Innlent

Flutningsskipið sem strandaði komið til hafnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hólmsfoss er eitt af flutningaskipum Eimskips.
Hólmsfoss er eitt af flutningaskipum Eimskips. EIMSKIP

Flutningsskip Eimskip sem strandaði í Álasundi í Noregi í gær er komið til hafnar. Níu manns voru um borð en enginn slasaðist. 

Skipið ber heitið Hólmfoss og er um 88 metra langt frysti- og gámaskip. Það var á leið sinni milli hafna í Álasundi þegar það strandaði klukkan eitt að staðartíma í gær. Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir smávægilegar skemmdir á skipinu.

„Skipið er komið til hafnar í Álasundi og kafarar hafa skoðað skipið. Í ljós kom að það eru smávægilegar skemmdir á kjölfestutanki í stefni skipsins sem þarf að gera við. En það urðu engar skemmdir á farmi og skipið verður bara losað og farmurinn fluttur í önnur skip,“ sagði Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips.

Er mikill kostnaður sem fylgir þessu

„Þetta er tryggingamál en það er alltaf einhver sjálfsábyrgð,“ sagði Edda.

Ekki liggur fyrir hvernig skipið strandaði en það verður skoðað betur á næstunni. Níu manna áhöfn var á skipinu en enginn þeirra slasaðist.

„Það slasaðist enginn og það var engin hætta á ferð, það var metið sem svo en við fylgjum áhöfninni vel eftir þegar svona kemur upp.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×