Ríkið sýknað af milljónakröfu Sigurðar G. í skattamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2021 14:27 Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áberandi í fjölmiðla- og viðskiptalífinu undanfarna áratugi. Vísir/Friðrik Þór Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta en héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunni. Ferill Sigurðar er vægast sagt fjölbreyttur og er raunar rakinn í þaula á heimasíðu hans. Lögmaðurinn hefur meðal annars starfað sem forstjóri Norðurljósa, stjórnað kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og keypti DV á sínum tíma með fjármagni frá Björgólfi Thor Björgólfssyni fjárfesti. 35 millljónir sem mynduðu skuld Sigurður hefur einnig verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISa skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá segir í dómnum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Og að lokum tæpar þrjár milljónir króna af söluverði Dýrfiskjar ehf sem hafi verið færðar á bankareikning stefnda. 25 prósenta álag Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattayfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Þá taldi Sigurður að skattrannsóknarstjóri hefði átt að ræða við Björgvin Þorsteinsson hæstaréttarlögmann sem hefði getað staðfest að Sigurður hefði átt að fá 10,5 milljónir króna úr uppgjöri Dýrfisks ehf. Ríkisskattstjóri taldi ekki ráðið af gögnum málsins hvernig hlutur Björgvins í fyrrnefndu uppgjöri tengdist málinu. Þarf að greiða 800 þúsund í málskostnað Héraðsdómur féllst ekki á að rannsókn skattrannsóknarstjóra hefði verið ófullnægjandi eða að niðurstaða hennar hefði verið efnislega röng. Sigurður hefði í gegnum allt ferlið getað lagt fram gögn og komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Skýrslutaka yfir Björgvini Þorsteinssyni hefði ekki breytt neinu. Þá taldi héraðsdómur Sigurð ekki hafa sýnt fram á að skýringar hans væru réttar miðað við fyrirliggjandi gögn. Þvert á móti styðji gögnin ekki málatilbúnað Sigurðar. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Sigurðar sem þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Ferill Sigurðar er vægast sagt fjölbreyttur og er raunar rakinn í þaula á heimasíðu hans. Lögmaðurinn hefur meðal annars starfað sem forstjóri Norðurljósa, stjórnað kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og keypti DV á sínum tíma með fjármagni frá Björgólfi Thor Björgólfssyni fjárfesti. 35 millljónir sem mynduðu skuld Sigurður hefur einnig verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISa skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá segir í dómnum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Og að lokum tæpar þrjár milljónir króna af söluverði Dýrfiskjar ehf sem hafi verið færðar á bankareikning stefnda. 25 prósenta álag Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattayfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Þá taldi Sigurður að skattrannsóknarstjóri hefði átt að ræða við Björgvin Þorsteinsson hæstaréttarlögmann sem hefði getað staðfest að Sigurður hefði átt að fá 10,5 milljónir króna úr uppgjöri Dýrfisks ehf. Ríkisskattstjóri taldi ekki ráðið af gögnum málsins hvernig hlutur Björgvins í fyrrnefndu uppgjöri tengdist málinu. Þarf að greiða 800 þúsund í málskostnað Héraðsdómur féllst ekki á að rannsókn skattrannsóknarstjóra hefði verið ófullnægjandi eða að niðurstaða hennar hefði verið efnislega röng. Sigurður hefði í gegnum allt ferlið getað lagt fram gögn og komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Skýrslutaka yfir Björgvini Þorsteinssyni hefði ekki breytt neinu. Þá taldi héraðsdómur Sigurð ekki hafa sýnt fram á að skýringar hans væru réttar miðað við fyrirliggjandi gögn. Þvert á móti styðji gögnin ekki málatilbúnað Sigurðar. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Sigurðar sem þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira