Erlent

Pashinyan heldur velli í Armeníu

Árni Sæberg skrifar
Nikol Pashinyan greiddi atkvæði í dag, sjálfum sér eflaust.
Nikol Pashinyan greiddi atkvæði í dag, sjálfum sér eflaust. Getty/SOPA

Flokkur sitjandi forsætisráðherra Armeníu virðist vera sigurvegari þingkosninga þar í landi en fyrstu tölur voru birtar í kvöld.

Armennar gengu að kjörborðinu í dag, tveimur árum á undan áætlun. Kallað var til kosninga vegna mikils ósættis með friðarsamning milli Armeníu og Aserbaídsjan. Friðarsamningurinn var gerður vegna átaka um héraðið Nagorno-Karabakh. Armenar gáfu eftir stóran hluta héraðsins með samningnum. Mikil mótmæli brutust út í Armeníu eftir lok átakanna og kallað var eftir afsögn Pashinyans.

Talin hafa verið 8 prósent atkvæða og flokkur forsætiráðherrans hefur fengið 62 prósent þeirra. Flokkur Roberts Kocharyan, fyrrverandi forseta landsins, hefur fengið 18 prósent atkvæða. Enginn annar flokkur er yfir fimm prósent lágmarkinu sem þarf til að koma manni inn á þing.

Athygli vekur að kjörsókn var heldur dræm, aðeins 49 prósent. Búast hefði mátt við betri kjörsókn þar sem kosningarnar snerust aðallega um friðarsamninginn um Nagorno-Karabakh sem er mikið hitamál í Armeníu.


Tengdar fréttir

Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena

Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina.

Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari

Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×