Betri samgöngur – að hluta Ingi Tómasson skrifar 22. júní 2021 09:31 Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var samþykkt ný sýn á þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta átti verulega í varðandi stofnvegi, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Árið 2019 undirrituðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum fólst að 120 milljarðar yrðu settir í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Í stofnvegi færu 52 milljarðar, í Borgarlínu 50 milljarðar, í hjóla- og göngustíga færu 8,2 milljarðar og í umferðarstýringar og sértækar öryggisaðgerðir 7,2 milljarðar. Samgöngusáttmálinn í framkvæmd Lokið er við framkvæmd á Reykjanesbraut á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar og unnið er að skipulagi á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Í október 2020 var stofnað sérstakt félag um framkvæmd samgöngusáttmálans; Betri samgöngur ohf. Kynningarfundur í Nauthól var haldinn um fyrsta hluta Borgarlínu. Flott kynningargögn hafa verið unnin af starfsmönnum Betri samgöngur ohf. varðandi Borgarlínuna sem í framhaldinu eru notuð til deiliskipulagbreytinga og aðalskipulagsbreytinga eftir atvikum í viðkomandi sveitarfélögum. Ég sakna þess að sjá ekki neinar tillögur eða hugmyndir frá Betri samgöngum ohf. um annað sem skrifað er í samgöngusáttmálann, má þar nefna mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut og Sæbraut í stokk sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. Einnig ætti félagið að hafa í forgangi þann hluta samgöngusáttmálans sem fjallar um hjóla- og göngustíga svo og umferðarstýringu. Umferðin í og við Hafnarfjörð Það var til mikilla bóta að fá mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg/Reykjanesbraut og nýja tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut. Þar með er vandi okkar Hafnfirðinga alls ekki leystur. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að um 13 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnvegum í og við Hafnarfjörð, þar inni er Reykjanesbraut – Álftanesvegur – Lækjargata þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024. Mikilvægt er að hönnun liggi fyrir sem allra fyrst þar sem reynslan sýnir að hönnun tekur langan tíma og svo er alltaf spurning um umhverfismat og kæruferli. Mín tillaga er að þessum framkvæmdum verði hraðað sem kostur er enda stofnæðin í gegnum bæinn ekki boðleg íbúum með allri þeirri umferð sem þar flæðir daglega. Auk þess geri ég kröfu á Garðbæinga að opna fyrir umferð frá gamla Álftanesvegi um Herjólfsbraut inn og út úr Norðurbænum. Vegurinn sem aldrei kemur Við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins var Ofanbyggðarvegur frá Hafnarfirði til Kópavogs felldur út af skipulagi að kröfu Garðabæjar, þess í stað var settur innanbæjarvegur í aðalskipulag Garðabæjar sem liggur frá Flóttamannavegi meðfram Urriðakotsvatni og tengist Álftanesvegi við Reykjanesbraut (Góa er við Álftanesveg). Í ljósi umræðu um aðgengi íbúa að Urriðaholti, fyrirhugaðri uppbyggingu á og við golfvöllinn í Setbergi sem tilheyrir Garðabæ svo og flæði umferðar á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi voru það mistök af Garðabæ að fella Ofanbyggðarveg út af aðalskipulaginu. Í greinargerð Vegagerðarinnar „Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Janúar 2019“ kemur eftirfarandi fram: „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Og síðar segir: „Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, um Garðabæ og Kópavog inni til framtíðar.“ Tek ég undir með Vegagerðinni og tel æskilegt að Garðbæingar endurskoði afstöðu sína til Ofanbyggðarvegar. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulag- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var samþykkt ný sýn á þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta átti verulega í varðandi stofnvegi, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Árið 2019 undirrituðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum fólst að 120 milljarðar yrðu settir í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Í stofnvegi færu 52 milljarðar, í Borgarlínu 50 milljarðar, í hjóla- og göngustíga færu 8,2 milljarðar og í umferðarstýringar og sértækar öryggisaðgerðir 7,2 milljarðar. Samgöngusáttmálinn í framkvæmd Lokið er við framkvæmd á Reykjanesbraut á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar og unnið er að skipulagi á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Í október 2020 var stofnað sérstakt félag um framkvæmd samgöngusáttmálans; Betri samgöngur ohf. Kynningarfundur í Nauthól var haldinn um fyrsta hluta Borgarlínu. Flott kynningargögn hafa verið unnin af starfsmönnum Betri samgöngur ohf. varðandi Borgarlínuna sem í framhaldinu eru notuð til deiliskipulagbreytinga og aðalskipulagsbreytinga eftir atvikum í viðkomandi sveitarfélögum. Ég sakna þess að sjá ekki neinar tillögur eða hugmyndir frá Betri samgöngum ohf. um annað sem skrifað er í samgöngusáttmálann, má þar nefna mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut og Sæbraut í stokk sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. Einnig ætti félagið að hafa í forgangi þann hluta samgöngusáttmálans sem fjallar um hjóla- og göngustíga svo og umferðarstýringu. Umferðin í og við Hafnarfjörð Það var til mikilla bóta að fá mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg/Reykjanesbraut og nýja tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut. Þar með er vandi okkar Hafnfirðinga alls ekki leystur. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að um 13 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnvegum í og við Hafnarfjörð, þar inni er Reykjanesbraut – Álftanesvegur – Lækjargata þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024. Mikilvægt er að hönnun liggi fyrir sem allra fyrst þar sem reynslan sýnir að hönnun tekur langan tíma og svo er alltaf spurning um umhverfismat og kæruferli. Mín tillaga er að þessum framkvæmdum verði hraðað sem kostur er enda stofnæðin í gegnum bæinn ekki boðleg íbúum með allri þeirri umferð sem þar flæðir daglega. Auk þess geri ég kröfu á Garðbæinga að opna fyrir umferð frá gamla Álftanesvegi um Herjólfsbraut inn og út úr Norðurbænum. Vegurinn sem aldrei kemur Við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins var Ofanbyggðarvegur frá Hafnarfirði til Kópavogs felldur út af skipulagi að kröfu Garðabæjar, þess í stað var settur innanbæjarvegur í aðalskipulag Garðabæjar sem liggur frá Flóttamannavegi meðfram Urriðakotsvatni og tengist Álftanesvegi við Reykjanesbraut (Góa er við Álftanesveg). Í ljósi umræðu um aðgengi íbúa að Urriðaholti, fyrirhugaðri uppbyggingu á og við golfvöllinn í Setbergi sem tilheyrir Garðabæ svo og flæði umferðar á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi voru það mistök af Garðabæ að fella Ofanbyggðarveg út af aðalskipulaginu. Í greinargerð Vegagerðarinnar „Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Janúar 2019“ kemur eftirfarandi fram: „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Og síðar segir: „Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, um Garðabæ og Kópavog inni til framtíðar.“ Tek ég undir með Vegagerðinni og tel æskilegt að Garðbæingar endurskoði afstöðu sína til Ofanbyggðarvegar. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulag- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar