Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Árni Gísli Magnússon skrifar 20. júní 2021 20:01 KR - KA Pepsi deild karla sumar 2021 fótbolti KSÍ VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA og Valur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í dag. Valsmenn fóru að lokum með 0-1 sigur af hólmi eftir virkilega hraðan og skemmtilegan leik. KA byrjaði leikinn mikið betur og voru sterkari aðilinn fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir komust nokkrum sinnum frekar auðveldlega í gegnum vörn gestanna en náðu ekki að binda endahnút á sóknirnar. Elfar Árni átti fastan skalla í stöngina á 12. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Hallgrími Mar úti hægra megin. Þremur mínútum seinna átti Haukur Páll skalla í stöng heimamanna eftir flotta hornspyrnu frá Birki Heimis. Boltinn datt síðan fyrir Birki Má sem hitti ekki boltann í ákjósanlegu færi. Haukur Páll átti aftur skalla í slá eftir um hálftíma leik og aftur var það Birkir Heimis sem átti sendinguna. Þrátt fyrir þessi tvö sláarskot Valsmanna voru KA menn betri aðilinn fram að þessu. Á 44. mínútu fengu KA menn vítaspyrnu þegar Sebastian Hedlund fór aðeins utan í Elfar Árna sem féll í teignum. Jonathan Hendrickx steig á punktinn en Hannes varði slaka spyrnu Hendrickx sem skaut beint á markið. Markalaust í hálfleik. Seinni hálfleikur fór hægar af stað en sá fyrri og skiptust liðin á að sækja og skapa sér færi. Það var síðan á síðustu 15 mínútum leiksins sem hlutirnir fóru að gerast. Á 75 mínútu fá Valsmenn vítaspyrnu þegar Steinþór Már brýtur á Sigurði Agli sem var kominn einn gegn honum. Patrick Pedersen tók spyrnuna en hún var slök og Stubbur bætti upp fyrir mistökin með því að verja vítið sem Pedersen setti niðri laust til vinstri. Á 81. mínútu var enn og aftur dæmd vítaspyrna. Rodri keyrði framhjá nokkrum varnarmönnum Vals sem endaði með því að Rasmus Christiansen tók hann niður innan teigs og víti dæmt. Sebastiaan Brebels var næstur hjá KA til að reyna skora úr víti en honum mistókst það með því að negla boltanum í þverslánna. KA menn því búnir að klúðra fjórum vítum í röð. Einungis tveimur mínútum síðar skoraði Patrick Pedersen eina mark leiksins þegar Haukur Páll flikkaði boltanum til hans á fjærstöngina eftir innkast rétt við vítateig heimamanna. Pedersen fékk boltann í fætur og kláraði færið sitt vel. Fleiri urðu mörkin ekki og Valur fór með gríðarlega mikilvægan útisigur af hólmi. KA menn geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt allavega eina vítaspyrnu í dag. Valsmenn eru áfram á toppnum með 23 stig en KA í þriðja sæti með 16 stig. KA hefur þó spilað tveimur leikjum færra en Valur. Af hverju vann Valur? Patrick Pedersen skoraði alvöru framherja mark í dag eins og honum einum er lagið. Það er í raun það sem skildi liðin að í dag ásamt því auðvitað að KA menn klúðruðu tveimur vítaspyrnum og nokkrum færum að auki. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Heimisson fékk traustið í byrjunarliðinu annan leikinn í röð og var virkilega öflugur á miðjunni í dag. Hann tók öll föst leikatriði Vals í dag og úr þeim komu flest öll færi þeirra í dag. Hannes greip vel inn í og átti nokkrar flottar vörslur auk þess að verja vítaspyrnu. Haukur Páll var einnig hættulegur og átti m.a. tvo skalla í tréverkið. Í liði KA var Brynjar Ingi öflugur að vanda í öftustu línu og Hallgrímur Mar ógnaði stanslaust allan leikinn. Hvað gekk illa? Það gekk illa að skora úr vítaspyrnum í leiknum. KA menn klikkuðu á tveimur og Valsmenn einni. Sömuleiðis gekk illa að klára opin færi í leiknum sem sést kannski best á því að aðeins eitt mark var skorað í dag þrátt fyrir þrælskemmtilegan og hraðan leik. Hvað gerist næst? KA mætir FH í Kaplakrika á sunnudaginn kemur kl. 16:00. Sama dag fá Valsmenn fá Fylki í heimsókn á Origo völinn kl. 19:15. Stjarnan KA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍvísir/hulda margrét Svekktur en stoltur Arnar Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Patrick Pedersen skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu þegar hann kláraði færi sitt vel í teignum eftir að Haukur Páll hafði flikkað boltanum til hans eftir innkast við vítateig heimamanna. „Þeir skoruðu þetta mark og við skoruðum ekki. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og sköpum okkur einhver færi, þetta var náttúrulega tiltölulega lokaður leikur, ég held að Valur hafi fengið tvö skallafæri eftr föst leikatriði, þeir eru sterkir í því. Svo eitt skipti þar sem við erum að gefa þeim besta færið hjá þeim í fyrri hálfleik. Við fáum tvö víti og komumst einn á móti markmanni, fáum skalla í kjörstöðu. Þetta er bara svekkjandi og það er bara það sem skilur á milli í þessu, að setja boltann yfir línuna. En ég er mjög ánægður með heildarbraginn á liðinu en hrikalega svekktur með úrslitin.” KA hefur núna klúðrað fjórum vítum í röð eftir að tvö víti þeirra fóru forgörðum í dag. Arnar var spurður hvort þetta sé ekki eitthvað sem þurfi að fara vel yfir. „Það er alveg klárt, við erum búnir að klúðra fjórum vítum og það er búið að kosta okkur. Í tvö skiptin allavega erum við að tapa leikjum þegar við klúðrum vítum. Það er bara dýrt, missa Val núna í 7 stig. Við eigum tvo leiki inni og það er stórmunur á jafntefli eða tapi, þetta eru þessir litlu hlutir sem skilja á milli. Þetta er líka svekkjandi því við erum búnir að tala um það fyrir leik að Patrick (Pedersen) er mjög klókur í föstum leikatriðum að droppa niður á fjærsvæðið og það er svo svekkjandi að þú sérð hann skora mark þar sem hann lúrir, byrjar og droppar og við sogumst að boltanum, það er mjög svekkjandi líka af því við erum búnir að tala um þetta fyrir að þetta er það sem hann gerir og hann er þeirra aðalmarkaskorari. En við þurfum bara að halda áfram, það er ekkert annað í stöðunni.” Arnar var ósáttur með færanýtingu sinna manna og að Patrick Pedersen hafi fengið að skora þetta mark á fjærstönginni eftir fast leikatriði. „Það gefur augaleið að þegar tvö góð lið eru spila að þú ert ekki með boltann allan tímann í leiknum en ég held samt að við höfum verið með boltann töluvert meira en þeir heilt yfir en það telur bara ekkert, það skiptir ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að skora mörk og búa til færi. Við gerum alveg nóg af því, við fáum tvær vítaspyrnur og einhver tvö eða þrjú önnur fín færi en við þurfum að nýta þau og það er náttúrulega svekkjandi. Við fáum náttúrulega víti á topptíma, á 43. mínútu að mig minnir í stöðunni 0-0. Það er svolítið önnur staða en fara inn í hálfleik með 1-0 eða 0-0. Engu að síður höfum við ekki verið að fá mikið af mörkum á okkur og ekki heldur færum. Valur skapaði sér mjög lítið, bara föst leikatriði og markið kemur úr föstu leikatriði, þeir eiga tvo skalla eftir föst leikatriði. Maður er svolítið svekktur með niðurstöðuna en við breytum henni ekki því miður.” „Ekki svo ég vissi, það hefur kannski eitthvað komið fyrir í leiknum, en hann var ekki tæpur fyrir leik og var ekki að kvarta í hálfleik. Þannig það er bara vonandi að hann sé í lagi”, sagði Arnar aðspurður hvort Brynjar Ingi hafi verið eitthvað tæpur fyrir leikinn þar sem hann virtist vera mikið að halda utan um nárann á sér á tímabili í fyrri hálfleik. Brynjar Ingi hefur mikið verið orðaður við önnur félög að undanförnu en Arnar segir að ekkert sé fast í hendi enn sem komið er. „Það verður bara að koma í ljós. Það er búinn að vera gríðarlegur áhugi á honum og eitthvað búið að vera tala við KA. Á meðan hann er samningsbundinn og ekki búinn að skrifa undir eitt né neitt þá náttúrulega gerum við bara ráð fyrir honum. Maður óskar honum alls hins besta ef að verður en á meðan það er ekki búið að klára neitt er hann bara leikmaður KA og hann einbeitir sér að því þangað til annað kemur upp á bátinn.” „Já ég tel að það sé mjög líklegt ef hann yfirgefur okkur að við myndun reyna að bæta við einum leikmanni”, sagði Arnar þegar hann var spurður hvort nýr hafsent yrði fenginn til liðsins ef svo færi að Brynjar Ingi myndi yfirgefa félagið. Heimir Guðjónsson.Vísir/Hulda Margrét Heimir: Bara gríðarlega stoltur af Valsliðinu í dag Heimir Guðjónsson var stoltur af liði sínu í dag eftir erfiðan leik við KA. „Bara gríðarlega stoltur af Valsliðinu í dag. Gríðarlega erfiður leikur og kaflaskiptur. Þeir áttu sína góðu kafla og við áttum okkar góðu kafla en við náðum að landa þessu og erum gríðarlega sáttir með það.” „Já ég er sammála því, aðeins í byrjun var og langt á milli lína hjá okkur, við vitum það að KA er vel spilandi fótboltalið og þeir voru aðeins of mikið að mínu mati að finna svæði milla línanna hjá okkur en svona eftir 20 mínútur náðum við að laga það og fannst við klára fyrri hálfleikinn vel, náðum að fylgja því eftir í seinni hálfleik. En á móti kemur að við getum prísað okkur sæla líka, KA brenndi af tveimur vítum”, sagði Heimir og var augljóslega ánægður með að sitt lið hafi staðist áhlaup KA liðsins í fyrri hálfleik þegar þeir herjuðu mikið á vörn Vals. KA liðið byrjaði betur og voru þeir óheppnir að skora ekki á fyrstu 20 mínútum leiksins. „Við vorum alltof opnir fyrstu 20 mínúturnar en við náðum að laga það. Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila við gríðarlega öflugt lið með valinn mann í hverri stöðu. Við vissum það fyrir leikinn að á einhverjum tímapunkti myndu þeir eiga sína möguleika en eins og ég sagði áðan þá stóðumst við áhlaupið.” „Mér fannst við ná betri tökum á leiknum, boltinn gekk betur á milli manna og við áttum fleiri góða möguleika en í fyrri hálfleik”, sagði Heimir að lokum aðspurður út í seinni hálfeikinn. Pepsi Max-deild karla KA Valur
KA og Valur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í dag. Valsmenn fóru að lokum með 0-1 sigur af hólmi eftir virkilega hraðan og skemmtilegan leik. KA byrjaði leikinn mikið betur og voru sterkari aðilinn fyrstu 20-25 mínúturnar. Þeir komust nokkrum sinnum frekar auðveldlega í gegnum vörn gestanna en náðu ekki að binda endahnút á sóknirnar. Elfar Árni átti fastan skalla í stöngina á 12. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Hallgrími Mar úti hægra megin. Þremur mínútum seinna átti Haukur Páll skalla í stöng heimamanna eftir flotta hornspyrnu frá Birki Heimis. Boltinn datt síðan fyrir Birki Má sem hitti ekki boltann í ákjósanlegu færi. Haukur Páll átti aftur skalla í slá eftir um hálftíma leik og aftur var það Birkir Heimis sem átti sendinguna. Þrátt fyrir þessi tvö sláarskot Valsmanna voru KA menn betri aðilinn fram að þessu. Á 44. mínútu fengu KA menn vítaspyrnu þegar Sebastian Hedlund fór aðeins utan í Elfar Árna sem féll í teignum. Jonathan Hendrickx steig á punktinn en Hannes varði slaka spyrnu Hendrickx sem skaut beint á markið. Markalaust í hálfleik. Seinni hálfleikur fór hægar af stað en sá fyrri og skiptust liðin á að sækja og skapa sér færi. Það var síðan á síðustu 15 mínútum leiksins sem hlutirnir fóru að gerast. Á 75 mínútu fá Valsmenn vítaspyrnu þegar Steinþór Már brýtur á Sigurði Agli sem var kominn einn gegn honum. Patrick Pedersen tók spyrnuna en hún var slök og Stubbur bætti upp fyrir mistökin með því að verja vítið sem Pedersen setti niðri laust til vinstri. Á 81. mínútu var enn og aftur dæmd vítaspyrna. Rodri keyrði framhjá nokkrum varnarmönnum Vals sem endaði með því að Rasmus Christiansen tók hann niður innan teigs og víti dæmt. Sebastiaan Brebels var næstur hjá KA til að reyna skora úr víti en honum mistókst það með því að negla boltanum í þverslánna. KA menn því búnir að klúðra fjórum vítum í röð. Einungis tveimur mínútum síðar skoraði Patrick Pedersen eina mark leiksins þegar Haukur Páll flikkaði boltanum til hans á fjærstöngina eftir innkast rétt við vítateig heimamanna. Pedersen fékk boltann í fætur og kláraði færið sitt vel. Fleiri urðu mörkin ekki og Valur fór með gríðarlega mikilvægan útisigur af hólmi. KA menn geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt allavega eina vítaspyrnu í dag. Valsmenn eru áfram á toppnum með 23 stig en KA í þriðja sæti með 16 stig. KA hefur þó spilað tveimur leikjum færra en Valur. Af hverju vann Valur? Patrick Pedersen skoraði alvöru framherja mark í dag eins og honum einum er lagið. Það er í raun það sem skildi liðin að í dag ásamt því auðvitað að KA menn klúðruðu tveimur vítaspyrnum og nokkrum færum að auki. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Heimisson fékk traustið í byrjunarliðinu annan leikinn í röð og var virkilega öflugur á miðjunni í dag. Hann tók öll föst leikatriði Vals í dag og úr þeim komu flest öll færi þeirra í dag. Hannes greip vel inn í og átti nokkrar flottar vörslur auk þess að verja vítaspyrnu. Haukur Páll var einnig hættulegur og átti m.a. tvo skalla í tréverkið. Í liði KA var Brynjar Ingi öflugur að vanda í öftustu línu og Hallgrímur Mar ógnaði stanslaust allan leikinn. Hvað gekk illa? Það gekk illa að skora úr vítaspyrnum í leiknum. KA menn klikkuðu á tveimur og Valsmenn einni. Sömuleiðis gekk illa að klára opin færi í leiknum sem sést kannski best á því að aðeins eitt mark var skorað í dag þrátt fyrir þrælskemmtilegan og hraðan leik. Hvað gerist næst? KA mætir FH í Kaplakrika á sunnudaginn kemur kl. 16:00. Sama dag fá Valsmenn fá Fylki í heimsókn á Origo völinn kl. 19:15. Stjarnan KA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍvísir/hulda margrét Svekktur en stoltur Arnar Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Patrick Pedersen skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu þegar hann kláraði færi sitt vel í teignum eftir að Haukur Páll hafði flikkað boltanum til hans eftir innkast við vítateig heimamanna. „Þeir skoruðu þetta mark og við skoruðum ekki. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og sköpum okkur einhver færi, þetta var náttúrulega tiltölulega lokaður leikur, ég held að Valur hafi fengið tvö skallafæri eftr föst leikatriði, þeir eru sterkir í því. Svo eitt skipti þar sem við erum að gefa þeim besta færið hjá þeim í fyrri hálfleik. Við fáum tvö víti og komumst einn á móti markmanni, fáum skalla í kjörstöðu. Þetta er bara svekkjandi og það er bara það sem skilur á milli í þessu, að setja boltann yfir línuna. En ég er mjög ánægður með heildarbraginn á liðinu en hrikalega svekktur með úrslitin.” KA hefur núna klúðrað fjórum vítum í röð eftir að tvö víti þeirra fóru forgörðum í dag. Arnar var spurður hvort þetta sé ekki eitthvað sem þurfi að fara vel yfir. „Það er alveg klárt, við erum búnir að klúðra fjórum vítum og það er búið að kosta okkur. Í tvö skiptin allavega erum við að tapa leikjum þegar við klúðrum vítum. Það er bara dýrt, missa Val núna í 7 stig. Við eigum tvo leiki inni og það er stórmunur á jafntefli eða tapi, þetta eru þessir litlu hlutir sem skilja á milli. Þetta er líka svekkjandi því við erum búnir að tala um það fyrir leik að Patrick (Pedersen) er mjög klókur í föstum leikatriðum að droppa niður á fjærsvæðið og það er svo svekkjandi að þú sérð hann skora mark þar sem hann lúrir, byrjar og droppar og við sogumst að boltanum, það er mjög svekkjandi líka af því við erum búnir að tala um þetta fyrir að þetta er það sem hann gerir og hann er þeirra aðalmarkaskorari. En við þurfum bara að halda áfram, það er ekkert annað í stöðunni.” Arnar var ósáttur með færanýtingu sinna manna og að Patrick Pedersen hafi fengið að skora þetta mark á fjærstönginni eftir fast leikatriði. „Það gefur augaleið að þegar tvö góð lið eru spila að þú ert ekki með boltann allan tímann í leiknum en ég held samt að við höfum verið með boltann töluvert meira en þeir heilt yfir en það telur bara ekkert, það skiptir ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að skora mörk og búa til færi. Við gerum alveg nóg af því, við fáum tvær vítaspyrnur og einhver tvö eða þrjú önnur fín færi en við þurfum að nýta þau og það er náttúrulega svekkjandi. Við fáum náttúrulega víti á topptíma, á 43. mínútu að mig minnir í stöðunni 0-0. Það er svolítið önnur staða en fara inn í hálfleik með 1-0 eða 0-0. Engu að síður höfum við ekki verið að fá mikið af mörkum á okkur og ekki heldur færum. Valur skapaði sér mjög lítið, bara föst leikatriði og markið kemur úr föstu leikatriði, þeir eiga tvo skalla eftir föst leikatriði. Maður er svolítið svekktur með niðurstöðuna en við breytum henni ekki því miður.” „Ekki svo ég vissi, það hefur kannski eitthvað komið fyrir í leiknum, en hann var ekki tæpur fyrir leik og var ekki að kvarta í hálfleik. Þannig það er bara vonandi að hann sé í lagi”, sagði Arnar aðspurður hvort Brynjar Ingi hafi verið eitthvað tæpur fyrir leikinn þar sem hann virtist vera mikið að halda utan um nárann á sér á tímabili í fyrri hálfleik. Brynjar Ingi hefur mikið verið orðaður við önnur félög að undanförnu en Arnar segir að ekkert sé fast í hendi enn sem komið er. „Það verður bara að koma í ljós. Það er búinn að vera gríðarlegur áhugi á honum og eitthvað búið að vera tala við KA. Á meðan hann er samningsbundinn og ekki búinn að skrifa undir eitt né neitt þá náttúrulega gerum við bara ráð fyrir honum. Maður óskar honum alls hins besta ef að verður en á meðan það er ekki búið að klára neitt er hann bara leikmaður KA og hann einbeitir sér að því þangað til annað kemur upp á bátinn.” „Já ég tel að það sé mjög líklegt ef hann yfirgefur okkur að við myndun reyna að bæta við einum leikmanni”, sagði Arnar þegar hann var spurður hvort nýr hafsent yrði fenginn til liðsins ef svo færi að Brynjar Ingi myndi yfirgefa félagið. Heimir Guðjónsson.Vísir/Hulda Margrét Heimir: Bara gríðarlega stoltur af Valsliðinu í dag Heimir Guðjónsson var stoltur af liði sínu í dag eftir erfiðan leik við KA. „Bara gríðarlega stoltur af Valsliðinu í dag. Gríðarlega erfiður leikur og kaflaskiptur. Þeir áttu sína góðu kafla og við áttum okkar góðu kafla en við náðum að landa þessu og erum gríðarlega sáttir með það.” „Já ég er sammála því, aðeins í byrjun var og langt á milli lína hjá okkur, við vitum það að KA er vel spilandi fótboltalið og þeir voru aðeins of mikið að mínu mati að finna svæði milla línanna hjá okkur en svona eftir 20 mínútur náðum við að laga það og fannst við klára fyrri hálfleikinn vel, náðum að fylgja því eftir í seinni hálfleik. En á móti kemur að við getum prísað okkur sæla líka, KA brenndi af tveimur vítum”, sagði Heimir og var augljóslega ánægður með að sitt lið hafi staðist áhlaup KA liðsins í fyrri hálfleik þegar þeir herjuðu mikið á vörn Vals. KA liðið byrjaði betur og voru þeir óheppnir að skora ekki á fyrstu 20 mínútum leiksins. „Við vorum alltof opnir fyrstu 20 mínúturnar en við náðum að laga það. Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila við gríðarlega öflugt lið með valinn mann í hverri stöðu. Við vissum það fyrir leikinn að á einhverjum tímapunkti myndu þeir eiga sína möguleika en eins og ég sagði áðan þá stóðumst við áhlaupið.” „Mér fannst við ná betri tökum á leiknum, boltinn gekk betur á milli manna og við áttum fleiri góða möguleika en í fyrri hálfleik”, sagði Heimir að lokum aðspurður út í seinni hálfeikinn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti