Eriksen sendi samherjum sínum skilaboð af sjúkrabeði og sagði frammistöðu þeirra stórkostlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2021 11:30 Leikmenn danska liðsins þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Belgíu. getty/Jonathan Nackstrand Christian Eriksen hrósaði samherjum sínum í danska landsliðinu fyrir frammistöðu þeirra gegn Belgíu á EM í gær og sagði hana stórkostlega. Eriksen dvelur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á laugardaginn. Eriksen er á batavegi og fylgdist með félögum sínum gegn Belgíu, liðinu í efsta sæti styrkleikalista FIFA, í gær. Danir byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Yussuf Poulsen skoraði. Á 10. mínútu var leikurinn stöðvaður og allir viðstaddir á Parken klöppuðu fyrir Eriksen. Kevin De Bruyne, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti gangi mála í leiknum. Hann lagði upp jöfnunarmark Belga fyrir Thorgan Hazard á 55. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Belgía vann, 1-2, og tryggði sér þar með sæti í sextán liða úrslitunum. Von Danmerkur á að komast þangað er hins vegar afar veik. Eftir leikinn sagði Martin Braithwaite að Eriksen hefði sent samherjum sínum í danska liðinu skilaboð á Whatsapp og hrósað þeim fyrir frammistöðuna. „Hann skrifaði í hópspjallið okkar að við hefðum verið frábærir. Ég las skilaboðin á leiðinni til búningsherbergja,“ sagði Braithwaite. Hann sagði jafnframt að UEFA hefði nánast neytt Dani til að klára leikinn gegn Finnum á laugardaginn. „Við hefðum unnið leikinn, ég er viss um það. En við vorum neyddir til að spila eftir það sem gerðist. Það er ótrúlegt að við séum ekki komnir með stig en ég hef það á tilfinningunni að við munum komast áfram,“ sagði Braithwaite. Danir mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn á meðan Belgar mæta Finnum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05 Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Eriksen dvelur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á laugardaginn. Eriksen er á batavegi og fylgdist með félögum sínum gegn Belgíu, liðinu í efsta sæti styrkleikalista FIFA, í gær. Danir byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Yussuf Poulsen skoraði. Á 10. mínútu var leikurinn stöðvaður og allir viðstaddir á Parken klöppuðu fyrir Eriksen. Kevin De Bruyne, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti gangi mála í leiknum. Hann lagði upp jöfnunarmark Belga fyrir Thorgan Hazard á 55. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Belgía vann, 1-2, og tryggði sér þar með sæti í sextán liða úrslitunum. Von Danmerkur á að komast þangað er hins vegar afar veik. Eftir leikinn sagði Martin Braithwaite að Eriksen hefði sent samherjum sínum í danska liðinu skilaboð á Whatsapp og hrósað þeim fyrir frammistöðuna. „Hann skrifaði í hópspjallið okkar að við hefðum verið frábærir. Ég las skilaboðin á leiðinni til búningsherbergja,“ sagði Braithwaite. Hann sagði jafnframt að UEFA hefði nánast neytt Dani til að klára leikinn gegn Finnum á laugardaginn. „Við hefðum unnið leikinn, ég er viss um það. En við vorum neyddir til að spila eftir það sem gerðist. Það er ótrúlegt að við séum ekki komnir með stig en ég hef það á tilfinningunni að við munum komast áfram,“ sagði Braithwaite. Danir mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudaginn á meðan Belgar mæta Finnum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05 Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. 17. júní 2021 18:05
Bjargráður verður græddur í Eriksen Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. 17. júní 2021 10:08