Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2021 22:22 Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. Vegagerðin Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót verður sextug í ár, byggð árið 1961, og er fyrir löngu orðin barn síns tíma. Fimmtán ár eru raunar liðin frá því umhverfismat hófst formlega vegna smíði nýrrar brúar en verkið jafnan strandað á fjármögnun. En núna er Vegagerðin loksins tilbúin að hefjast handa; á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. „Þetta eru þáttaskil. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Arnar Halldórsson „Við höfum náttúrlega lagt okkur fram um það að læra inn á þessa aðferðafræði, ekki síst frá okkar nágrannalöndum. Við höfum kynnt okkur vel hvernig Norðmennirnir eru að haga þessum málum og Danir.“ Hugmyndin er að ríkið greiði hluta verksins með beinu framlagi en innheimti jafnframt veggjöld í tuttugu til þrjátíu ár fyrir restinni. Bergþóra segir verkið standa mjög vel undir því að vera samvinnuverkefni. „Ríkið er að leggja þarna til tvo og hálfan milljarð. Og við bjóðum þetta verk út fullhannað en gerum ráð fyrir að samningsaðilinn taki áhættuna af verkinu, ef það má orða það þannig, og fjármögnun.“ Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng.Vegagerðin Með nýju brúarstæði styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Og það á ekki að reisa eina brú heldur fjórar nýjar en um leið fækkar einbreiðum brúm á hringveginum um þrjár. „Þetta er mikil samgöngubót. Þetta er stórt verk. Þetta eru nítján kílómetrar af þjóðvegi og fjórar brýr, sem verða tvíbreiðar. Það eru hliðarvegir. Gríðarleg samgöngubót,“ segir Bergþóra. Frestur til að skila inn umsókn um þátttöku í innkaupaferlinu og staðfestingu á hæfisskilyrðum er til 6. júlí og er stefnt að því að samningum verði lokið fyrir áramót. En hvenær má svo búast við því að verkið verði tilbúið og að menn geti klippt á borða? „Ja, við reiknum með að þetta sé þriggja ára verk. En það er vissulega eitt af því sem verður til samninga við viðkomandi aðila, hvað menn treysta sér í því,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Hornafjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót verður sextug í ár, byggð árið 1961, og er fyrir löngu orðin barn síns tíma. Fimmtán ár eru raunar liðin frá því umhverfismat hófst formlega vegna smíði nýrrar brúar en verkið jafnan strandað á fjármögnun. En núna er Vegagerðin loksins tilbúin að hefjast handa; á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. „Þetta eru þáttaskil. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Arnar Halldórsson „Við höfum náttúrlega lagt okkur fram um það að læra inn á þessa aðferðafræði, ekki síst frá okkar nágrannalöndum. Við höfum kynnt okkur vel hvernig Norðmennirnir eru að haga þessum málum og Danir.“ Hugmyndin er að ríkið greiði hluta verksins með beinu framlagi en innheimti jafnframt veggjöld í tuttugu til þrjátíu ár fyrir restinni. Bergþóra segir verkið standa mjög vel undir því að vera samvinnuverkefni. „Ríkið er að leggja þarna til tvo og hálfan milljarð. Og við bjóðum þetta verk út fullhannað en gerum ráð fyrir að samningsaðilinn taki áhættuna af verkinu, ef það má orða það þannig, og fjármögnun.“ Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng.Vegagerðin Með nýju brúarstæði styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Og það á ekki að reisa eina brú heldur fjórar nýjar en um leið fækkar einbreiðum brúm á hringveginum um þrjár. „Þetta er mikil samgöngubót. Þetta er stórt verk. Þetta eru nítján kílómetrar af þjóðvegi og fjórar brýr, sem verða tvíbreiðar. Það eru hliðarvegir. Gríðarleg samgöngubót,“ segir Bergþóra. Frestur til að skila inn umsókn um þátttöku í innkaupaferlinu og staðfestingu á hæfisskilyrðum er til 6. júlí og er stefnt að því að samningum verði lokið fyrir áramót. En hvenær má svo búast við því að verkið verði tilbúið og að menn geti klippt á borða? „Ja, við reiknum með að þetta sé þriggja ára verk. En það er vissulega eitt af því sem verður til samninga við viðkomandi aðila, hvað menn treysta sér í því,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Hornafjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45
Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30
Byrjað á Hornafjarðarbrú og Berufjarðarbotni á þessu ári Berufjarðarbotn, Dettifossvegur, Teigsskógur og Hornafjarðarfljót fá mest af því 1.200 milljóna króna viðbótarfé sem ríkisstjórnin ákvað í dag að verja til vegagerðar á þessu ári. 24. mars 2017 18:45