Svíunum þótti bólusetningarfyrirkomulag Íslendinga stórmerkilegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 18:46 Moderna-röðin fyrir framan Laugardalshöll í dag. Þar voru flestir mættir í seinni skammt en karlar fæddir 1982 voru boðaðir í þann fyrri. Vísir/Arnar Fjöldabólusetning Íslendinga hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Erlendir sérfræðingar gerðu sér ferð til landsins á dögunum, gagngert til að skoða fyrirkomulagið. Margt var um manninn í Laugardalshöll þegar gefnir voru fimm þúsund og sjö hundruð skammtar af Moderna á um fjórum klukkutímum í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það sérstakt á heimsvísu að bólusetja svona marga, svona hratt - og í svona stóru rými. „Þannig að ég held að þetta sé svolítið einsdæmi, ég er nokkuð viss um það. Það komu Svíar í heimsókn til okkar og þeim fannst þetta mjög merkilegt að fylgjast með þessu, bæði skönnunum og tölvukerfinu, hvernig það gekk fyrir sig en líka þessi stóra bólusetningarherferð hér í höllinni.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/vilhelm Talsvert meiri og tímafrekari skriffinsku virðist þurfa í öðrum löndum. „Á meðan við reynum að gera allt sjálfvirkt og svo höfum við séð að bólusetningarnar eru í einhverjum klefum eða eitthvað slíkt.“ Það er þó ekki öllum sem hugnast fjöldabólusetning fyrir allra augum. Komið hefur verið upp sérstöku rými í Laugardalshöll með beddum, þar sem þeir sem vilja liggja í bólusetningu - eða vilja einfaldlega vera í friði - geta fengið sprautu. Þangað hafa þeir einnig leitað sem geta af trúarlegum ástæðum ekki berað á sér upphandlegginn. Rýmið hefur þó helst nýst þeim sem fallið hafa í yfirlið við bólusetningu, sem eru að langstærstum hluta yngra fólk. „Þetta eru ansi margir og á stóru dögunum þegar við erum með tíu þúsund skammta eru þetta nokrir tugir sem eru að falla í yfirlið þannig að við verðum að hafa rúma aðstöðu til að taka þau út. Það er líka gott að það komi fram að ef fólk hefur tilhneigingu til að falla í yfirlið eða veit að það muni hugsanlega falla í yfirlið að láta okkur vita fyrirfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Margt var um manninn í Laugardalshöll þegar gefnir voru fimm þúsund og sjö hundruð skammtar af Moderna á um fjórum klukkutímum í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það sérstakt á heimsvísu að bólusetja svona marga, svona hratt - og í svona stóru rými. „Þannig að ég held að þetta sé svolítið einsdæmi, ég er nokkuð viss um það. Það komu Svíar í heimsókn til okkar og þeim fannst þetta mjög merkilegt að fylgjast með þessu, bæði skönnunum og tölvukerfinu, hvernig það gekk fyrir sig en líka þessi stóra bólusetningarherferð hér í höllinni.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/vilhelm Talsvert meiri og tímafrekari skriffinsku virðist þurfa í öðrum löndum. „Á meðan við reynum að gera allt sjálfvirkt og svo höfum við séð að bólusetningarnar eru í einhverjum klefum eða eitthvað slíkt.“ Það er þó ekki öllum sem hugnast fjöldabólusetning fyrir allra augum. Komið hefur verið upp sérstöku rými í Laugardalshöll með beddum, þar sem þeir sem vilja liggja í bólusetningu - eða vilja einfaldlega vera í friði - geta fengið sprautu. Þangað hafa þeir einnig leitað sem geta af trúarlegum ástæðum ekki berað á sér upphandlegginn. Rýmið hefur þó helst nýst þeim sem fallið hafa í yfirlið við bólusetningu, sem eru að langstærstum hluta yngra fólk. „Þetta eru ansi margir og á stóru dögunum þegar við erum með tíu þúsund skammta eru þetta nokrir tugir sem eru að falla í yfirlið þannig að við verðum að hafa rúma aðstöðu til að taka þau út. Það er líka gott að það komi fram að ef fólk hefur tilhneigingu til að falla í yfirlið eða veit að það muni hugsanlega falla í yfirlið að láta okkur vita fyrirfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira