loknum. Keflavík var aðeins búið að skora 46 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutana í kvöld og áttu í stökustu vandræðum með að finna svör við varnarleik Þórsara. „Þeir voru sterkari en við og að ýta okkur út úr því sem við ætluðum að gera, við vorum ekki nógu fastir fyrir. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ „Við förum bara yfir þetta og skoðum hvað við getum gert betur. Miðað við þennan leik er það hellingur. Við þurfum bara að sýna betri leik á laugardaginn.“ Hjalti sagði það ekki trufla hans menn að flestir spekingar vilja meina að Keflvíkingar séu sigurstranglegri aðilinn í þessu einvígi. „Við ætlum á eftir þessum titli og það er markmiðið okkar. Sama hvað menn tala um okkur, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt, þá ætlum við að gera þetta saman. Við erum lið og ætlum að vinna þennan titil saman.“ Kemur okkur ekki á óvart Callum Lawson og Hörður Axel Vilhjálmsson í baráttunni í leiknum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Callum Lawson var góður í liði Þórsara í sigrinum gegn Keflavík í kvöld. Líkt og Lárus þjálfari var hann þó pikkfastur á jörðinni eftir sigurinn enda aðeins fyrsti leikur einvígisins að baki. „Þetta kemur okkur ekkert á óvart en gæti hafa komið öðrum á óvart. Við höfum trú á liðinu okkar og vonandi getum við haldið áfram á þessari braut,“ sagði Lawson þegar blaðamaður Vísis spurði hann eftir leik hvort þessi öruggi sigur hafi komið honum á óvart. Varnarleikur Þórsara var frábær í fyrri hálfleik og lagði gruninn að sigrinum. „Keflavík er líkamlega sterkt lið og okkar plan gekk út á það að leika góða vörn maður á mann. Við vildum líka vera yfir í frákastabaráttunni og mér fannst þetta ganga vel í kvöld.“ Í þriðja leikhluta voru Þórsarar að skjóta 70% fyrir utan þriggja stiga línuna og þeir skutu Keflvíkinga hreinlega í kaf á þessum kafla. „Við erum með marga leikmenn sem geta hitt boltanum. Þetta var bara eitt af þessum kvöldum.“ Eins og áður segir eru Þórsarar 1-0 yfir í einvíginu en liðin mætast á ný á laugardagskvöld. „Þetta er bara einn sigur. Við þurfum að skoða hvernig við getum orðið enn betri og verðum á heimavelli næst. Stuðningurinn er alltaf frábær og það gefur okkur aukið sjálfstraust,“ sagði Callum Lawson að lokum en stuðningsmenn Þórsara voru enn að syngja stuðningssöngva í stúkunni töluvert eftir að leik lauk í kvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn
Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. Varnarleikur Þórs í fyrri hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Þeir héldu Keflvíkingum í 30 stigum fyrir hlé með Ragnar Örn Bragason fremstan í flokki en hann hélt Herði Axel Vilhjálmssyni, lykilmanni Keflavíkur, algjörlega í skefjum. Staðan í hálfleik 45-30 Þór í vil. Í þriðja leikhluta voru Þórsarar svo með skotsýningu. Þeir hittu úr sjö af tíu þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum og náðu mest 26 stiga forskoti. Eftir það var í raun formsatriði að klára leikinn. Þó svo að körfubolti sé leikur áhlaupa þá var bara svo afskaplega lítið sem Keflvíkingar voru að gera vel til þess að sigri Þórs væri ógnað að ráði. Heimamenn náðu muninum mest niður í þrettán stig en Þórsarar svöruðu alltaf. Þór tekur því forystuna í einvíginu en liðin mætast næst á laugardagskvöld í Þorlákshöfn. Styrmir Snær og Davíð Arnar.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Þór? Þeir spiluðu mun betur en heimamenn í Keflavík í kvöld. Þór leiddi í tæpar 38 mínútur af 40 í kvöld og áttu þennan sigur algjörlega skilið. Varnarleikur Þórs virtist koma Keflvíkingum í opna skjöldu og það var algjört lykilatriði fyrir Þórsara hversu vel þeim tókst að beisla Hörð Axel. Keflvíkingar hittu mjög illa í fyrri hálfleiknum og Þórsarar hittu ekkert sérstaklega vel heldur. Í þriðja leikhluta skutu hins vegar gestirnir heimamenn í kaf og settu sjö þrista úr tíu skotum. Þessi byrjun gestanna á þriðja leikhluta rotaði Keflvíkinga endanlega sem áttu ekki möguleika eftir það. Þessir stóðu upp úr: Hjá Þór var Ragnar Örn Bragason frábær. Hann spilaði mjög góða vörn eins og áður hefur komið fram og skoraði þar að auki 22 stig. Adomas Drungilas var sömuleiðis frábær og barðist eins og ljón allan leikinn. Ragnar Örn BragasonVísir/Bára Dröfn Í raun spilaði allt byrjunarlið Þórsara vel bæði í vörn og sókn. Hjá Keflavík voru Dominykas Milka og CJ Burks þeir einu sem komust nokkuð vel frá leiknum. Aðrir þurfa að stíga upp á laugardaginn. Hvað gekk illa? Keflvíkingar áttu fá svör við varnarleik Þórsara. Þeir náðu ekki að koma Herði Axel inn í leikinn og hann hitti ekki vel enda yfirleitt með varnarmann í andlitinu á sér. Hörður Axel Vilhjálmsson og Ragnar Örn Bragason.Vísir/Bára Dröfn Þá er spurning hvort taugar heimamanna hafa verið of þandar. Þeir byrjuðu leikinn á að klikka á hverju vítinu á fætur öðru og létu svo mótlætið fara ansi mikið í taugarnar á sér þegar líða tók á leikinn. Hvað gerist næst? Þrátt fyrir þennan örugga sigur Þórsara í kvöld þá telur hann ekkert meira en ef þeir hefðu unnið með einu stigi. Staðan í einvíginu er 1-0 og eins og Lárus þjálfari sagði í viðtali eftir leik þá telur þessi sigur ekkert nema þeir verji sinn heimavöll. Við ætlum á eftir þessum titli Hjalti brúnaþungur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur var eðlilega ekki ánægður með leik sinna manna í kvöld og sagðist ekki geta tekið mikið jákvætt úr leiknum. „Mjög lítið, við vorum ekki góðir í dag. Þórsarar mega eiga það að þeir voru að berja á okkur og láta okkur finna fyrir því á meðan við vorum ekki tilbúnir að taka á móti þeim. Það var í raun munurinn á þessum liðum í dag,“ sagði Hjalti við Vísi að leik loknum. Keflavík var aðeins búið að skora 46 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutana í kvöld og áttu í stökustu vandræðum með að finna svör við varnarleik Þórsara. „Þeir voru sterkari en við og að ýta okkur út úr því sem við ætluðum að gera, við vorum ekki nógu fastir fyrir. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ „Við förum bara yfir þetta og skoðum hvað við getum gert betur. Miðað við þennan leik er það hellingur. Við þurfum bara að sýna betri leik á laugardaginn.“ Hjalti sagði það ekki trufla hans menn að flestir spekingar vilja meina að Keflvíkingar séu sigurstranglegri aðilinn í þessu einvígi. „Við ætlum á eftir þessum titli og það er markmiðið okkar. Sama hvað menn tala um okkur, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt, þá ætlum við að gera þetta saman. Við erum lið og ætlum að vinna þennan titil saman.“ Kemur okkur ekki á óvart Callum Lawson og Hörður Axel Vilhjálmsson í baráttunni í leiknum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Callum Lawson var góður í liði Þórsara í sigrinum gegn Keflavík í kvöld. Líkt og Lárus þjálfari var hann þó pikkfastur á jörðinni eftir sigurinn enda aðeins fyrsti leikur einvígisins að baki. „Þetta kemur okkur ekkert á óvart en gæti hafa komið öðrum á óvart. Við höfum trú á liðinu okkar og vonandi getum við haldið áfram á þessari braut,“ sagði Lawson þegar blaðamaður Vísis spurði hann eftir leik hvort þessi öruggi sigur hafi komið honum á óvart. Varnarleikur Þórsara var frábær í fyrri hálfleik og lagði gruninn að sigrinum. „Keflavík er líkamlega sterkt lið og okkar plan gekk út á það að leika góða vörn maður á mann. Við vildum líka vera yfir í frákastabaráttunni og mér fannst þetta ganga vel í kvöld.“ Í þriðja leikhluta voru Þórsarar að skjóta 70% fyrir utan þriggja stiga línuna og þeir skutu Keflvíkinga hreinlega í kaf á þessum kafla. „Við erum með marga leikmenn sem geta hitt boltanum. Þetta var bara eitt af þessum kvöldum.“ Eins og áður segir eru Þórsarar 1-0 yfir í einvíginu en liðin mætast á ný á laugardagskvöld. „Þetta er bara einn sigur. Við þurfum að skoða hvernig við getum orðið enn betri og verðum á heimavelli næst. Stuðningurinn er alltaf frábær og það gefur okkur aukið sjálfstraust,“ sagði Callum Lawson að lokum en stuðningsmenn Þórsara voru enn að syngja stuðningssöngva í stúkunni töluvert eftir að leik lauk í kvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti