Flokkur Macrons virðist sem stendur hafa náð rétt rúmlega tíu prósent atkvæða, en tíu prósent þarf til að geta tekið þátt í síðari umferð kosninganna um næstu helgi.
Hægiflokkurinn Repúblikanarnir standa vel að vígi fyrir síðari umferðina og hafa hlotið um 27 prósent atkvæða, og flokkur Le Pen hlaut um nítján prósent.
Kosið er um héraðsstjórnir í þrettán hérðuðum á meginlandi Frakklands auk einnar til viðbótar utan. Þá var einnig kosið til um hundrað minni stjórnsýslueininga en frambjóðendur töldu um 15.700 og börðust um rúmlega fjögur þúsund sæti.