Keflvíkingar risu fyrstir upp frá dauðum en ekkert lið náð því í úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 15:30 Dominykas Milka og félagar í Keflavík eiga ekki fleiri líf í þessari úrslitakeppni. Vísir/Bára Keflavík er 2-0 undir í úrslitaeinvígi sínu á móti Þórsurum. Staðan er einföld. Eitt tap í viðbót og yfirburðarlið deildarkeppninnar missir Íslandsmeistaratitilinn til Þorlákshafnar. Þriðji leikur lokaúrslita Domino's deildar karla í körfubolta er í Keflavík í kvöld og Keflvíkingar verða þar í sömu stöðu og þeir voru í 11. apríl 2008. Keflavík mætti þá einnig 2-0 undir í þriðja leik á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. ÍR hafði komið öllum á óvörum með því að vinna deildarmeistarana tvívegis þar af með sautján stigum í leik tvö. Tímabilið var því undir hjá Keflavík í leik þrjú. Keflavíkurliðið vann þann leik 106-73 og skrifaði síðan söguna í úrslitakeppninni með því að vinna hina tvo leikina líka og slá út ÍR-liðið 3-2. Keflavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Þetta Keflavíkurliðið varð það fyrsta í sögu úrslitakeppninni til að koma til baka í einvígi þar sem það lendir 2-0 undir. Síðan þá hafa þrjú lið bæst í hópinn. Keflvíkingar misstu sjálfir niður 2-0 forystu á móti Haukum í átta liða úrslitunum 2015. Keflavík vann tvo fyrstu leikina en Haukarnir svöruðu með þremur sigurleikjum í röð. Í síðustu úrslitakeppni, vorið 2019, þá komust tvö lið til baka í átta liða úrslitunum eftir að hafa lent 2-0 undir. Það voru lið ÍR og lið Þórs frá Þorlákshöfn. Þau urðu um leið einu liðin sem hafa komið til baka í slíkri stöðu með aðeins einn heimaleik af þessum þremur leikjum sem þau þurftu að vinna í röð. Þessi dæmi eru í undanúrslitum og átta liða úrslitunum. Þegar kemur að sjálfu úrslitaeinvíginu þá hefur ekkert lið náð að rísa upp frá dauðum. Ellefu lið hafa lent 2-0 undir í lokaúrslitunum og aðeins eitt þeirra hefur komið einvíginu í oddaleik. Það voru Grindvíkingar vorið 2017. Grindavíkurliðið tapaði hins vegar oddaleiknum með 39 stiga mun gegn KR. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. 49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%) Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira
Þriðji leikur lokaúrslita Domino's deildar karla í körfubolta er í Keflavík í kvöld og Keflvíkingar verða þar í sömu stöðu og þeir voru í 11. apríl 2008. Keflavík mætti þá einnig 2-0 undir í þriðja leik á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. ÍR hafði komið öllum á óvörum með því að vinna deildarmeistarana tvívegis þar af með sautján stigum í leik tvö. Tímabilið var því undir hjá Keflavík í leik þrjú. Keflavíkurliðið vann þann leik 106-73 og skrifaði síðan söguna í úrslitakeppninni með því að vinna hina tvo leikina líka og slá út ÍR-liðið 3-2. Keflavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Þetta Keflavíkurliðið varð það fyrsta í sögu úrslitakeppninni til að koma til baka í einvígi þar sem það lendir 2-0 undir. Síðan þá hafa þrjú lið bæst í hópinn. Keflvíkingar misstu sjálfir niður 2-0 forystu á móti Haukum í átta liða úrslitunum 2015. Keflavík vann tvo fyrstu leikina en Haukarnir svöruðu með þremur sigurleikjum í röð. Í síðustu úrslitakeppni, vorið 2019, þá komust tvö lið til baka í átta liða úrslitunum eftir að hafa lent 2-0 undir. Það voru lið ÍR og lið Þórs frá Þorlákshöfn. Þau urðu um leið einu liðin sem hafa komið til baka í slíkri stöðu með aðeins einn heimaleik af þessum þremur leikjum sem þau þurftu að vinna í röð. Þessi dæmi eru í undanúrslitum og átta liða úrslitunum. Þegar kemur að sjálfu úrslitaeinvíginu þá hefur ekkert lið náð að rísa upp frá dauðum. Ellefu lið hafa lent 2-0 undir í lokaúrslitunum og aðeins eitt þeirra hefur komið einvíginu í oddaleik. Það voru Grindvíkingar vorið 2017. Grindavíkurliðið tapaði hins vegar oddaleiknum með 39 stiga mun gegn KR. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. 49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%)
49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%)
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira