Hágæða fjáraustur úr ríkissjóði í borgarlínu í boði Sjálfstæðisflokksins Ólafur Ísleifsson skrifar 20. júní 2021 09:01 Þrátt fyrir þrotlausar umræður um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu situr málið fast líkt og í umferðarteppum eins og fólk þekkir of vel. Undanfarin tíu ár hefur verið framkvæmdastopp meðan kannað hefur verið með árlegum 900 milljóna króna fjárstyrkjum úr ríkissjóði hvort fleiri fáist til að nota Strætó. Allt situr pikkfast. Engar framkvæmdir og enginn árangur hefur náðst við að fjölga notendum Strætó. Ódýr kostur í boði samkvæmt tillögum áhugafólks Í grein minni hér fyrir viku ræddi ég tillögu hópsins Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS) um létta útgáfu til að bæta almenningssamgöngur. ÁS leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Sérakreinar fyrir almenningsvagna verði ekki teknar frá almennri umferð heldur gerðar nýjar akreinar. Þessi létta útgáfa myndi því ekki auka umferðartafir. Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur og talsmaður áhugahópsins telur að lauslega áætlaður kostnaður við slíka létta útgáfu yrði um 20 milljarðar kr. Þessi fjárhæð er um 80 milljörðum króna lægri en 100 milljarða áætlun um stofnkostnað borgarlínu en gerir nánast sama gagn að dómi Þórarins. Sundabraut þolir ekki bið Sparnaðinn má nota í hagkvæmar framkvæmdir við stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Sundabraut sem brýnt er að leggja. Henni fylgja miklir hagsmunir, ekki síst fyrir íbúa í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi sem samþykktu sameiningu við Reykjavík með áskilnaði um að brautin yrði lögð. Krafa um ábyrga meðferð opinbers fjár Í ljósi tillagna áhugahópsins ÁS um sparnað fyrir ríkissjóð upp á 80 milljarða króna ber stjórnvöldum skylda til að endurskoða áform um að verja 50 milljörðum í kosningamál Samfylkingar og láta Keldnaland og söluandvirði Íslandsbanka fylgja með í hítina. Annað væri óábyrg meðferð á opinberu fé og vítaverð vanræksla á að gæta hagsmuna skattgreiðenda. Sjálfstæðismenn þurfa að skýra stuðning við borgarlínu Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er á endanum ábyrgur fyrir ofangreindu framlagi ríkissjóðs til borgarlínu. Á vegum ráðherra starfar opinbera hlutafélagið Betri samgöngur ohf. sem hafa á umsjón með framkvæmdum. Þessu félagi stýra flokksmenn Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdastjóri, sem kunnur er af starfi á vettvangi Heimdallar, og stjórnarformaður félagsins, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í hrunstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn stendur þannig ábyrgur fyrir borgarlínunni, framkvæmd hennar og fjármögnun. Fjármögnunin kemur úr ríkissjóði, svo allir hafi það á hreinu. Flýti- og umferðargjöld verða lögð á fólkið sem situr fast í umferðarhnútunum. Þeir rakna ekki upp við að tvær miðjuakreinar verði teknar undir borgarlínu. Betri samgöngur ohf. afgreiða sjónarmið sérfræðinga ÁS Í liðinni viku ritaði framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., Davíð Þorláksson lögfræðingur, grein í Morgunblaðið um það sem hann kallar hágæða almenningssamgöngur. Hugtakið kemur alloft fyrir í stuttri grein en er ekki skilgreint í henni. Virðist sem orðinu „hágæða“ sé beitt til að útiloka kosti aðra en fyrirhugaða borgarlínu. Tillögu sérfræðihópsins ÁS um létta og hagkvæma lausn er hafnað í grein framkvæmdastjórans með eftirfarandi orðum: „Ástæðan fyrir því er að sérakreinar hægra megin í göturými, eins og gert er ráð fyrir í léttu hraðvagnakerfi, eru í raun forgangsakreinar eins og eru til staðar nú þegar á höfuðborgarsvæðinu. Slíkar forgangsakreinar tryggja ekki áreiðanleika á sama hátt og sérrými í miðju, eins og gert er ráð fyrir með borgarlínunni, því að önnur umferð getur villst inn á forgangsakreinar. Meira er um þveranir annarrar umferðar með slakara umferðaröryggi og lélegra aðgengi, ásamt því að erfiðara er að veita kerfinu forgang á gatnamótum. Þetta gerir það að verkum að kerfið verður óáreiðanlegt og getur því ekki flokkast sem hágæða almenningssamgöngukerfi.“ Lesið vel, kæru lesendur, því þessi orð framkvæmdastjórans eiga að kosta ríkissjóð 80 milljarða króna. Við brutumst út úr veirufárinu með ráðum kunnáttufólks og sérfræðinga og almennri samstöðu. Við 100 milljarða framkvæmd eru orð kunnáttumanna metin einskis virði. Enda þótt aðeins liggi fyrir frumdrög að fyrstu lotu af sex í borgarlínu má ráða af tilvitnaðri grein að hafið sé yfir vafa að hún falli í hágæðaflokk. Fokdýrir draumórar eða raunhæfar lausnir Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn ekki séð ástæðu til að skýra af hverju hann tekur að sér að fjármagna úr ríkissjóði kosningamál Samfylkingar á vettvangi borgarinnar. Þegar kunnáttumenn í áhugasamtökum kynna lausn sem sparar ríkissjóði 80 milljarða króna mætir flokksmaður á síður Morgunblaðsins til að hafna slíkri lausn á forsendum sem lesendur geta sjálfir dæmt um. Brýnna virðist af hálfu flokksins að fjármagna fokdýrar trúarsetningar Samfylkingar en efna fyrirheit um Sundabraut. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Borgarlína Samgöngur Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir þrotlausar umræður um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu situr málið fast líkt og í umferðarteppum eins og fólk þekkir of vel. Undanfarin tíu ár hefur verið framkvæmdastopp meðan kannað hefur verið með árlegum 900 milljóna króna fjárstyrkjum úr ríkissjóði hvort fleiri fáist til að nota Strætó. Allt situr pikkfast. Engar framkvæmdir og enginn árangur hefur náðst við að fjölga notendum Strætó. Ódýr kostur í boði samkvæmt tillögum áhugafólks Í grein minni hér fyrir viku ræddi ég tillögu hópsins Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS) um létta útgáfu til að bæta almenningssamgöngur. ÁS leggur til að sérakreinar verði hægra megin við akbrautir á þeim köflum þar sem eru langar biðraðir bíla á álagstímum. Sérakreinar fyrir almenningsvagna verði ekki teknar frá almennri umferð heldur gerðar nýjar akreinar. Þessi létta útgáfa myndi því ekki auka umferðartafir. Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur og talsmaður áhugahópsins telur að lauslega áætlaður kostnaður við slíka létta útgáfu yrði um 20 milljarðar kr. Þessi fjárhæð er um 80 milljörðum króna lægri en 100 milljarða áætlun um stofnkostnað borgarlínu en gerir nánast sama gagn að dómi Þórarins. Sundabraut þolir ekki bið Sparnaðinn má nota í hagkvæmar framkvæmdir við stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Sundabraut sem brýnt er að leggja. Henni fylgja miklir hagsmunir, ekki síst fyrir íbúa í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi sem samþykktu sameiningu við Reykjavík með áskilnaði um að brautin yrði lögð. Krafa um ábyrga meðferð opinbers fjár Í ljósi tillagna áhugahópsins ÁS um sparnað fyrir ríkissjóð upp á 80 milljarða króna ber stjórnvöldum skylda til að endurskoða áform um að verja 50 milljörðum í kosningamál Samfylkingar og láta Keldnaland og söluandvirði Íslandsbanka fylgja með í hítina. Annað væri óábyrg meðferð á opinberu fé og vítaverð vanræksla á að gæta hagsmuna skattgreiðenda. Sjálfstæðismenn þurfa að skýra stuðning við borgarlínu Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er á endanum ábyrgur fyrir ofangreindu framlagi ríkissjóðs til borgarlínu. Á vegum ráðherra starfar opinbera hlutafélagið Betri samgöngur ohf. sem hafa á umsjón með framkvæmdum. Þessu félagi stýra flokksmenn Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdastjóri, sem kunnur er af starfi á vettvangi Heimdallar, og stjórnarformaður félagsins, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í hrunstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn stendur þannig ábyrgur fyrir borgarlínunni, framkvæmd hennar og fjármögnun. Fjármögnunin kemur úr ríkissjóði, svo allir hafi það á hreinu. Flýti- og umferðargjöld verða lögð á fólkið sem situr fast í umferðarhnútunum. Þeir rakna ekki upp við að tvær miðjuakreinar verði teknar undir borgarlínu. Betri samgöngur ohf. afgreiða sjónarmið sérfræðinga ÁS Í liðinni viku ritaði framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., Davíð Þorláksson lögfræðingur, grein í Morgunblaðið um það sem hann kallar hágæða almenningssamgöngur. Hugtakið kemur alloft fyrir í stuttri grein en er ekki skilgreint í henni. Virðist sem orðinu „hágæða“ sé beitt til að útiloka kosti aðra en fyrirhugaða borgarlínu. Tillögu sérfræðihópsins ÁS um létta og hagkvæma lausn er hafnað í grein framkvæmdastjórans með eftirfarandi orðum: „Ástæðan fyrir því er að sérakreinar hægra megin í göturými, eins og gert er ráð fyrir í léttu hraðvagnakerfi, eru í raun forgangsakreinar eins og eru til staðar nú þegar á höfuðborgarsvæðinu. Slíkar forgangsakreinar tryggja ekki áreiðanleika á sama hátt og sérrými í miðju, eins og gert er ráð fyrir með borgarlínunni, því að önnur umferð getur villst inn á forgangsakreinar. Meira er um þveranir annarrar umferðar með slakara umferðaröryggi og lélegra aðgengi, ásamt því að erfiðara er að veita kerfinu forgang á gatnamótum. Þetta gerir það að verkum að kerfið verður óáreiðanlegt og getur því ekki flokkast sem hágæða almenningssamgöngukerfi.“ Lesið vel, kæru lesendur, því þessi orð framkvæmdastjórans eiga að kosta ríkissjóð 80 milljarða króna. Við brutumst út úr veirufárinu með ráðum kunnáttufólks og sérfræðinga og almennri samstöðu. Við 100 milljarða framkvæmd eru orð kunnáttumanna metin einskis virði. Enda þótt aðeins liggi fyrir frumdrög að fyrstu lotu af sex í borgarlínu má ráða af tilvitnaðri grein að hafið sé yfir vafa að hún falli í hágæðaflokk. Fokdýrir draumórar eða raunhæfar lausnir Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn ekki séð ástæðu til að skýra af hverju hann tekur að sér að fjármagna úr ríkissjóði kosningamál Samfylkingar á vettvangi borgarinnar. Þegar kunnáttumenn í áhugasamtökum kynna lausn sem sparar ríkissjóði 80 milljarða króna mætir flokksmaður á síður Morgunblaðsins til að hafna slíkri lausn á forsendum sem lesendur geta sjálfir dæmt um. Brýnna virðist af hálfu flokksins að fjármagna fokdýrar trúarsetningar Samfylkingar en efna fyrirheit um Sundabraut. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar