Karólína Lea: Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2021 19:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir það hafa verið mikinn skóla að spila með Bayern München seinni hluta tímabilsins. Vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München, en hún gekk til liðsins frá Breiðablik í janúar. Hún segir tilfinninguna frábæra að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið. „Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
„Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira