Sögulegur sigur Atlanta sem er komið í úrslit Austurdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 07:16 Trae Young hefur verið einn besti leikmaður úrslitakeppninnar. getty/Tim Nwachukwu Atlanta Hawks er komið í úrslit Austurdeildar NBA eftir sigur á Philadelphia 76ers, 96-103, í oddaleik í nótt. Þetta var fyrsti sigur Atlanta á útivelli í oddaleik í sögu félagsins, í tíundu tilraun. Þetta er aðeins í annað sinn á síðustu fimmtíu árum sem Atlanta kemst svona langt í úrslitakeppninni. Fyrir sex árum komst liðið í úrslit Austurdeildarinnar en tapaði fyrir Cleveland Cavaliers, 4-0. Mikill viðsnúningur hefur orðið á gengi Atlanta en þann 1. mars hafði liðið aðeins unnið fjórtán af 34 leikjum sínum og var búið að reka þjálfarann sinn, Lloyd Pierce. Síðan þá hefur Atlanta verið á mikilli siglingu undir stjórn Nates McMillan og er nú komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Milwaukee Bucks. Trae Young, sem hefur verið frábær í úrslitakeppninni, hitti illa í nótt en setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Atlanta sex stigum yfir, 87-93. Young endaði með 21 stig og tíu stoðsendingar. Trae Young puts up 21 PTS, 10 AST as the @ATLHawks win Game 7 and advance to the #NBAECF presented by AT&T! #ThatsGameAtlanta will take on Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/Fbpfkab2hR— NBA (@NBA) June 21, 2021 Kevin Huerter var stigahæstur í liði Atlanta með 27 stig en hann hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum. John Collins skoraði fjórtán stig og tók sextán fráköst og Dario Gallinari skoraði sautján stig. Kevin Huerter's #NBAPlayoffs career-high 27 PTS lift the @ATLHawks over PHI on the road in Game 7! #ThatsGame Atlanta advances to the #NBAECF presented by AT&T and will face Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. pic.twitter.com/gCycz5yW68— NBA (@NBA) June 21, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 31 stig og ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst. Ben Simmons gaf þrettán stoðsendingar en tók aðeins fjögur skot í leiknum. Phoenix Suns tók forystuna gegn Los Angeles Clippers með 120-114 sigri í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Devin Booker átti stórleik; skoraði fjörutíu stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan sem hann nær á ferlinum. DeAndre Ayton skoraði tuttugu stig og tók níu fráköst. The @Suns win Game 1 vs. LAC behind @DevinBook's first career #NBAPlayoffs Triple-Double! #ThatsGame 40 PTS | 13 REB | 11 ASTGame 2: Tuesday at 9pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/w6SgPrfRV7— NBA (@NBA) June 20, 2021 Chris Paul lék ekki með Phoenix og sömu sögu var að segja af Kawhi Leonard hjá Clippers. Paul George var stigahæstur gestanna með 34 stig. Reggie Jackson skoraði 24 stig. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-103 Atlanta Phoenix 120-114 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Þetta er aðeins í annað sinn á síðustu fimmtíu árum sem Atlanta kemst svona langt í úrslitakeppninni. Fyrir sex árum komst liðið í úrslit Austurdeildarinnar en tapaði fyrir Cleveland Cavaliers, 4-0. Mikill viðsnúningur hefur orðið á gengi Atlanta en þann 1. mars hafði liðið aðeins unnið fjórtán af 34 leikjum sínum og var búið að reka þjálfarann sinn, Lloyd Pierce. Síðan þá hefur Atlanta verið á mikilli siglingu undir stjórn Nates McMillan og er nú komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Milwaukee Bucks. Trae Young, sem hefur verið frábær í úrslitakeppninni, hitti illa í nótt en setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Atlanta sex stigum yfir, 87-93. Young endaði með 21 stig og tíu stoðsendingar. Trae Young puts up 21 PTS, 10 AST as the @ATLHawks win Game 7 and advance to the #NBAECF presented by AT&T! #ThatsGameAtlanta will take on Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/Fbpfkab2hR— NBA (@NBA) June 21, 2021 Kevin Huerter var stigahæstur í liði Atlanta með 27 stig en hann hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum. John Collins skoraði fjórtán stig og tók sextán fráköst og Dario Gallinari skoraði sautján stig. Kevin Huerter's #NBAPlayoffs career-high 27 PTS lift the @ATLHawks over PHI on the road in Game 7! #ThatsGame Atlanta advances to the #NBAECF presented by AT&T and will face Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. pic.twitter.com/gCycz5yW68— NBA (@NBA) June 21, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 31 stig og ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst. Ben Simmons gaf þrettán stoðsendingar en tók aðeins fjögur skot í leiknum. Phoenix Suns tók forystuna gegn Los Angeles Clippers með 120-114 sigri í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Devin Booker átti stórleik; skoraði fjörutíu stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan sem hann nær á ferlinum. DeAndre Ayton skoraði tuttugu stig og tók níu fráköst. The @Suns win Game 1 vs. LAC behind @DevinBook's first career #NBAPlayoffs Triple-Double! #ThatsGame 40 PTS | 13 REB | 11 ASTGame 2: Tuesday at 9pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/w6SgPrfRV7— NBA (@NBA) June 20, 2021 Chris Paul lék ekki með Phoenix og sömu sögu var að segja af Kawhi Leonard hjá Clippers. Paul George var stigahæstur gestanna með 34 stig. Reggie Jackson skoraði 24 stig. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-103 Atlanta Phoenix 120-114 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum