Svíar hirtu toppsætið eftir dramatík Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2021 17:56 Robert Lewandowski skallaði tvívegis í slána og missti svo boltann í gengum klofið þegar hann reyndi að jafna metin í 1-1. Getty/Anton Vaganov Robert Lewandowski skoraði tvö mörk og brenndi af einu algjöru dauðafæri er Pólland tapaði 3-2 fyrir Svíþjóð í lokaumferð E-riðilsins á EM. Með sigrinum endar Svíþjóð í 1. sæti riðilsins. Þeir sænsku fengu draumabyrjun í St. Pétursborg því þeir komust yfir strax á fyrstu mínútu er Emil Forsberg nýtti sér vandræðagang í vörn Póllands. Pólverjar fengu færi til þess að skora og þá helst markaskorarinn Robert Lewandowski er hann skallaði boltann í tvígang í slá. Staðan 1-0 í hálfleik. Klippa: Dauðafæri Lewandowski Svíarnir komust í ansi góða stöðu á 58. mínútu. Varamaðurinn Dejan Kulusevski fann Emil Forseberg á vítateignum sem kláraði færið einkar vel. Lewandowski ætlaði að bæta upp fyrir mistök sín í fyrri hálfleiknum og hann minnkaði muninn á 61. mínútu með glæsilegri afgreiðslu. Pólverjar voru ekki hættir og þeir jöfnuðu metin sex mínútum fyrir leikslok. Aftur var Lewandowski á skotskónum og allt opið fyrir síðustu mínúturnar. Lengra komust Pólverjar ekki og það voru Svíarnir sem skoruðu sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Victor Claesson, aftur eftir stoðsendingu Kulusevski. Svíarnir taka þar af leiðandi toppsætið í riðlinum, með sjö stig en Spánn er í öðru sætinu með fimm. Pólland er á botni riðilsins með eitt stig. ✅ #SWE go through in 1st place.🔥 #ESP finally show up at #EURO2020.📉 #SVK drop out of the competition on goal difference.👊 @Lewy_Official almost saved #POL...❌ ...but they also exit the competition. pic.twitter.com/nheZInriC4— SPORF (@Sporf) June 23, 2021 EM 2020 í fótbolta
Robert Lewandowski skoraði tvö mörk og brenndi af einu algjöru dauðafæri er Pólland tapaði 3-2 fyrir Svíþjóð í lokaumferð E-riðilsins á EM. Með sigrinum endar Svíþjóð í 1. sæti riðilsins. Þeir sænsku fengu draumabyrjun í St. Pétursborg því þeir komust yfir strax á fyrstu mínútu er Emil Forsberg nýtti sér vandræðagang í vörn Póllands. Pólverjar fengu færi til þess að skora og þá helst markaskorarinn Robert Lewandowski er hann skallaði boltann í tvígang í slá. Staðan 1-0 í hálfleik. Klippa: Dauðafæri Lewandowski Svíarnir komust í ansi góða stöðu á 58. mínútu. Varamaðurinn Dejan Kulusevski fann Emil Forseberg á vítateignum sem kláraði færið einkar vel. Lewandowski ætlaði að bæta upp fyrir mistök sín í fyrri hálfleiknum og hann minnkaði muninn á 61. mínútu með glæsilegri afgreiðslu. Pólverjar voru ekki hættir og þeir jöfnuðu metin sex mínútum fyrir leikslok. Aftur var Lewandowski á skotskónum og allt opið fyrir síðustu mínúturnar. Lengra komust Pólverjar ekki og það voru Svíarnir sem skoruðu sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni Victor Claesson, aftur eftir stoðsendingu Kulusevski. Svíarnir taka þar af leiðandi toppsætið í riðlinum, með sjö stig en Spánn er í öðru sætinu með fimm. Pólland er á botni riðilsins með eitt stig. ✅ #SWE go through in 1st place.🔥 #ESP finally show up at #EURO2020.📉 #SVK drop out of the competition on goal difference.👊 @Lewy_Official almost saved #POL...❌ ...but they also exit the competition. pic.twitter.com/nheZInriC4— SPORF (@Sporf) June 23, 2021