Mannréttindadómstóllinn vísaði kæru Ólafs frá Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 11:17 Ólafur Ólafsson. vísir/vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun kæru Ólafs Ólafssonar frá dómi. Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson. Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson.
Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15