Erlent

Rómani lést eftir að lög­reglu­maður kraup á hálsi hans

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Atvikið minnir á morðið á George Floyd í Bandaríkjunum í fyrra.
Atvikið minnir á morðið á George Floyd í Bandaríkjunum í fyrra. Skjáskot

Rómani lést í sjúkra­bíl síðasta laugar­dag rétt eftir að lög­reglu­maður hafði kropið á hálsi hans í Tékk­landi. At­vikið hefur minnt nokkuð á morðið á Geor­ge Floyd í Banda­ríkjunum í fyrra.

Mynd­band af at­vikinu má sjá hér fyrir neðan:

Þar sjást þrír lög­reglu­menn í bænum T­eplice í norður­hluta Tékk­lands hand­taka Rómana á götunni. Á meðan einn þeirra heldur fótum hans föstum virðist annar lög­reglu­maður krjúpa á hálsi hans og reyna að hand­járna hann.

Maðurinn lést í sjúkra­bíl eftir hand­tökuna. Hann hét Stanislav, var um fer­tugt og var heimilis­laus. Hann starfaði þó sem öryggis­vörður í kjör­búð í bænum.

Jozef Miker, sem er einna fremstur meðal að­gerðar­sinna úr hópi Rómana í Tékk­landi, ræddi at­vikið við The Guar­dian. Hann segir að Stanislav hafi séð mann nokkurn vinna skemmdir á bíl og hafi þá farið að honum til að stöðva hann. Þegar lög­regla kom á svæðið hafi hún hins vegar haldið að Stanislav væri þrjóturinn og keyrt hann niður í götuna.

Mynd­bandið af at­vikinu hefur dreifst víða og vilja margir bera dauða Stanislavs við Geor­ge Floyd í Banda­ríkjunum.

For­dómar gegn Rómönum í Evrópu hafa lengi verið stórt vanda­mál og hefur Evrópu­nefnd gegn kyn­þátta­for­dómum og um­burðar­leysi gagn­rýnt tékk­nesk stjórn­völd fyrir að halda ekki nógu vel utan um gögn um mis­munun á Rómönum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×