Stemmingin góð en flækjustigið hátt fyrir Covid-Ólympíuleika Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2021 12:15 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á allan undirbúning leikanna. Getty/Carl Court Rétt rúmur mánuður er nú í að Ólympíuleikarnir hefjist í Japan. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir flækjustigið hátt vegna kórónuveirufaraldursins en góð stemming sé fyrir þessum fordæmalausu Ólympíuleikum. Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira
Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira