Umfjöllun: Stjarnan - HK 2-1 | Stjörnumenn taplausir í fjórum leikjum í röð Árni Jóhannsson skrifar 20. júní 2021 20:04 Stjarnan KA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni. Leikurinn byrjaði fremur rólega hjá báðum liðum í dag en það voru gestirnir í HK sem náðu fyrr vopnum sínum og ógnuðu markinu nokkrum sinnum án þess þó að færin yrðu seint talin meira en hálffæri. Stjörnumenn náðu svo hægt og bítandi yfirhöndinni og á 24. mínútu komust þeir yfir þegar Heiðar Ægisson reyndi skot, sem reyndar klikkaði mjög illa, sem fann Hilmar Árna á auðum sjó í teig gestanna og þurfti ekki annað en að setja löppina í boltann þannig að hann finndi rammann. Sex mínútum seinna tvöfölduðu heimamenn forskot sitt en uppskriftin var svipuð nema nú var það Þorsteinn Már Ragnarsson sem reyndi fyrirgjöf í þetta sinn sem fann Emil Atlason sem fleygði sér fram og stangaði boltann í netið. Eftir þetta var eins og HK-ingar væru rotaðir og sigldu Stjörnumenn fyrri hálfleiknum örugglega í höfn. Heimamenn virtust svo vera með öll völd á vellinum þangað til að ca. korter var eftir af leiknum en þá upphófst æsileg mínúta sem hefði getað skorið úr um sigurvegara leiksins. Fyrst náðu gestirnir að minnka muninn en þar á ferðinni voru varamennirnir Örvar Eggertson og Stefán Ljubicic. Örvar fann Stefán á nærstönginni sem gerði mjög vel í að troða boltanum inn fyrir línuna úr þröngri stöðu. Mínútu seinna fengu heimamenn vítaspyrnu. Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur í teignum og voru menn vissir um að nú yrði leik lokið því Hilmar Árni Halldórsson steig á punktinn til að framkvæma spyrnuna. Honum hinsvegar brást bogalistin en Arnar Freyr Ólafsson gerði mjög vel í því að verja fína spyrnu frá Hilmari. Eftir það litu fá færi ljós og Stjörnumenn náðu sigrinum. Sigurinn var verðskuldaður en það hlýtur að hafa farið um fólk í stúkunni undir lokin. Afhverju vann Stjarnan? Þeir voru betri lungan úr leiknum. Þau voru ekki mörg færin sem litu dagsins ljós í dag en Stjörnumenn nýttu tvö þeirra og náðu að stöðva HK í sínum sóknaraðgerðum oftast. Sigurinn hefði svo sem getað orðið stærri en það verður líklega ekki spurt um það neitt meir úr þessu. Bestir á vellinum? Stjörnumenn fóru ítrekað upp hægri kantinn og gekk það mjög vel í allan dag. Bæði mörkin komu þaðan og virkaði það mjög einfalt fyrir þá að koma sér í góðar stöður á vængnum. Þorsteinn Már og Heiðar Ægisson litu mjög vel út í sínum aðgerðum en það voru sannkallaðar sætaferðir upp vænginn. Besti maður vallarins? Eins og sagði að ofan þá gekk vel fyrir Stjörnuna að fara upp hægri vænginn og hlýtur Heiðar Ægisson nafnbótina besti maður vallarins. Hann átti eina stoðsendingu og átti þátt í mjög góðum sóknaraðgerðum heimamanna. Hvað næst? Eins og segir í fyrirsögninni þá hefur Stjarnan spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Þeir fá tækifæri til að halda því góða gengi áfram eftir ca. viku þegar þeir fara í heimsókn í Frostaskjólið til að keppa við KR. HK gengur hinsvegar bölvanlega að ná í stig og sigra þessi dægrin og verða að fara að breyta því. Næst taka þeir á móti grönnum sínum úr Breiðablik en gengi HK gegn þeim hefur verið mjög gott í gegnum síðustu ár. Pepsi Max-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir Brynjar Björn: Ég held að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur Þjálfari HK var á því að skaðinn hafi eiginlega verið skeður fyrir sína menn í fyrri hálfleik í tapi HK á móti Stjörnunni í Garðabænum í dag. Leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi Max deildarinnar og enduðu leikar 2-1 Stjörnunni í vil. 20. júní 2021 19:43 Þorvaldur: Við þurfum bara að ná stigum og góðum úrslium Þorvaldur Örlygsson var ánægður með sína menn í dag og sérstaklega fyrri hálfleikinn, þegar Stjarnan lagði HK að velli 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinn í dag. Stjörnumennn voru með góð tök á leiknum en í lok leiksins skoraði HK eitt mark og heimamenn klúðruðu víti þannig að það kemur ekki á óvart að það hafi farið um marga Garðbæinga seinustu mínúturnar. 20. júní 2021 19:26
Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni. Leikurinn byrjaði fremur rólega hjá báðum liðum í dag en það voru gestirnir í HK sem náðu fyrr vopnum sínum og ógnuðu markinu nokkrum sinnum án þess þó að færin yrðu seint talin meira en hálffæri. Stjörnumenn náðu svo hægt og bítandi yfirhöndinni og á 24. mínútu komust þeir yfir þegar Heiðar Ægisson reyndi skot, sem reyndar klikkaði mjög illa, sem fann Hilmar Árna á auðum sjó í teig gestanna og þurfti ekki annað en að setja löppina í boltann þannig að hann finndi rammann. Sex mínútum seinna tvöfölduðu heimamenn forskot sitt en uppskriftin var svipuð nema nú var það Þorsteinn Már Ragnarsson sem reyndi fyrirgjöf í þetta sinn sem fann Emil Atlason sem fleygði sér fram og stangaði boltann í netið. Eftir þetta var eins og HK-ingar væru rotaðir og sigldu Stjörnumenn fyrri hálfleiknum örugglega í höfn. Heimamenn virtust svo vera með öll völd á vellinum þangað til að ca. korter var eftir af leiknum en þá upphófst æsileg mínúta sem hefði getað skorið úr um sigurvegara leiksins. Fyrst náðu gestirnir að minnka muninn en þar á ferðinni voru varamennirnir Örvar Eggertson og Stefán Ljubicic. Örvar fann Stefán á nærstönginni sem gerði mjög vel í að troða boltanum inn fyrir línuna úr þröngri stöðu. Mínútu seinna fengu heimamenn vítaspyrnu. Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur í teignum og voru menn vissir um að nú yrði leik lokið því Hilmar Árni Halldórsson steig á punktinn til að framkvæma spyrnuna. Honum hinsvegar brást bogalistin en Arnar Freyr Ólafsson gerði mjög vel í því að verja fína spyrnu frá Hilmari. Eftir það litu fá færi ljós og Stjörnumenn náðu sigrinum. Sigurinn var verðskuldaður en það hlýtur að hafa farið um fólk í stúkunni undir lokin. Afhverju vann Stjarnan? Þeir voru betri lungan úr leiknum. Þau voru ekki mörg færin sem litu dagsins ljós í dag en Stjörnumenn nýttu tvö þeirra og náðu að stöðva HK í sínum sóknaraðgerðum oftast. Sigurinn hefði svo sem getað orðið stærri en það verður líklega ekki spurt um það neitt meir úr þessu. Bestir á vellinum? Stjörnumenn fóru ítrekað upp hægri kantinn og gekk það mjög vel í allan dag. Bæði mörkin komu þaðan og virkaði það mjög einfalt fyrir þá að koma sér í góðar stöður á vængnum. Þorsteinn Már og Heiðar Ægisson litu mjög vel út í sínum aðgerðum en það voru sannkallaðar sætaferðir upp vænginn. Besti maður vallarins? Eins og sagði að ofan þá gekk vel fyrir Stjörnuna að fara upp hægri vænginn og hlýtur Heiðar Ægisson nafnbótina besti maður vallarins. Hann átti eina stoðsendingu og átti þátt í mjög góðum sóknaraðgerðum heimamanna. Hvað næst? Eins og segir í fyrirsögninni þá hefur Stjarnan spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Þeir fá tækifæri til að halda því góða gengi áfram eftir ca. viku þegar þeir fara í heimsókn í Frostaskjólið til að keppa við KR. HK gengur hinsvegar bölvanlega að ná í stig og sigra þessi dægrin og verða að fara að breyta því. Næst taka þeir á móti grönnum sínum úr Breiðablik en gengi HK gegn þeim hefur verið mjög gott í gegnum síðustu ár.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir Brynjar Björn: Ég held að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur Þjálfari HK var á því að skaðinn hafi eiginlega verið skeður fyrir sína menn í fyrri hálfleik í tapi HK á móti Stjörnunni í Garðabænum í dag. Leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi Max deildarinnar og enduðu leikar 2-1 Stjörnunni í vil. 20. júní 2021 19:43 Þorvaldur: Við þurfum bara að ná stigum og góðum úrslium Þorvaldur Örlygsson var ánægður með sína menn í dag og sérstaklega fyrri hálfleikinn, þegar Stjarnan lagði HK að velli 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinn í dag. Stjörnumennn voru með góð tök á leiknum en í lok leiksins skoraði HK eitt mark og heimamenn klúðruðu víti þannig að það kemur ekki á óvart að það hafi farið um marga Garðbæinga seinustu mínúturnar. 20. júní 2021 19:26
Brynjar Björn: Ég held að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur Þjálfari HK var á því að skaðinn hafi eiginlega verið skeður fyrir sína menn í fyrri hálfleik í tapi HK á móti Stjörnunni í Garðabænum í dag. Leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi Max deildarinnar og enduðu leikar 2-1 Stjörnunni í vil. 20. júní 2021 19:43
Þorvaldur: Við þurfum bara að ná stigum og góðum úrslium Þorvaldur Örlygsson var ánægður með sína menn í dag og sérstaklega fyrri hálfleikinn, þegar Stjarnan lagði HK að velli 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinn í dag. Stjörnumennn voru með góð tök á leiknum en í lok leiksins skoraði HK eitt mark og heimamenn klúðruðu víti þannig að það kemur ekki á óvart að það hafi farið um marga Garðbæinga seinustu mínúturnar. 20. júní 2021 19:26
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti