Tilkynnti rangan sigurvegara í Morfís: „Mér líður ömurlega“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 13:27 Mistökin eru skiljanleg en einstaklega óheppileg. youtube/morfís Bæði keppnislið á úrslitakvöldi MORFÍS í gær komust í sigurvímu og bæði upplifðu hræðilega vonbrigðatilfinningu þess sem tapar í úrslitakeppni. Sigurgleði Flensborgarskólans entist þó skemur en Verslunarskólans því oddadómari keppninnar tilkynnti þar ranglega að Flensborg hefði unnið áður en hann leiðrétti sig nokkru síðar. Flensborgarskóli fagnaði því ákaft í um hálfa mínútu áður en dómarinn steig aftur í pontu og leiðrétti sig. Það var Versló sem vann – ekki Flensborg. Afar mjótt var á munum í keppninni, raunar lygilega mjótt því aðeins munaði 22 stigum á liðunum af 4.704 heildarstigum og var Flensborgarskólinn með fleiri stig en Versló. Það réð þó úrslitum að þrír dómarar af fimm dæmdu Versló sigur, þó skólinn fengi færri stig í heildina þegar stig allra dómara voru lögð saman. Mistök oddadómarans Ingvars Þóroddssonar verða því að teljast skiljanleg þó þau hafi verið óheppileg í meira lagi. Afsakið, afsakið, afsakið „Sigurvegari Morfís 2021 er… Flensborgarskólinn!“ tilkynnti Ingvar og brutust þá út gríðarleg fagnaðarlæti Flensborgar megin í salnum með gleðiópum og konfettísprengju. Fagnaðarlætin entust í um hálfa mínútu áður en heyrðist aftur í oddadómaranum í pontunni: „Nei, afsakið, afsakið, afsakið. Ég verð að fá þögn í salinn. Ég verð að fá þögn í salinn,“ sagði Ingvar og tókst loks að róa áhorfendur. „Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu. Mér þykir þetta ótrúlega leitt, mér líður ömurlega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina er Verslunarskólinn,“ tilkynnti hann hálflúpulegur og steig svo af sviðinu. Við tóku þá fagnaðarlæti Verslinga, sem voru enginn eftirbátur Flensborgarnema. Þar var borðum velt um koll og tók einn stuðningsmaður liðsins sig til og hvatti samnemendur sína til að fagna sigrinum almennilega það kvöldið: „Allir að fokking djamma! Umræðuefni keppninnar var „Ísland er spillt land“ og mælti Flensborgarskólinn með fullyrðingunni en Verslunarskólinn á móti. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Flensborgarskóli fagnaði því ákaft í um hálfa mínútu áður en dómarinn steig aftur í pontu og leiðrétti sig. Það var Versló sem vann – ekki Flensborg. Afar mjótt var á munum í keppninni, raunar lygilega mjótt því aðeins munaði 22 stigum á liðunum af 4.704 heildarstigum og var Flensborgarskólinn með fleiri stig en Versló. Það réð þó úrslitum að þrír dómarar af fimm dæmdu Versló sigur, þó skólinn fengi færri stig í heildina þegar stig allra dómara voru lögð saman. Mistök oddadómarans Ingvars Þóroddssonar verða því að teljast skiljanleg þó þau hafi verið óheppileg í meira lagi. Afsakið, afsakið, afsakið „Sigurvegari Morfís 2021 er… Flensborgarskólinn!“ tilkynnti Ingvar og brutust þá út gríðarleg fagnaðarlæti Flensborgar megin í salnum með gleðiópum og konfettísprengju. Fagnaðarlætin entust í um hálfa mínútu áður en heyrðist aftur í oddadómaranum í pontunni: „Nei, afsakið, afsakið, afsakið. Ég verð að fá þögn í salinn. Ég verð að fá þögn í salinn,“ sagði Ingvar og tókst loks að róa áhorfendur. „Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu. Mér þykir þetta ótrúlega leitt, mér líður ömurlega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina er Verslunarskólinn,“ tilkynnti hann hálflúpulegur og steig svo af sviðinu. Við tóku þá fagnaðarlæti Verslinga, sem voru enginn eftirbátur Flensborgarnema. Þar var borðum velt um koll og tók einn stuðningsmaður liðsins sig til og hvatti samnemendur sína til að fagna sigrinum almennilega það kvöldið: „Allir að fokking djamma! Umræðuefni keppninnar var „Ísland er spillt land“ og mælti Flensborgarskólinn með fullyrðingunni en Verslunarskólinn á móti.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira