22 ára aldursmunur á markaskorurunum Fylkismanna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 09:30 Óskar Borgþórsson, Helgi Valur Daníelsson og Dagur Dan Þórhallsson fagna hér saman einu marka Fylkisliðsins í gær ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn settu nær örugglega nýtt met í sigri sínum á Skagamönnum í Pepsi Max deild karla. Þá skoruðu nýliði og mikill reynslubolti í sama leiknum. Helgi Valur Daníelsson og Óskar Borgþórsson voru meðal markaskorara Árbæjarliðsins og settu um leið líklega met í efstu deild karla. Helgi jafnaði metin eftir að Skagamenn komust yfir í upphafi leiks en Óskar kom Fylki síðan í 2-1 þrjátíu mínútum síðar. Dagur Dan Þórhallsson innsiglaði síðan sigurinn. Helgi Valur er nefnilega fæddur árið 13. júlí 1981 en Óskar kom ekki í heiminn fyrr en 15. júlí 2003. Það eru því meira en 22 ár á milli þeirra. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Svo skemmtilega vill til að Helgi Valur var að spila með Fylkisliðinu í úrvalsdeildinni kvöldið áður en Óskar fæddist. Helgi lék þá með Fylki í 2-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Óskar var þarna í byrjunarliði í fyrsta sinn í efstu deild en hann hafði þrisvar sinnum áður komið inn á sem varamaður. Á meðan Óskar var að spila sinn fjórða úrvalsdeildarleik fyrir Fylki þá var Helgi Valur að spila leik númer 111. Helgi Valur spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Fylki í efstu deild í 5-0 sigri á Breiðabliki 1. júní árið 2000 eða fyrir rúmu 21 ári síðan. Þá var Dagur Dan, hinn markaskorari Fylkismanna í gær, ekki orðinn eins mánaða. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Það voru enn fremur liðin tæp átta ár síðan að svo gamall leikmaður skoraði í úrvalsdeildinni. Helgi Valur varð í gær elsti markaskorarinn í Pepsi Max deildinni síðan að Dean Edward Martin skoraði fyrir ÍA á móti FH í september 2012. Martin var þá 40 ára og 20 daga en Helgi Valur fagnar fertugsafmæli sínu eftir tæpan mánuð. Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson og Óskar Borgþórsson voru meðal markaskorara Árbæjarliðsins og settu um leið líklega met í efstu deild karla. Helgi jafnaði metin eftir að Skagamenn komust yfir í upphafi leiks en Óskar kom Fylki síðan í 2-1 þrjátíu mínútum síðar. Dagur Dan Þórhallsson innsiglaði síðan sigurinn. Helgi Valur er nefnilega fæddur árið 13. júlí 1981 en Óskar kom ekki í heiminn fyrr en 15. júlí 2003. Það eru því meira en 22 ár á milli þeirra. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Svo skemmtilega vill til að Helgi Valur var að spila með Fylkisliðinu í úrvalsdeildinni kvöldið áður en Óskar fæddist. Helgi lék þá með Fylki í 2-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Óskar var þarna í byrjunarliði í fyrsta sinn í efstu deild en hann hafði þrisvar sinnum áður komið inn á sem varamaður. Á meðan Óskar var að spila sinn fjórða úrvalsdeildarleik fyrir Fylki þá var Helgi Valur að spila leik númer 111. Helgi Valur spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Fylki í efstu deild í 5-0 sigri á Breiðabliki 1. júní árið 2000 eða fyrir rúmu 21 ári síðan. Þá var Dagur Dan, hinn markaskorari Fylkismanna í gær, ekki orðinn eins mánaða. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Það voru enn fremur liðin tæp átta ár síðan að svo gamall leikmaður skoraði í úrvalsdeildinni. Helgi Valur varð í gær elsti markaskorarinn í Pepsi Max deildinni síðan að Dean Edward Martin skoraði fyrir ÍA á móti FH í september 2012. Martin var þá 40 ára og 20 daga en Helgi Valur fagnar fertugsafmæli sínu eftir tæpan mánuð.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira