„Barnalegt og í rauninni skelfilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 10:31 Freyr Alexandersson segir Ungverja hafa gert sig seka um slæm mistök. Vísir/Stöð 2 Sport Ungverjaland og Frakkland gerðu 1-1 jafntefli á Evrópumótinu í fótbolta í Búdapest í gær. Eftir frábæra frammistöðu gerðu Ungverjar sig seka um ein slæm mistök sem kostuðu þá þrjú stig úr leiknum. Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira