Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir samsæriskenningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2021 10:03 Michelle Roosevelt Edwards, áður Michelle Ballarin. Vísir/Baldur Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið. Greint er frá þessu í ítarlegri fréttaskýringu Washington Post. Í viðtalinu við Kveik, sem birt var 4. febrúar 2020, má sjá Edwards sýna fréttamönnum RÚV húsið og vísar hún þeim meðal annars inn í svefnherbergi sem hún segir vera sitt. Þegar fréttamaður RÚV bendir á að eignin sé skráð á sölu segir Edward að hún sé nýbúin að kaupa eignina. Eignin sé ekki til sölu. Setrið hefur hins vegar aldrei verið í eigu Edwards. Ekkja Fords, mannsins sem átti húsið, segist ekki þekkja Edwards. Þegar Washington Post sýndi ekkjunni myndefni úr fréttaskýru Kveiks svaraði hún til: „Hún er í húsinu mínu. Hvernig komst hún inn í húsið mitt?“ Á þeim tíma sem viðtalið hjá Kveik var tekið var húsið á sölu og Edwards var löggildur fasteignasali í Virginíu. Fasteignafyrirtæki hennar var hins vegar ekki það fyrirtæki sem sá um söluna á húsinu. Edwards hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ýtti undir samsæriskenninguna um „Italygate“ Í desember síðastliðnum greip Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, til ýmissa bragða í von um að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Skipaði hann til dæmis starfsmannastjóra sínum, Mark Meadows, að finna sannanir um kosningasvindl Demókrata. Í kjölfarið sendi Meadows Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra, tölvupóst þar sem hann fór yfir samsæriskenningu þess efnis að ítalskt öryggisfyrirtæki hafi í samráði við leyniþjónustu Bandaríkjanna staðið að víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum. Samsæriskenningin hlaut yfirskriftina „Italygate.“ Fyrirtækið UEAerospace Partners, var merkt fyrir tölvupóstinum, en það er í eigu Edwards. Það var svo í janúar sem annað fyrirtæki í eigu Edwards, Istitute for Good Governance, sendi út yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Samkvæmt kenningunni notaði ítalska öryggisfyrirtækið, í samstarfi við bandarísku leyniþjónustuna CIA, gervitungl í eigu hersins til þess að breyta atkvæðum fyrir Trump í atkvæði fyrir Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og sneru þannig niðurstöðu kosninganna við. WOW Air Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Greint er frá þessu í ítarlegri fréttaskýringu Washington Post. Í viðtalinu við Kveik, sem birt var 4. febrúar 2020, má sjá Edwards sýna fréttamönnum RÚV húsið og vísar hún þeim meðal annars inn í svefnherbergi sem hún segir vera sitt. Þegar fréttamaður RÚV bendir á að eignin sé skráð á sölu segir Edward að hún sé nýbúin að kaupa eignina. Eignin sé ekki til sölu. Setrið hefur hins vegar aldrei verið í eigu Edwards. Ekkja Fords, mannsins sem átti húsið, segist ekki þekkja Edwards. Þegar Washington Post sýndi ekkjunni myndefni úr fréttaskýru Kveiks svaraði hún til: „Hún er í húsinu mínu. Hvernig komst hún inn í húsið mitt?“ Á þeim tíma sem viðtalið hjá Kveik var tekið var húsið á sölu og Edwards var löggildur fasteignasali í Virginíu. Fasteignafyrirtæki hennar var hins vegar ekki það fyrirtæki sem sá um söluna á húsinu. Edwards hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ýtti undir samsæriskenninguna um „Italygate“ Í desember síðastliðnum greip Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, til ýmissa bragða í von um að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Skipaði hann til dæmis starfsmannastjóra sínum, Mark Meadows, að finna sannanir um kosningasvindl Demókrata. Í kjölfarið sendi Meadows Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra, tölvupóst þar sem hann fór yfir samsæriskenningu þess efnis að ítalskt öryggisfyrirtæki hafi í samráði við leyniþjónustu Bandaríkjanna staðið að víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum. Samsæriskenningin hlaut yfirskriftina „Italygate.“ Fyrirtækið UEAerospace Partners, var merkt fyrir tölvupóstinum, en það er í eigu Edwards. Það var svo í janúar sem annað fyrirtæki í eigu Edwards, Istitute for Good Governance, sendi út yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Samkvæmt kenningunni notaði ítalska öryggisfyrirtækið, í samstarfi við bandarísku leyniþjónustuna CIA, gervitungl í eigu hersins til þess að breyta atkvæðum fyrir Trump í atkvæði fyrir Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og sneru þannig niðurstöðu kosninganna við.
WOW Air Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47
Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31
Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35