Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - HK 2-0 | Joey Gibbs tryggði heimamönnum sigur í fallslagnum Atli Arason skrifar 16. júní 2021 21:50 Keflavík nældi sér í mikilvæg þrjú stig í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann frábæran 2-0 sigur á HK er liðin mættust í botnslag í Pepsi Max deild karla í dag. Joey Gibbs skoraði bæði mörk heimamanna sem lyfta sér upp úr botnsætinu með sigrinum. Leikurinn í kvöld fór hægt af stað en mikið rok í Keflavík hafði áhrif uppspil beggja liða í upphafi. Gestirnir úr Kópavogi ógnuðu þó örlítið meira á upphafsmínútunum áður en Keflvíkingar tóku við sér eftir stundarfjórðungs leik og minntu á sig með hættulegum sóknum. Sindri Þór skoraði fyrsta markið eftir flotta sókn Keflavíkur en Sindri fékk dæmda á sig rangstöðu eftir stungusendingu Joey Gibbs. Eftir hálftíma leik dansaði Birnir Snær Ingason með knöttinn og átti svo flott skot sem fór aðeins af varnarmanni Keflavíkur áður en boltinn flaug beint í samskeytin á marki Keflavíkur. Á 40. mínútu fékk Keflavík aukaspyrnu. Joey Gibbs tekur spyrnuna og boltinn á viðkomu í varnarvegg HK-inga og þaðan fer hann beint út við stöng og fram hjá Arnari í marki HK. Keflavík fór því með 1-0 forystu í leikhlé. Það var í raun bara eitt lið sem mætti út í síðari hálfleik og það voru heimamenn. Eftir tvær marktilraunir frá Ívar Erni, bakverði HK, langt utan af velli átti Keflavík nánast allar marktilraunir það sem eftir var. Arnar Freyr Ólafsson hélt gestunum inn í leiknum með nokkrum flottum markvörslum en þegar rúmar 20 mínútur voru eftir tókst HK einhvern veginn á ótrúlegan hátt að bjarga í þrígang á marklínu eftir hornspyrnu Keflavíkur. Í uppbótatíma leiksins datt boltinn fyrir Joey Gibbs fyrir utan teig, Gibbs fær allt of mikinn tíma til að stilla sig af og þrumar boltanum í fjærhornið. Frábært mark hjá Gibbs og sigur Keflavíkur verðskuldaður, 2-0. Af hverju vann Keflavík? Keflavík náði að loka vel á HK í þeirra sóknum og eftir að heimamenn komust yfir þá stjórnuðu þeir leiknum frá A-Ö. Hvassi vindurinn spilaði einnig stóran hlut í leik liðanna en í vindkviðunum eru Suðurnesja menn kannski með örlítið vanari. Hverjir stóðu upp úr? Josep Arthur Gibbs skoraði bæði mörk leiksins og var nánast alltaf ógnandi á síðasta þriðjungnum. Hægri bakvörðurinn Ástbjörn Þórðarson sem lék út úr stöðu í vinstri bakverði í kvöld, í fjarveru Rúnar Þórs, var líka virkilega flottur og skilaði sínu starfi vel frá sér. Hvað gerist næst? Keflavík hefur nú jafnað stigafjölda HK. Keflavík leikur næst við Leikni á heimavelli á sunnudaginn. Sama dag mætast HK og Stjarnan í Garðabænum. Maður hefði kannski vilja sjá fleiri mörk Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var gríðarlega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag. „Þetta var frábært hjá okkur í dag. Við sköpuðum fullt af færum og maður hefði kannski vilja sjá fleiri mörk en að skora tvö og halda hreinu er alltaf gott. Ég var ánægður með frammistöðuna hjá liðinu og bara stoltur af liðinu. Þetta mjakar okkur ofar upp töfluna og við eigum leik inni á einhver örfá lið.“ „Við vorum vel skipulagðir, agaðir og duglegir. Við stóðum saman sem lið. Við nýttum færin okkar kannski ekkert sérstaklega vel í dag en það er jákvætt að við erum að búa til öll þessi færi. Mér fannst við góðir á öllum sviðum í dag,“ sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik. Keflavík fékk kærkomna 23 daga hvíld eftir hraðmótið í maí. „Þetta var náttúrulega alveg rosalega mikið [af leikjum í maí]. Við áttum mjög erfiða byrjun í mótinu og við vorum að spila við mikið af bestu liðunum í deildinni sem er samt góð reynsla fyrir okkur. Maður hefði viljað hafa meiri tíma á milli leikjanna til að stilla liðið af og vinna með þeim til að bæta liðið en þetta var spilað ótrúlega þétt. Svo kemur þessi langa pása þar sem tveim leikjum var frestað hjá okkur og þá náðum við aðeins að stilla saman strengina. Vonandi spilum við betur núna í framhaldinu,“ svaraði Siggi Raggi aðspurður út í leikjaálagið og langa hléið. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í hóp í dag en hann er að glíma við smávægileg meiðsli. „Hann er stífur í náranum þannig að við vildum ekki taka neina sénsa á honum.“ Í stað Rúnars í vinstri bakvarðar spilaði Ástbjörn Þórðarson sem hefur spilað víðs vegar á vellinum það sem af er sumars. „Hann hefur spilað margar stöður hjá okkur. Hann hefur líka stundum verið á kantinum og stundum hafsent líka. Hann getur spilað allar stöður og hann var ótrúlega flottur og hefur verið að standa sig mjög vel hjá okkur,“ sagði Siggi, ánægður með frammistöðu Ástbjörns. Næsti leikur Keflavíkur er gegn liðinu sem kom með þeim upp úr deild fyrir tímabilið, Leiknir Reykjavík. „Það er enginn léttur leikur í deildinni. Það verður bara gaman að mæta Leiknis mönnum og sjá hvernig við stöndum á móti þeim. Stöðutaflan í deildinni fer að taka á sig meiri mynd þegar deildin er hálfnuð og það er enn þá alveg slatti af leikjum í það en við náum vonandi í þrjú stig á móti Leikni.“ Við vissum það í janúar að það yrði vindur hérna í Keflavík Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson.vísir/bára Brynjar Björn var svekktur með tapið gegn Keflavík í kvöld en umfram allt var hann svekktur með leik sinna manna. „Við áttum ekkert meira skilið en að tapa leiknum í kvöld. Frammistaðan var því miður döpur og því fór sem fór.“ „Mér fannst í fyrri hálfleik ekkert vera í þessu. Við fáum mark í bakið eftir aukaspyrnu sem tekur stefnubreytingu í varnarveggnum. Það var svo sem ekkert á milli liðanna en síðan í seinni hálfleik þá eigum við fá tækifæri. Við erum heppnir að vera ekki komnir tveimur til þremur mörkum undir í seinni hálfleik og við vorum bara undir í flestum atriðum leiksins,“ sagði Brynjar Björn. Hvöss norðan átt spilaði smá part í leiknum í dag. Brynjar segir að hvassar vindáttir í Keflavík eigi ekki að koma neinum á óvart. „Við vissum það í janúar að það yrði vindur hérna í Keflavík í júní. Þannig það er enginn afsökun. Vindurinn hefur aldrei unnið leik, það eru liðin inn á vellinum sem þurfa að spila og hafa fyrir hlutunum.“ Keflavík og HK eru nú jöfn af stigum í 10-11 sæti deildarinnar, en Stjarnan eru einu stigi á undan í níunda sæti. Næsti leikur HK er einmitt gegn Stjörnunni sem verður mjög mikilvægur fyrir bæði lið. „Leikurinn við Stjörnuna verður gífurlega mikilvægur eins og allir leikir í þessari deild. Við verðum bara að gíra okkur upp í það og vera klárir á sunnudaginn þegar við mætum á Stjörnuvöll,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF HK Fótbolti Íslenski boltinn
Keflavík vann frábæran 2-0 sigur á HK er liðin mættust í botnslag í Pepsi Max deild karla í dag. Joey Gibbs skoraði bæði mörk heimamanna sem lyfta sér upp úr botnsætinu með sigrinum. Leikurinn í kvöld fór hægt af stað en mikið rok í Keflavík hafði áhrif uppspil beggja liða í upphafi. Gestirnir úr Kópavogi ógnuðu þó örlítið meira á upphafsmínútunum áður en Keflvíkingar tóku við sér eftir stundarfjórðungs leik og minntu á sig með hættulegum sóknum. Sindri Þór skoraði fyrsta markið eftir flotta sókn Keflavíkur en Sindri fékk dæmda á sig rangstöðu eftir stungusendingu Joey Gibbs. Eftir hálftíma leik dansaði Birnir Snær Ingason með knöttinn og átti svo flott skot sem fór aðeins af varnarmanni Keflavíkur áður en boltinn flaug beint í samskeytin á marki Keflavíkur. Á 40. mínútu fékk Keflavík aukaspyrnu. Joey Gibbs tekur spyrnuna og boltinn á viðkomu í varnarvegg HK-inga og þaðan fer hann beint út við stöng og fram hjá Arnari í marki HK. Keflavík fór því með 1-0 forystu í leikhlé. Það var í raun bara eitt lið sem mætti út í síðari hálfleik og það voru heimamenn. Eftir tvær marktilraunir frá Ívar Erni, bakverði HK, langt utan af velli átti Keflavík nánast allar marktilraunir það sem eftir var. Arnar Freyr Ólafsson hélt gestunum inn í leiknum með nokkrum flottum markvörslum en þegar rúmar 20 mínútur voru eftir tókst HK einhvern veginn á ótrúlegan hátt að bjarga í þrígang á marklínu eftir hornspyrnu Keflavíkur. Í uppbótatíma leiksins datt boltinn fyrir Joey Gibbs fyrir utan teig, Gibbs fær allt of mikinn tíma til að stilla sig af og þrumar boltanum í fjærhornið. Frábært mark hjá Gibbs og sigur Keflavíkur verðskuldaður, 2-0. Af hverju vann Keflavík? Keflavík náði að loka vel á HK í þeirra sóknum og eftir að heimamenn komust yfir þá stjórnuðu þeir leiknum frá A-Ö. Hvassi vindurinn spilaði einnig stóran hlut í leik liðanna en í vindkviðunum eru Suðurnesja menn kannski með örlítið vanari. Hverjir stóðu upp úr? Josep Arthur Gibbs skoraði bæði mörk leiksins og var nánast alltaf ógnandi á síðasta þriðjungnum. Hægri bakvörðurinn Ástbjörn Þórðarson sem lék út úr stöðu í vinstri bakverði í kvöld, í fjarveru Rúnar Þórs, var líka virkilega flottur og skilaði sínu starfi vel frá sér. Hvað gerist næst? Keflavík hefur nú jafnað stigafjölda HK. Keflavík leikur næst við Leikni á heimavelli á sunnudaginn. Sama dag mætast HK og Stjarnan í Garðabænum. Maður hefði kannski vilja sjá fleiri mörk Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var gríðarlega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag. „Þetta var frábært hjá okkur í dag. Við sköpuðum fullt af færum og maður hefði kannski vilja sjá fleiri mörk en að skora tvö og halda hreinu er alltaf gott. Ég var ánægður með frammistöðuna hjá liðinu og bara stoltur af liðinu. Þetta mjakar okkur ofar upp töfluna og við eigum leik inni á einhver örfá lið.“ „Við vorum vel skipulagðir, agaðir og duglegir. Við stóðum saman sem lið. Við nýttum færin okkar kannski ekkert sérstaklega vel í dag en það er jákvætt að við erum að búa til öll þessi færi. Mér fannst við góðir á öllum sviðum í dag,“ sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik. Keflavík fékk kærkomna 23 daga hvíld eftir hraðmótið í maí. „Þetta var náttúrulega alveg rosalega mikið [af leikjum í maí]. Við áttum mjög erfiða byrjun í mótinu og við vorum að spila við mikið af bestu liðunum í deildinni sem er samt góð reynsla fyrir okkur. Maður hefði viljað hafa meiri tíma á milli leikjanna til að stilla liðið af og vinna með þeim til að bæta liðið en þetta var spilað ótrúlega þétt. Svo kemur þessi langa pása þar sem tveim leikjum var frestað hjá okkur og þá náðum við aðeins að stilla saman strengina. Vonandi spilum við betur núna í framhaldinu,“ svaraði Siggi Raggi aðspurður út í leikjaálagið og langa hléið. Rúnar Þór Sigurgeirsson var ekki í hóp í dag en hann er að glíma við smávægileg meiðsli. „Hann er stífur í náranum þannig að við vildum ekki taka neina sénsa á honum.“ Í stað Rúnars í vinstri bakvarðar spilaði Ástbjörn Þórðarson sem hefur spilað víðs vegar á vellinum það sem af er sumars. „Hann hefur spilað margar stöður hjá okkur. Hann hefur líka stundum verið á kantinum og stundum hafsent líka. Hann getur spilað allar stöður og hann var ótrúlega flottur og hefur verið að standa sig mjög vel hjá okkur,“ sagði Siggi, ánægður með frammistöðu Ástbjörns. Næsti leikur Keflavíkur er gegn liðinu sem kom með þeim upp úr deild fyrir tímabilið, Leiknir Reykjavík. „Það er enginn léttur leikur í deildinni. Það verður bara gaman að mæta Leiknis mönnum og sjá hvernig við stöndum á móti þeim. Stöðutaflan í deildinni fer að taka á sig meiri mynd þegar deildin er hálfnuð og það er enn þá alveg slatti af leikjum í það en við náum vonandi í þrjú stig á móti Leikni.“ Við vissum það í janúar að það yrði vindur hérna í Keflavík Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson.vísir/bára Brynjar Björn var svekktur með tapið gegn Keflavík í kvöld en umfram allt var hann svekktur með leik sinna manna. „Við áttum ekkert meira skilið en að tapa leiknum í kvöld. Frammistaðan var því miður döpur og því fór sem fór.“ „Mér fannst í fyrri hálfleik ekkert vera í þessu. Við fáum mark í bakið eftir aukaspyrnu sem tekur stefnubreytingu í varnarveggnum. Það var svo sem ekkert á milli liðanna en síðan í seinni hálfleik þá eigum við fá tækifæri. Við erum heppnir að vera ekki komnir tveimur til þremur mörkum undir í seinni hálfleik og við vorum bara undir í flestum atriðum leiksins,“ sagði Brynjar Björn. Hvöss norðan átt spilaði smá part í leiknum í dag. Brynjar segir að hvassar vindáttir í Keflavík eigi ekki að koma neinum á óvart. „Við vissum það í janúar að það yrði vindur hérna í Keflavík í júní. Þannig það er enginn afsökun. Vindurinn hefur aldrei unnið leik, það eru liðin inn á vellinum sem þurfa að spila og hafa fyrir hlutunum.“ Keflavík og HK eru nú jöfn af stigum í 10-11 sæti deildarinnar, en Stjarnan eru einu stigi á undan í níunda sæti. Næsti leikur HK er einmitt gegn Stjörnunni sem verður mjög mikilvægur fyrir bæði lið. „Leikurinn við Stjörnuna verður gífurlega mikilvægur eins og allir leikir í þessari deild. Við verðum bara að gíra okkur upp í það og vera klárir á sunnudaginn þegar við mætum á Stjörnuvöll,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti