„Óli Jó gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 09:01 Ólafur Jóhannesson hefur unnið titla með bæði FH og Val. Skjámynd/S2 Sport Ólafur Jóhannesson er tekinn við FH-liðinu á ný og stýrir því í fyrsta sinn í Mjólkurbikarleik í kvöld. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu meðal annars endurkomu Ólafs í Kaplakrika. Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira