„Látið Eriksen í friði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júní 2021 07:01 Samherjar Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann. Stuart Franklin/Pool via AP Daley Blind, leikmaður hollenska landsliðsins og Ajax, er með skýr skilaboð til fólks hvað varðar Christian Eriksen. Látið hann í friði, segir Hollendingurinn. Christian Eriksen hneig til jarðar um síðustu helgi í leik Danmerkur og Finnlands en atvikið vakti mikinn óhug. Blind lenti sjálfur í svipuðu atviki í lok ársins 2019 og hann lýsir því í samtali við The Mirror. „Þegar þetta gerðist við mig þá var allur heimurinn að segja að ég væri búinn sem fótboltamaður og að ég gæti aldrei spilað aftur,“ sagði Blind. „En sjáið hvar ég er í dag. Það er þess vegna sem ég bið fólk um að láta Eriksen í friði.“ „Mér fannst ég vera tilbúinn og leið vel að snúa aftur, þegar ég fékk grænt ljós frá læknunum á sjúkrahúsinu og hjá læknateyminu í Ajax.“ Hann segir að hann hafi ekkert óttast og fólk ætti að tala minna um að ferli fótboltamanna sé lokið eftir svona áföll. „Það var engin ástæða fyrir því að ég gæti ekki spilað á hæsta stigi á ný en það er mikilvægast að manni líður vel í höfðinu.“ „Ég var ekki hrædur. Ég var bara glaður að ég gæti spilað með liðinu á nýjan leik. Þegar læknarnir segja að þú getur spilað aftur þá er það bara spenna og engin hræðsla.“ „Það sem pirrar mig mest er fólkið sem segir að ferlinum þínum sé lokið og að maður spili ekki fótbolta aftur. Þau vita ekki hvað þetta særir mann mikið,“ bætti Blind við. 'Leave him alone!': Daley Blind criticises pundits for saying Christian Eriksen won't play again https://t.co/m7BMBY57VI— MailOnline Sport (@MailSport) June 20, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Christian Eriksen hneig til jarðar um síðustu helgi í leik Danmerkur og Finnlands en atvikið vakti mikinn óhug. Blind lenti sjálfur í svipuðu atviki í lok ársins 2019 og hann lýsir því í samtali við The Mirror. „Þegar þetta gerðist við mig þá var allur heimurinn að segja að ég væri búinn sem fótboltamaður og að ég gæti aldrei spilað aftur,“ sagði Blind. „En sjáið hvar ég er í dag. Það er þess vegna sem ég bið fólk um að láta Eriksen í friði.“ „Mér fannst ég vera tilbúinn og leið vel að snúa aftur, þegar ég fékk grænt ljós frá læknunum á sjúkrahúsinu og hjá læknateyminu í Ajax.“ Hann segir að hann hafi ekkert óttast og fólk ætti að tala minna um að ferli fótboltamanna sé lokið eftir svona áföll. „Það var engin ástæða fyrir því að ég gæti ekki spilað á hæsta stigi á ný en það er mikilvægast að manni líður vel í höfðinu.“ „Ég var ekki hrædur. Ég var bara glaður að ég gæti spilað með liðinu á nýjan leik. Þegar læknarnir segja að þú getur spilað aftur þá er það bara spenna og engin hræðsla.“ „Það sem pirrar mig mest er fólkið sem segir að ferlinum þínum sé lokið og að maður spili ekki fótbolta aftur. Þau vita ekki hvað þetta særir mann mikið,“ bætti Blind við. 'Leave him alone!': Daley Blind criticises pundits for saying Christian Eriksen won't play again https://t.co/m7BMBY57VI— MailOnline Sport (@MailSport) June 20, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira