Erlent

Einn lést í gleðigöngu í Flórída

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Einn er dáinn eftir að pallbíl var ekið á þátttakendur í gleðigöngu í Flórída.
Einn er dáinn eftir að pallbíl var ekið á þátttakendur í gleðigöngu í Flórída. Getty/Jason Koerner

Einn er látinn og annar særður eftir að pallbíl var ekið inn í hóp fólks sem tók þátt í gleðigöngu í Flórída í gærkvöld. Bíllin var hluti af gleðigöngunni og búið var að skreyta hann með regnbogafánum.

Ökumaður bílsins var handtekinn í gærkvöldi og er málið nú til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Fort Lauderdale og Alríkislögreglunni, FBI. Lögreglan hefur hvorki greint frá nafni hins grunaða né fórnarlambanna.

Hinn grunaði var samkvæmt frétt NBC Miami klæddur í bol merktur Hinseginkór Fort Lauderdale. Formaður kórsins sagði í yfirlýsingu að bæði ökumaðurinn og fórnarlömbin tvö hafi verið í kórnum.

„Að því ég best veit var þetta ekki árás á hinseginsamfélagið. Við bíðum eftir frekari upplýsingum og biðjum samfélagið að sýna ást og stuðning,“ sagði formaðu kórsins í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×