Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Andri Már Eggertsson skrifar 23. júní 2021 21:03 Stjarnan KA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. Fyrri hálfleikur var þokkalega tíðinda lítil en einkenndist af mörgum hornspyrnum frá báðum liðum. Alls komu sextán hornspyrnur dagsins ljós í fyrri hálfleik. Stjarnan fékk sjö hornspyrnu í fyrri hálfleik, það var meiri ógn í hornspyrnum Stjörnumanna en þeir skoruðu tvö mörk sem bæði voru dæmd rangstaða. KA fengu níu hornspyrnur í fyrri hálfleik. Hornspyrnur KA voru talsvert tíðinda minni en hornspyrnur Stjörnunnar. Hallgrímur Mar var hársbreidd frá því að gera fyrsta mark leiksins þegar Hallgrímur Mar lék á Halldór Orra, lét síðan vaða fyrir utan teig en boltinn hafnaði í stönginni. Eftir 45 mínútna leik var staðan 0-0 þegar haldið var til hálfleiks. Síðari hálfleikur byrjaði af meiri krafti heldur en sá fyrri spilaðist. Bæði lið fengu góð marktækifæri í upphafi síðari hálfleiks sem gaf góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi. Emil Atlason gerði fyrsta mark leiksins og kom Stjörnunni yfir þar sem hann stangaði fyrirgjöf Tristans Frey Ingólfssonar í markið. Eggert Aron Guðmundsson sem fæddur er árið 2004 var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Eggert Aron var síðan nálægt því að skjóta heimamönnum í 2-0 þegar hann gerði vel í að leika á vörn KA en Steinþór Már þurfti að hafa sig allan við að verja. KA jafnaði leikinn þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hrannar Björn Steingrímsson gerði vel í að renna boltanum út í teiginn á Sebastian Brebels sem þrumaði boltanum í þaknetið. Allt benti til þess að leikurinn væri á leið í framlengingu þar til Sveinn Margeir Hauksson tæklaði boltann sem virtist þó vera út af en boltinn fór beint í fæturnar á Elfari Árna Aðalsteinssyni sem skaut KA í 16-liða úrslit. Af hverju vann KA Jafnræði var með liðunum mest allan leikinn, bæði lið fengu sín færi. Lokakafli KA var hins vegar frábær þar sem þeir skiluðu tveimur mörkum og því verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Hverjir stóðu upp úr? Elfar Árni Aðalsteinsson virðist njóta þess að spila á Samsungvellinum, Elfar Árni skoraði sigurmark KA þegar liðin mættust í deildinni og í kvöld skoraði hann sigurmark KA í Mjólkurbikarnum. Það var gaman að sjá hin unga Eggert Aron Guðmundsson í byrjunarliði Stjörnunnar, hann lét til sín taka á hægri kantinum og átti góða tilraun sem Steinþór Már varði vel. Hvað gekk illa? Dómarar leiksins voru slökustu menn vallarins. Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómari átti afar slakan dag á flagginu. Stjarnan skoraði að því virstist löglegt mark í upphafi leiks sem Bryngeir dæmdi rangstæðu. Í sigurmark KA var boltinn farinn út fyrir endamörk þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars sem skoraði flautumark. Allir virtust vera undirbúa sig fyrir markspyrnu fyrst um sinn en markið stóð á endanum. Hvað gerist næst? Pepsi Max deildinn heldur áfram að rúlla næsta sunnudag. KA mætir í Kaplakrika og mætir FH klukkan 16:00. Á mánudaginn mætast KR og Stjarnan á Meistaravöllum klukkan 19:15. Dómarinn var í vondri stöðu til að sjá hvort boltinn væri út af eða ekki Arnar var sáttur í leiks lokVísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson þjálfari KA var himinnlifandi með þá staðreynd að hans menn séu komnir áfram í 16-liða úrslit. „Svona atvik gera þessa íþrótt svo skemmtilega, frábær tilfinning að fá þetta sigurmark. Eins sætt og þetta var fyrir okkur er þetta ansi svekkjandi fyrir Stjörnuna." „Það var gott að leikurinn fór ekki í uppbótatíma þar sem það hefur verið mikið leikjaálag, það var því kærkomið að sleppa við framleginguna og tala nú ekki um vítakeppnina," sagði Arnar eftir leik. Hornspyrnur voru einkennismerki leiksins, þar sem yfir tuttugu hornspyrnu komu í leiknum. „Við erum yfirleitt góðir í föstum leikatriðum en vorum mjög lélegir til að byrja með, fengum á okkur tvö mörk sem var dæmt af, vorum síðan aftur sofandi á verðinum þegar þeir fengu opinn skalla en eftir það vorum við betri að verjast hornspyrnum Stjörnunnar." „Við fengum níu hornspyrnur í fyrri hálfleik, það kom lítið úr þeim og mér fannst þetta mjög sérstakur leikur." Arnar rúllaði mikið á liðinu vegna leikjaálags, eftir að Arnar gerði fimm skiptingar fannst honum hans lið vera kærulausir á tímapunkti sem lagaðist með leiknum. Síðasti leikur KA var tap gegn Val, leikurinn verður lengi minnst fyrir það að KA klikkaði á tveimur vítaspyrnum og var þessi sigur mikið vítamín fyrir liðið. „Við höfum fengið að kynnast því að spila vel og fá ekkert úr leikjum, í kvöld vorum við hinu megin við borðið sem er skemmtilegra." Arnar var ekki viss hvort sigurmark KA væri löglegt eða ekki „Ef boltinn var fyrir utan völlinn þá er það leiðinlegt fyrir Stjörnuna, menn þurfa að átta sig á því að aðstoðardómarinn var langt frá atvikinu og menn þurfa að halda áfram sama hvað," sagði Arnar að lokum. Mjólkurbikarinn Stjarnan KA
Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. Fyrri hálfleikur var þokkalega tíðinda lítil en einkenndist af mörgum hornspyrnum frá báðum liðum. Alls komu sextán hornspyrnur dagsins ljós í fyrri hálfleik. Stjarnan fékk sjö hornspyrnu í fyrri hálfleik, það var meiri ógn í hornspyrnum Stjörnumanna en þeir skoruðu tvö mörk sem bæði voru dæmd rangstaða. KA fengu níu hornspyrnur í fyrri hálfleik. Hornspyrnur KA voru talsvert tíðinda minni en hornspyrnur Stjörnunnar. Hallgrímur Mar var hársbreidd frá því að gera fyrsta mark leiksins þegar Hallgrímur Mar lék á Halldór Orra, lét síðan vaða fyrir utan teig en boltinn hafnaði í stönginni. Eftir 45 mínútna leik var staðan 0-0 þegar haldið var til hálfleiks. Síðari hálfleikur byrjaði af meiri krafti heldur en sá fyrri spilaðist. Bæði lið fengu góð marktækifæri í upphafi síðari hálfleiks sem gaf góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi. Emil Atlason gerði fyrsta mark leiksins og kom Stjörnunni yfir þar sem hann stangaði fyrirgjöf Tristans Frey Ingólfssonar í markið. Eggert Aron Guðmundsson sem fæddur er árið 2004 var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Eggert Aron var síðan nálægt því að skjóta heimamönnum í 2-0 þegar hann gerði vel í að leika á vörn KA en Steinþór Már þurfti að hafa sig allan við að verja. KA jafnaði leikinn þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hrannar Björn Steingrímsson gerði vel í að renna boltanum út í teiginn á Sebastian Brebels sem þrumaði boltanum í þaknetið. Allt benti til þess að leikurinn væri á leið í framlengingu þar til Sveinn Margeir Hauksson tæklaði boltann sem virtist þó vera út af en boltinn fór beint í fæturnar á Elfari Árna Aðalsteinssyni sem skaut KA í 16-liða úrslit. Af hverju vann KA Jafnræði var með liðunum mest allan leikinn, bæði lið fengu sín færi. Lokakafli KA var hins vegar frábær þar sem þeir skiluðu tveimur mörkum og því verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Hverjir stóðu upp úr? Elfar Árni Aðalsteinsson virðist njóta þess að spila á Samsungvellinum, Elfar Árni skoraði sigurmark KA þegar liðin mættust í deildinni og í kvöld skoraði hann sigurmark KA í Mjólkurbikarnum. Það var gaman að sjá hin unga Eggert Aron Guðmundsson í byrjunarliði Stjörnunnar, hann lét til sín taka á hægri kantinum og átti góða tilraun sem Steinþór Már varði vel. Hvað gekk illa? Dómarar leiksins voru slökustu menn vallarins. Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómari átti afar slakan dag á flagginu. Stjarnan skoraði að því virstist löglegt mark í upphafi leiks sem Bryngeir dæmdi rangstæðu. Í sigurmark KA var boltinn farinn út fyrir endamörk þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars sem skoraði flautumark. Allir virtust vera undirbúa sig fyrir markspyrnu fyrst um sinn en markið stóð á endanum. Hvað gerist næst? Pepsi Max deildinn heldur áfram að rúlla næsta sunnudag. KA mætir í Kaplakrika og mætir FH klukkan 16:00. Á mánudaginn mætast KR og Stjarnan á Meistaravöllum klukkan 19:15. Dómarinn var í vondri stöðu til að sjá hvort boltinn væri út af eða ekki Arnar var sáttur í leiks lokVísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson þjálfari KA var himinnlifandi með þá staðreynd að hans menn séu komnir áfram í 16-liða úrslit. „Svona atvik gera þessa íþrótt svo skemmtilega, frábær tilfinning að fá þetta sigurmark. Eins sætt og þetta var fyrir okkur er þetta ansi svekkjandi fyrir Stjörnuna." „Það var gott að leikurinn fór ekki í uppbótatíma þar sem það hefur verið mikið leikjaálag, það var því kærkomið að sleppa við framleginguna og tala nú ekki um vítakeppnina," sagði Arnar eftir leik. Hornspyrnur voru einkennismerki leiksins, þar sem yfir tuttugu hornspyrnu komu í leiknum. „Við erum yfirleitt góðir í föstum leikatriðum en vorum mjög lélegir til að byrja með, fengum á okkur tvö mörk sem var dæmt af, vorum síðan aftur sofandi á verðinum þegar þeir fengu opinn skalla en eftir það vorum við betri að verjast hornspyrnum Stjörnunnar." „Við fengum níu hornspyrnur í fyrri hálfleik, það kom lítið úr þeim og mér fannst þetta mjög sérstakur leikur." Arnar rúllaði mikið á liðinu vegna leikjaálags, eftir að Arnar gerði fimm skiptingar fannst honum hans lið vera kærulausir á tímapunkti sem lagaðist með leiknum. Síðasti leikur KA var tap gegn Val, leikurinn verður lengi minnst fyrir það að KA klikkaði á tveimur vítaspyrnum og var þessi sigur mikið vítamín fyrir liðið. „Við höfum fengið að kynnast því að spila vel og fá ekkert úr leikjum, í kvöld vorum við hinu megin við borðið sem er skemmtilegra." Arnar var ekki viss hvort sigurmark KA væri löglegt eða ekki „Ef boltinn var fyrir utan völlinn þá er það leiðinlegt fyrir Stjörnuna, menn þurfa að átta sig á því að aðstoðardómarinn var langt frá atvikinu og menn þurfa að halda áfram sama hvað," sagði Arnar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti