Leikari úr Friends er með krabbamein Árni Sæberg skrifar 21. júní 2021 19:30 James Micheal Tyler fór aftur bak við barborðið á Central Perk árið 2015. Jason Kempin/Getty Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. Í samtali við NBC, tilkynnti James að hann hefði greinst með krabbameinið árið 2018. Síðan þá hefur krabbameinið dreifst í bein leikarans og hann getur ekki gengið lengur. Krabbameinið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun þegar leikarinn var 56 ára gamall. Hann hvetur alla karlmenn til að láta rannsaka hvort þeir séu með krabbamein í blöðruhálskirtli. „Það eru aðrir möguleikar í boði fyrir karlmenn ef krabbameinið greinist fyrr,“ sagði James í samtali við NBC. Leikarinn eygir ekki von um bata af krabbameininu. „Lokastigskrabbamein. Svo það nær mér, þú veist, á endanum.“ segir hann. Leikarinn gat ekki tekið þátt í nýja þættinum af Friends, sem kom út nú á dögunum, í eigin persónu. Hann kom þó fram í þættinum í gegn um fjarfundabúnað. Leikarinn sagði ekkert um krabbameinið í þættinum. Hann vildi ekki segja: „Ó, meðan ég man, Gunther er með krabbamein.“ Friends Hollywood Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Í samtali við NBC, tilkynnti James að hann hefði greinst með krabbameinið árið 2018. Síðan þá hefur krabbameinið dreifst í bein leikarans og hann getur ekki gengið lengur. Krabbameinið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun þegar leikarinn var 56 ára gamall. Hann hvetur alla karlmenn til að láta rannsaka hvort þeir séu með krabbamein í blöðruhálskirtli. „Það eru aðrir möguleikar í boði fyrir karlmenn ef krabbameinið greinist fyrr,“ sagði James í samtali við NBC. Leikarinn eygir ekki von um bata af krabbameininu. „Lokastigskrabbamein. Svo það nær mér, þú veist, á endanum.“ segir hann. Leikarinn gat ekki tekið þátt í nýja þættinum af Friends, sem kom út nú á dögunum, í eigin persónu. Hann kom þó fram í þættinum í gegn um fjarfundabúnað. Leikarinn sagði ekkert um krabbameinið í þættinum. Hann vildi ekki segja: „Ó, meðan ég man, Gunther er með krabbamein.“
Friends Hollywood Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein