Breytingar á skimunum muni hafa jákvæð áhrif á ferðavilja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 18:51 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Ferðamálastjóri segir ákvörðun um að hætta að skima bólusetta á landamærunum vafalaust eiga eftir að auka ferðavilja erlendra ferðamanna til landsins. Hvers kyns takmarkanir hafi óhjákvæmilega áhrif. „Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.” Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
„Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.”
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira