Að bjóða ómöguleika Linda Björk Markúsdóttir skrifar 16. júní 2021 14:00 Á Íslandi öllu eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi, um það bil einn á hverja 2.500 íbúa. Málþroskaröskun er með algengustu þroskaröskunum og ætla má að 7-8% barna á öllum skólastigum séu haldin henni, eða 1-2 börn í hverjum 20 manna bekk. Þá er ótalið allt annað sem getur krafist inngrips talmeinafræðings, svo sem framburðarfrávik, málstol, raddtruflanir, stam og kyngingarerfiðleikar. En hvernig gengur þessi stærðfræði upp? Hvernig geta 144 talmeinafræðingar sinnt þessu öllu saman? Stutta svarið er að þeir geta það ekki og á biðlistum eftir þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga á landsvísu eru hundruð barna, unglinga og fullorðinna sem geta átt von á því að dúsa á þessum listum mánuðum og jafnvel árum saman. Við erum ekki eina fámenna stéttin hérlendis og þið veltið því kannski fyrir ykkur hvaða harmavæl þetta sé. Jú, haldið ykkur nú fast. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar eru með gildandi rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem hefur ákveðið að þeir einir geti orðið aðilar að þessum samningi sem hafi tveggja ára starfsreynslu sem talmeinafræðingar. Það þýðir að þeir sem útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði geta ekki lagt sín lóð á biðlistavogarskálarnar fyrr en tveimur og hálfu ári eftir útskrift þar sem hálfs árs handleiðslu er krafist áður starfsleyfi fæst frá Landlæknisembættinu. Mikið hefur gengið á vegna þessa ákvæðis og SÍ hefur boðið stéttinni svokallaða fyrirtækjasamninga í stað núgildandi rammasamnings. Þá er samið við hverja starfsstöð fyrir sig og er myndin máluð þannig að ef nægilega margir innan starfsstöðvarinnar séu reynslumiklir megi ráða 1-2 nýtalmeinafræðinga. Frábært? Nei. Það eru sárafáar stofur talmeinafræðinga sem uppfylla skilyrði mögulegra fyrirtækjasamninga og einyrkjarnir sem starfa úti á landi fá ekki slíkan samning. Það vill svo merkilega til að málþroskaraskanir og aðrir tal- og málgallar hafa ekki hugmynd um þau eigi að halda sig innan höfuðborgarsvæðisins og því er þörfin síst minni á landsbyggðinni. Fyrirtækjasamningar leysa því engan vanda og eru líklegir til að valda óæskilegri samkeppni og sundrung innan stéttarinnar. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ber fyrir sig að fjárveitingar frá Alþingi til málaflokksins dugi ekki til. Fjármagnið sem málaflokkurinn þarfnast er smáaurar borið saman við þann samfélagslega ávinning sem hér gæti verið um að ræða. Ef peningar eru í raun öll ástæðan fyrir ákvæðinu biðlum við talmeinafræðingar, fyrir hönd allra sem bíða eftir þjónustu okkar, til ríkisstjórnarinnar og Alþingis alls að seilast örlítið dýpra í vasana og velta öllum ríkispullunum við. Látið okkur svo vita hvað þið finnið. Hver veit nema stéttin, kosningabærir skjólstæðingar hennar og allir aðstandendurnir finni þá flokksbókstafinn ykkar í komandi kosningum. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi öllu eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi, um það bil einn á hverja 2.500 íbúa. Málþroskaröskun er með algengustu þroskaröskunum og ætla má að 7-8% barna á öllum skólastigum séu haldin henni, eða 1-2 börn í hverjum 20 manna bekk. Þá er ótalið allt annað sem getur krafist inngrips talmeinafræðings, svo sem framburðarfrávik, málstol, raddtruflanir, stam og kyngingarerfiðleikar. En hvernig gengur þessi stærðfræði upp? Hvernig geta 144 talmeinafræðingar sinnt þessu öllu saman? Stutta svarið er að þeir geta það ekki og á biðlistum eftir þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga á landsvísu eru hundruð barna, unglinga og fullorðinna sem geta átt von á því að dúsa á þessum listum mánuðum og jafnvel árum saman. Við erum ekki eina fámenna stéttin hérlendis og þið veltið því kannski fyrir ykkur hvaða harmavæl þetta sé. Jú, haldið ykkur nú fast. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar eru með gildandi rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem hefur ákveðið að þeir einir geti orðið aðilar að þessum samningi sem hafi tveggja ára starfsreynslu sem talmeinafræðingar. Það þýðir að þeir sem útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði geta ekki lagt sín lóð á biðlistavogarskálarnar fyrr en tveimur og hálfu ári eftir útskrift þar sem hálfs árs handleiðslu er krafist áður starfsleyfi fæst frá Landlæknisembættinu. Mikið hefur gengið á vegna þessa ákvæðis og SÍ hefur boðið stéttinni svokallaða fyrirtækjasamninga í stað núgildandi rammasamnings. Þá er samið við hverja starfsstöð fyrir sig og er myndin máluð þannig að ef nægilega margir innan starfsstöðvarinnar séu reynslumiklir megi ráða 1-2 nýtalmeinafræðinga. Frábært? Nei. Það eru sárafáar stofur talmeinafræðinga sem uppfylla skilyrði mögulegra fyrirtækjasamninga og einyrkjarnir sem starfa úti á landi fá ekki slíkan samning. Það vill svo merkilega til að málþroskaraskanir og aðrir tal- og málgallar hafa ekki hugmynd um þau eigi að halda sig innan höfuðborgarsvæðisins og því er þörfin síst minni á landsbyggðinni. Fyrirtækjasamningar leysa því engan vanda og eru líklegir til að valda óæskilegri samkeppni og sundrung innan stéttarinnar. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ber fyrir sig að fjárveitingar frá Alþingi til málaflokksins dugi ekki til. Fjármagnið sem málaflokkurinn þarfnast er smáaurar borið saman við þann samfélagslega ávinning sem hér gæti verið um að ræða. Ef peningar eru í raun öll ástæðan fyrir ákvæðinu biðlum við talmeinafræðingar, fyrir hönd allra sem bíða eftir þjónustu okkar, til ríkisstjórnarinnar og Alþingis alls að seilast örlítið dýpra í vasana og velta öllum ríkispullunum við. Látið okkur svo vita hvað þið finnið. Hver veit nema stéttin, kosningabærir skjólstæðingar hennar og allir aðstandendurnir finni þá flokksbókstafinn ykkar í komandi kosningum. Höfundur er talmeinafræðingur.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar